Taka ekki þátt í að þrífa upp eftir sig

Formaður sjálfstæðisflokksins telur sig hafa borðliggjandi lausnir á þeim vanda sem sjálfstæðismenn og framsókn hafa komið þjóðinni í. 

Jú lausnin að mati Bjarna Ben er ráðherrastóll undir óæðri endann á Bjarna Ben og svo á bara að byrja á sama sukkinu aftur.

Framsóknarflokkurinn sem ávallt hefur selt sig hæstbjóðanda og stutt sjálfstæðiflokkinn ærlega við að koma þjóðarbúinu á hausinn talar um fyrirvara miðað við það sem á undan er gengið.  

Velti því fyrir mér hvort að í atvinnu- og markaðsáætlun ríkisstjórnarinnar séu ekki nægileg tækifæri fyrir þá til þess að maka krókinn.


mbl.is Hafa fyrirvara á samráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það sé svona málfluttningur eins og þú berð hér á borð sem þjóðin þarf að verjast og forðast. Efast um að þú hafir lesið tillögur Sjálfstæðismanna eða hefur þú eitthvað betra fram að færa???

Sveinn (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Lærum af Færeyingum, sendum 50 til 60 frystiskip út fyrir 200 mílur, þetta eru

skip sem geta sótt fisk á fjarlæg mið, í stað þess að veiða innan um trillurnar.

Stóraukum strandveiðar, gefum handfæra veiðar frjálsar, þetta mundi leysa

fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 3.11.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi blessaða ríkisstjórn hefur allt þetta kjörtímabil haft nægan meirihluta, eins og reyndar Jóhanna virðist sjálf hafa fattað, til að koma sínum málum í gegnum þingið. Það hefur eiginlega ekkert skort nema hugmyndir og þess vegna eru leiktjöld samráðs sett upp af og til, til þess að kaupa tíma og bíða af sér mesta storminn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.11.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrirgefðu Sveinn en ég er búin að kynna mér tillögur sjálfstæðismanna sem vilja þjóðastjórn (ráðherrastól undir Bjarna Ben) og meiri stóriðju.

Kristinn Karl ég er ekki að verja þessa ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er bara verri.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Spurning hvort að gjaldskrárhækkun hjá orkuveitunni sé ekki tilkomin vegna erlendra skulda og fjárfestinga vegna orkusölu til stóriðju. Þýðir þetta ekki að hvert heimil á höfuðborgarsvæðinu er í raun að borga skatt til stóriðjunnar.

Hvað segja sjálfstæðismenn við þessum skatti?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2010 kl. 23:44

6 identicon

Stóriðja þarf að fá ódýra orku, heimtar magnafslátt, og extra afslátt þegar heimsmarkaðsverð er lágt. Til þess að komast upp með þetta, nota útlendu álfyrirtækin sér það að kaupa ómerkilega áhrifamenn innlenda, pólitíkusa eða forstjóra, til að koma samningum í gegn fyrir sig, þeir fá vel greitt fyrir greiðann, en almenningur fær að niðurgreiða ódýru orkuna til fyrirtækjanna. Hélt bara að menn væru löngu búnir að í gegnum þetta. Norðmenn hentu þessu út hjá sér. en hér á landi eru græðgisfuglar enn á fullri ferð, nóg af þeim. Síðan taka álfyrirtækin landsmenn í görnina, með þvi að stjórna heimsmarkaðsverði sjálfir, framleiða svo á metafköstum á lager með billega orkuverðinu, með lágt heimsmarkaðsverð. hækka svo heimsmarkaðsverð, og framleiða á litlum afköstum (hærra orkuverð) selja allan lagerinn sem framleiddur var á lágu orkuverði, á háa heimsmarkaðsverðinu. Gera svo stólpagrín að landsmönnum sem þurfa að greiða hærra orkuverð, útaf niðurgreiðslum orkuverðs handa útlendingunum. Enn og aftur Norðmenn hentu þessu út, þegar þeir áttu að borga mengunarkvótana fyrir áliðnaðinn líka.

Robert (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband