Frammistaða þingmanna smánarleg

Fari þetta mál ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu mun það skilja eftir sig reiði í huga stórs hluta þjóðarinnar. Málinu lýkur alls ekki með niðurstöðu þingsins,

Sá skilningur gerir oft vart við sig meðal þingmanna að þingið sé þjóðin. Þingið er ekki þjóðin. Það er varla hægt að tala um að þingið hafi umboð þjóðarinnar í því kerfi sem stjórnmálaflokkarnir hafa byggt upp.

Málflutningur stjórnmálaforystunnar hefur verið lákúra skreytt orðum eins og "kalt mat" eða hótunum um einhverjar dularfullar afleiðingar. 

 Heiðarleg umræða um Icesave hefur ekki farið fram. 

 Stjórnmálaforystan vanmetur þó dómgreind þjóðarinnar því allflestir gera sér grein fyrir hagur þjóðarinnar liggur í því að hafna Icesave. 


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær byrja mótmælin?

Hvar eru þeir sem stóðu fyrir þeim síðustu?

Geir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 20:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var meðal þeirra ásamt þeim sem standa að undirskriftunum og svo Indefence. Verst hvað ríkisstjórnin er treg. það þarf að tyggja þetta í hana. ÞJÓÐIN VILL EKKI ICESAVE.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2011 kl. 21:23

3 identicon

Hjartanlega sammála Jakobína.

Drullusokkurinn hann þráinn Bertels. Sem ég kaus á alþingi (eingöngu af því að hann var í mínu kjördæmi, ekki af verðleikum) Sveik mig og alla aðra kjósendur Hreyfingar/Borgarahreyfingar aftur í dag.

Hann sveik enn og aftur stefnuskránna sem segir m.a.:

“ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á”.

Og einnig sveik hann það að öll stærri mál skuli vísa í þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þessi aumi eiginhagsmunapotari hefur nú svarið sig í beinan lygalegg með Steingrími og hyski hans í VC sem hafa brotið hvert einasta kosninga loforð og alla stefnusrána í þeim flokk.

Og Jóhönnu og mútuhyski hennar sem tók við miljónum úr höndum Landsbankamafíunnar, sem voru ekkert annað en þýfið úr Icesafe.

Þetta sóma lið. Þykist þess umkomið að ákveða hvort VIÐ þjóðin. Skulum greiða fyrir múturnar sem viðkomandi fengu. Nefnilega Ícesafe þýfið.

Lýðræðisástin er engin. Hann kvaðst kosinn á alþingi í dag til að taka þessa ákvörðun “FYRIR MIG”. LYgar. LYgar .LYgar.

Hvers vegna. Jú það má EKKI standa á rétti litla mannsinns, skattgreiðandans.

Það má EKKI styggja ESB.

Sem er ekkert skárri en okkar svikula “Norræna velferðar ríkisstjórn” sem er enn að vinna fyrir fjármála mafíuna og banksterana. En ekki þjóðina.

Og ESB hefur ekki efni á því að málstaður litla mannsins gegn banksteronum vinni.

ESB vill ekki að banksterarnir séu látnir sæta ábyrgð á eigin gjörðum, ekki þegar hægt er að láta skattborgarana bera skaðann.

Kæra þjóð.

Við skulum muna í komandi kosningum hverir hafa staðið við það að efla lýðræðið hér.

Það er ekki þetta pakk sem sver sig inn í FLOKKSRÆÐIÐ.

Persónukosningar og alvöru lýðræði þjóðarinnar. Með Þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri málefni.

4flokka samspillinguna burt!

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:14

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2011 kl. 23:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Jakobína, það er velþekkt að menn hafi selt börn annarra í þrældóm.

En sín eigin börn, slíkt er fátítt, og yfirleitt mikil örbirgð sem skýrir það.

Það þarf mikla andlega örbirgð til að láta þessa smán ganga yfir sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 23:56

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er svartur dagur í sögu þjóðarinnar og í stærra samhengi; mannkyns alls þegar ljóst er að inn þess eru til einstaklingar og hópar fólks sem tilbúnir eru til að ofurselja bræður sína og systur.

Kveðja að norðna.

Arinbjörn Kúld, 17.2.2011 kl. 00:18

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Allt verður þetta opinberað,verði forsetinn við óskum okkar að við fáum að kjósa. Marga grunar að einka hagsmunir hafi ráðið viðsnúningi Bjarna Ben. &c/o. Það mun allt koma í ljós verði Icesave IIII næst á dagskrá. Áberandi að þeir Sjálfstæðismenn,sem samþykktu III, höfðu allir verið á þingi fyrir hrun,hinir ekki. Tortryggnin út í Stjórnmálamenn, er orðin þungbær að bera. Kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2011 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband