Höfnum dómgreindarleysi og yfirgangi

Við horfum upp á afleiðingar af dómgreindarleysi og yfirgangi stjórnvalda á hverjum degi. Fréttir berast af gjaldþrotum, atvinnuleysi, ofbeldi, niðurskurði og stjórnvaldsmisbeitingu í fréttatímum og umræðu.x30907902

Undanfarna áratugi hefur hæstiréttur verið í vasa sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisflokkurinn í vasa LÍÚ og viðskiptaráðs. Alþingi er samkunda fólks sem leggur hvort annað í einelti og beitir kúgun við að koma fram vilja þröngs hóps í samfélaginu.

Starfmáti stjórnmálaflokka sem þegið hafa mútur og haft rangt við hefur litað stjórnarfar landsins í áratugi. Þetta er staðreynd og öllum er þetta ljóst.

Menning af þessum toga þróast ekki gjaldtökulaust. Stofnanir eins og háskólasamfélagið, dómskerfið, eftirlitskerfi og fjölmiðlar eru lélegar og standa ekki undir nafni. Þegar stofnanir sem eiga að vera stoðir framþróunar og réttlætis eru vanhæfar bresta stoðir samfélagsins og það fellur saman. Þetta hefur gerst á Íslandi. 

Ég fann til samhygðar með móður eins af níumenningunum þegar hún lýsti því yfir að Íslenskt samfélag væri fasistaríki. Stjórnvaldið beitti fyrir sig dómskerfinu til þess að kalla áraun yfir nokkra einstaklinga öðrum til viðvörunar.

Skilaboðin eru í raun: látið hvað sem er yfir ykkur ganga. það eru við valdhafar en ekki þið sauðsvartur almúginn sem höfum réttinn og verkfærin til þess að snúa ykkur niður.

ruggia0634c

Takið þegjandi á móti eru skilaboð valdhafanna. Við tökum af ykkur atvinnufrelsi, brjótum á ykkur mannréttindi, spillum dómsvaldinu, hneppum alþýðu landsins í skuldaánauð og látum af hendi auðlindirnar en þið skuluð bara þegja því við höfum vopnin.  


mbl.is Erfitt og flókið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á mjög erfitt með að skilja hvað Sólveig Anna Jónsdóttir er að gera í VG. Ég veit ekki betur en að sá flokkur sé að semja fyrir hönd hryðjuverkamanna. Eru hryðjuverkamenn skárri en fasistar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Við erum nægjanlega mörg til að afvopna þá. Eitt er ég viss um,að þau sem standa saman núna, í þessari óþveralegu aðför að lýðveldinu,munu verða sundraðir innan ekki svo langs tíma.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2011 kl. 15:27

3 identicon

Það er markmiðið hjá spunatrúðum stjórnvalda að vera alltaf skrefinu á eftir. Alltaf of sein. Ekki hefur heyrst múkk í Jóni Þórissyni og leikflokki hans. Vinstri grænu mýsnar þegja og maula sitt.

http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/2011/2/20/undirskriftasofnun-eftir-ad-forseti-stadfestir-icesave/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband