Fitch í áróðursherferð fyrir Breta og Hollendinga

Það má færa að því mjög sterk rök að verði Icesavesamningurinn samþykktur þá þýði það að ekki verði unnt að afnema gjaldeyrishöftin næstu áratugina. Rawkins heldur því eigi að síður fram að gjaldeyrishöftin verði áfram ef Icesave verður fellt.

Staðreyndin er sú að gjaldeyrishöftin verða áfram hvort sem Icesave verður fellt eða ekki. Hins vegar er líklegt að þau vari lengur ef Íslendingar asnast til að samþykkja þennan samning.  

Það er búið að fjarlægja hlekk með fyrirsögninni "Fitch telur íslensku bankanna standa vel" http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=36630

Fitch telur einnig að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. http://www.amx.is/efnahagsmal/12816/ Þýðir það að gjaldeyrishöftin verði afnumin eða þarf að hafa fleira í huga en lánshæfismat Fitch.

Á heimasíðu Landsbankans kemur fram vorið 2008 hafi Fitch talið að flutningur bankanna úr landi væri ekki vænlegur kostur.  Við flutning úr landi væru bankarnir enn nokkuð berskjaldaðir fyrir íslensku efnahagslífi. Íslenska ríkið hefur ríkari hvata til að styðja við bankana á erfiðum tímum en búast mætti við af erlendum stjórnvöldum. http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/?NewsID=12060&y=0&p=1

Þessi umfjöllun bendir til þess að starfsemi bankanna hafi ekki verið flutt úr landi vegna þess að þá væri ekki hægt að hengja tap (rán eigendanna) á íslenska skattgreiðendur. Í sama mánuði og þessi umfjöllun fór fram á heimasíðu Landsbankans var útibú Icesave opnað í Hollandi. 

 


mbl.is Fitch: Lykilatriði að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað mun icesave samningurinn lækka lánshæfismat Íslands, annað er út í hött, sama hvað eitthvað matsfyrirtæki segir. Það eru ekki þau sem veita lánin!

En það kemur þó ekki á óvart þó þessi matsfyrirtæki myndu hækka sitt mat, enda ekki um neitt raunverulegt mat að ræða hjá þeim. Þeirra mat byggist á einhverju allt öðru en staðreyndum.

Þetta sást best árið 2008, þegar þessi matsfyrirtæki kepptust um að gefa út að lánshæfismat Íslenskra banka og ríkissjóðs væri eins gott og hugsast gat, ef ekki bara betra. Þetta gekk allt fram að hruni!!

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mikið rétt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband