Krefjumst skýringa af íslenskum stjórnvöldum

Rétt er liðin vika frá því að Mubarak er hrakinn frá völdum þar til eigur hans eru gerðar upptækar.

Stjórnvöld á Íslandi, bæði hrunstjórnin og kreppustjórnin og ekki síst Björgólfsarmur Samfylkingar, hafa hinsvegar slegið skjaldborg um glæpamenn sem tæmdu þjóðarbúið af erlendum gjaldeyri.

Stjórnvöld á Íslandi, þar með taldir ráðherrar Samfylkingar (sérstaklega Björgólfsarmurinn), vissi nákvæmlega í hvað stefndi á vormánuðum 2008. Eftir að Fitch matsfyrirtækið hafði spáð íslensku efnahagskerfi harðri lendingu var drifið í það að opna útibú Icesave í Hollandi. 

Icesave deiluna má rekja beint til þess að ríkisstjórn ráðherra sem sitja í ríkisstjórn í dag gripu ekki inn í ferlið þegar staðan var ljós.

Í skýrslu frá maí 2008 á heimasíðu Landsbankans segir að: Við flutning úr landi væru bankarnir enn nokkuð berskjaldaðir fyrir íslensku efnahagslífi.Íslenska ríkið hefur ríkari hvata til að styðja við bankana á erfiðum tímum en búast mætti við af erlendum stjórnvöldum.

Það er nú búið að kortleggja ferli fjármuna í Landsbankanum með aðstoð Deloitte í London. Þeim upplýsingum er nú haldið leyndum fyrir þeim sem ætlað er að taka ábyrgðina á því sem þar fór fram. 

Því er haldið fram að ekki sé unnt að eyrnamerkja peninga. Þetta er alrangt. Sumarið 2008 söfnuðust upp allar innistæður í Hollandi og stór hluti í Bretlandi. Við verðum að spyrja okkur í hvað voru fjármunir í Landsbankanum notaðir árið 2008.

Nefnd í viðskiptaráðuneytinu (ráðuneyti Samfylkingar) var falið að innleiða takamarkaða ábyrgð á Icesave og átti sú innleiðing að vera í höfn haustið 2007. Tilskipunin sem átti að innleiða var þó aldrei innleidd vegna þess að stjórnendur Landsbankans voru á móti því. 

Þegar litið er til baka virðist skýringin vera sú að ætlunin hafi verið að láta Íslenska skattgreiðendur blæða inn í Landsbankann. Það samrýmist ráðgjöf Fitch matsfyrirtækisins sem benti á að íslenska ríkisstjórnin væri líklegri til að beygja sig undir það en erlendar ríkisstjórnir (sbr ofan).

Icesave er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna hrunstjórnarinnar og kjölfestufjárfestanna sem stefndu á að láta íslenska skattgreiðendur taka á sig skaðann af ævintýramennsku þeirra á alþjóðavettvangi. Þetta er enn stefna þessara stjórnmálamanna sem nú hafa fengið Steingrím Joð til liðs við sig. Bjarni Ben hefur frá upphafi tilheyrt þessari klíku. 

Ástæðan fyrir því að svo illa fór í þjóðarbúinu er sú að hagur þjóðarbúsins var aldrei á borði stjórnvalda. Ríkisstjórnin ráðfærði sig við stjórnendur Landsbankans og viðskiptaráð og fór eftir þeirra fyrirmælum.

Þegar við göngum til kosninga um Icesave þá skulum við ekki hlusta á ráðleggingar sem eigar rætur sínar hjá stjórnendum Landsbankans og viðskiptaráði. Hugsum um almenning í landinu.

Hugsum um réttlætið.  


mbl.is Þrýst á Íslendinga að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breytingartillaga Hreyfingarinnar.

Frá Þór Saari, Margréti Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur.

Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

"Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. maí 2011 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir 1. ágúst 2011 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.

Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón".

4flokka samspilligin hafnaði þessu sem var inni sem 8grein síðasta samnings.

Af hverju?

Er engin löngun að ná réttu glæponunum þar?

Og gera Bjöggana og stjórn Landsbankans frum ábyrga í stað þjóðarinnar?

Góð grein hjá þér Jakobína.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:37

2 identicon

Tek undir með Arnóri, mjög góð grein hjá þér Jakobína.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það hefur ekkert uppá sig að fá skýringar hjá stjórnvöldum - það sýnir reynsla undanfarinna 2 ára.

Við þurfum  heiðarlega hagfræðinga og lögmenn til þess að setja saman skýringar á mannamáli.

Ekki fleiri stjórnarlygar og blekkingar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband