Stjórnmálamenn skilja ekki umboð sitt

Forsetinn þiggur umboð sitt beint frá kjósendum. Ekki frá þinginu og ekki frá ráðherrum. Það er því eðlilegt að forsetinn hlýði á raddir kjósenda þegar hann tekur ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra og lýðræði. 

það er dæmigert fyrir skilningsleysi ríkisstjórnarinnar að átta sig ekki á því að hótanir forsætisráðherrans eigi að vega minna enn stjórnarskrárbundnar skyldur forsetans. 

Það má til sanns vegar færa að íslenskir kjósendur bera ábyrgð á því að dómgreind hefur verið gerð nánast útlæg um menningarkima stjórnmálanna. 

Stjórnarskráin sem var samþykkt á sínum tíma af nánast allri þjóðinni hefur verið fótum troðin og hunsuð í gegnum tíðina án þess að kjósendur andmæltu því með atkvæði sínu í kosningum.

Þetta má þó að hluta skrifa á hrikalegar aðferðir flokkanna sem hafa lagt undir sig fjölmiðla, fræðasamfélag og dómskerfið. Lýðræðinu á Íslandi hefur verið slátrað með kerfisbundnum aðferðum.

 


mbl.is Átti ekki að koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband