Áróður hagsmunaaðila

Sjálfsagt er það vont fyrir suma ef íslenskir skattgreiðendur hafna því að skatttekjur ríkissjóðs verði notaðar til þess að gera Breta og Hollendinga skaðlausa vegna viðskipta einkaaðila sem þeir áttu að hafa eftirlit með í stað þess að skatttekjurnar fari í að byggja upp menntun og heilsugæslu í landinu. 

Menn hafa áhyggjur af því að ríkissjóður geti ekki safnað meiri skuldum. Persónulega finnst mér ríkissjóður skulda alveg nóg. Aðrir hafa áhyggjur að Landsvirkjun geti ekki farið í virjunarframkvæmdir sem margoft hefur verið sýnt fram á að skila litlu til þjóðarbúsins.

Hagsmunaaðilar koma nú fram með áróður og rangfærslur til þess að hræða fólk til þess að kjósa gegn eigin hagsmunum.  


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hver er áróðurinn og hverjar eru rangfærslurnar?  þetta eru einfaldlega blákaldar staðreyndir og þú mundir sjá það ef þu nenntir að kynna þér málið sjálf.  En þið í heykvíslahj0rð heimskunnar æðið áfram í glórulausri þjóðrembu og skiljið ekki hvaða skaða þetta mál hefur valdið þjóðinni þó staðreyndir eins og 8% atvinnuleysi, engin erlend fjárfesting, pikkföst gjaldeyrishöft og aðrar afleiðingar blasi við.

Óskar, 23.2.2011 kl. 03:35

2 identicon

Eitthvað gengur aðilum þessa máls illa að fókúsera á það sem skiptir máli. Íslensk stjórnvöld ásamt erlendum kollegum í Bretlandi og Hollandi hafa ákveðið að heppilegast sé að láta íslensk borgarara sem komu ekkert nálægt þessari óheiðarlegu innlánasöfnun - borgar brúsann. Ósvífnin er alger, að sjálfsögðu ! 

VIÐ borgararnir eigum að gera kröfu á það að þetta mál sé krufið og að þeir aðilar, hérlendis og erlendis, bankamennirnir og stjornmála- og embættismenn - á Íslandi, Bretlandi og Hollandi séu kallaðir til ábyrgðar. Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að þegja yfir þessum botnlausa yfirgangi íslenskra og erlendra stjórnmálamanna sem haga sér eins og hreinræktuð fífl - sé hugur minn sagður á mannamáli.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 08:15

3 identicon

Ég get ómögulega séð að það sé mér og mínum hagstætt að stunda viðskipti innan um hryðjuverkamenn. Hagsmunir hryðjuverkamanna fara ekki saman við hagsmuni almennings. Það er ekkert flóknara en það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 08:49

4 identicon

Óskar. Mér þykir þú heldur betur taka upp í þig.

Hver ert þú sem þykist hafa efni á að tala svona niður til fólks?

Mér sýnist að þú þurfir nú kannski sjálfur að nenna að kynna þér málið. 

Heldur þú að við værum betur sett ef Svavarssamningurinn frægi hefði verið samþykktur? Væri þá ekkert atvinnuleysi? Erlend lán og fjárfestingar alveg galopið? Og síðast en ekki síst, engin gjaldeyrishöft? 

Líklegri niðurstaða er að engin myndi vilja koma nálægt því að lána eða fjárfesta í landi sem væri búið að taka á sig meiri skuldir en það réði nokkru sinni við og gjaldeyrishöft væru orðin föst um ókomna áratugi.

Mér finnst það skjóta nokkuð skökku við að maður sem getur ekki staðið undir skuldum sínum geti orðið hæfari lántakandi við það að bæta ennfrekar á þær skuldir. Og verði Icesave reikningurinn samþykktur mun það væntanlega festa gjaldeyrishöftin í sessi til að verja krónuna falli vegna ófyrirsjáanlegra afleiðinga á Icesave-skuldina.

Reyndu að hugsa þetta rökrétt, farðu nú aðeins út úr rammanum sem þú virðist fastur í.

Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:01

5 identicon

"Óskar" ef þú nenntir að kynna þér málið og værir ekki svona uppfullur af eigin ágæti, þá sæir þú að skattastefna stjórnvalda og hættan á eignaupptöku, fælir erlenda fjárfesta frá. Þau Íslensku fyrirtæki sem eru með reksturinn í lagi, eru búinn að endurfjármagna sig, með erlendu lánsfé. 8% atvinnuleysi er ekki Icesave að kenna, heldur handónýtri efnahagsstjórn og vinstrigrænni-stefnu sem stöðvar flestar framkvæmdir.

Sævar H. (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 16:10

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sævar sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig sviðna jörð. Fleiri þúsund manns mistu atvinnuna vegna getuleysis sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn einblínir á stóriðju þótt að það sé búið margoft að sýna fram á að hún skapar sárafá störf. Mig minnir að um 1% starfa á Íslandi séu í stóriðju.

Smábátaútgerð skapar hins vega mikla atvinnu. Svo og störf í annarri matvælaframleiðslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2011 kl. 23:30

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jakobína - það þarf MJÖG yfirgripsmikla vanþekkingu og pólitíkst ofstæki til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem þú setur fram í fyrstu setningu þinni hér að ofan om Sjálfstæðisflokkinn.

Sú staðreynd að hópur glæpamanna náði að sölsa undir sig með blekkingum og falsi gífurlegar fjárhæðir fyrir alþjóðlegt bankahrun hefur ekkert með einhvern flokk eða flokka að gera.

Sennilega lýsti bandaríkjaforseti þessu betur en aðrir - ÞETTA HÓFST MEÐ ÞVÍ AÐ HÚSNÆÐISKAUPENDUR Í FLORIDA GÁTU EKKI STAÐIÐ Í SKILUM OG LAUK MEÐ EFNAHAGSHRUNI Á ÍSLANDI- .

Þið sem hafið sjóndeildarhring maursins fyllið hóp VG liða sem berjist á móti öllu sem til framfara má horfa.  Sjálfstæðisflokkurinn vill vissulega stóriðju - SEM OG NÝSKÖPUN Í ATVINNULÍFINU - LÍTIL OG MEÐALSTÓR FYRIRTÆKI FÁI AÐ BLÓMSTRA - ÞAU ÞURFA EKKI AÐ STANDA Á SÖMU LÓÐUM OG ÆTLAÐAR ERU UNDIR T.D. ÁLVER. ÞAÐ ER NÓG AF ÖÐRUM LÓÐUM OG TÆKIFÆRUM - ÁSAMT STÓRIÐJU.

Smábátaútgerð á vissulega fullan rétt á sér - og Jakobína - hafir þú starfað á slíku atvinnutæki þá ættir þú að vita að enginn smábátur rær á lóðum álvera né annarsstaðar uppi á landi. Smábátar - sem og önnur veiðiskip sigla á sjónum. Nóg pláss næg tækifæri.

Farðu nú að horfa á heilarmyndina og aflaðu þér réttra upplýsinga áður en þú setur meira fram af rökleysum og pólitísku ofstæki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.2.2011 kl. 08:13

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur Ingi það var sjálfstæðisflokkurinn sem færði bankanna í hendurnar á glæpamönnum. Það veist þú eins vel og ég.

Nei Ólafur Ingi á Íslandi hófst það með því að sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur færðu bankanna í hendur gæpagengi.

Stóriðja færir þjóðarbúinn ekkert. Alþjóðafyrirtækin koma sér hjá því að greiða skatta, þau eru ekki mannfrek (taka u.þ.b.1% mannaflans), þau flytja allan arðinn úr landi auk þess sem þau færa áhættunna af starfseminni yfir á aðra orkunotendur.

Virkjanaframkvæmdir og stóriðja auk kvótastefnu sjálfstæðisflokksins og draumóra um að verða nafli alheimsins í fjármálavafningum drápu niður margbreytileika í íslensku atvinnulífi.

Vissulega eru bæði samfylking og VG ömurlega hugmyndasnauð og löt við að taka á atvinnumálum en sjálfstæðisflokkurinn er ekkert skárri. Hann dreymir um það eitt að selja auðlindirnar í von um meiri mútur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2011 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband