Réttarríkið á Íslandi endanlega hrunið

Spekingar hafa stigið fram og lýst því yfir að Dómur hæstaréttar standist ekki. Vissulega ber ég blendnar tilfinningar til hæstarétts eftir meðferð sjálfstæðisflokksins á honum. Það breytir því ekki að þegar menn eru farnir að segja að dómarnir séu svo lélegir að ekki þurfi að hlýta þeim þá er réttarríkið endanlega hrunið.

Ef hæstiréttur er lélegur þá þarf að breyta honum en ekki að vaða um eins og hæstaréttardómar skipti engu máli. Spurningin er geta nú bara allir hunsað hæstaréttardóma vegna þess að það sitja hálfvitar í hæstarétti.

Ég er hins vegar að nokkru leyti sammála hæstarétti. Ég tel að við séum komin út á hálann ís þegar farið er að setja atkvæðaseðlanna í ómerkta pappakassa og engir fulltrúar frambjóðenda taka þátt í eftirliti.

 Er það framtíðin sem við viljum sjá. Litlar kröfur um öryggi við kosningar.

Rök spekingins sem kom í Silfur Egils og tjáði sig um rökin í hæstaréttardómi um kosningar til stjórnlagaþings  halda ekki vatni.

Hann valdi úr sumt en leit fram hjá öðru í röksemdarfærslum sínum. Hálfgerð forsmán hjá prófessor við Háskóla Íslands. 


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þennan pistil Jakobína.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 22:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála þér Jakobína.

Menn verða að gera greinarmun á stofnunum samfélagsins, og fólkinu sem það skipar.  Ég er ósáttur við núverandi alþingismenn, en ég vil skipta þeim út, en ekki Alþingi fyrir eitthvert annað stjórnarform.

Eins er það með Hæstarétt, maður getur verið sammála eða ósammála, hann er ekki óskeikull, en vilji maður aðra réttarhefð, þá þarf að setja lögin fyrst.  Alveg eins og Ólafur benti á, ef menn eru ósáttir við ákvörðun hans, þá breyta menn þeim ákvæðum stjórnarskráarinnar sem þeir eru ósáttir við.  

Og mér finnst það lýsandi fyrir málflutning margra Samfylkingarmanna, að þeir vilja bara leggja allt og alla niður sem eru ósammála þeim.  Minnir dálítið á eitthvað sem gerðist í fortíðinni.

Eiríkur Bergmann gjaldfeldi sig rosalega með því leggja til að Alþingi setti forsetann af.  Og mig minnir að hann hafi líka hjólað í Hæstarétt, viljað hundsa hann.

Og síðan vill hann að mark sé tekið á sér á stjórnlagaþinginu.  

Meikar engan sens.

En takk fyrir góðan pistil, hann er mjög þarfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband