Björgólfsarmur Samfylkingarinnar styrkir skjaldlborgina um sinn mann

Samfylkingin hefur farið mjúkum höndum um Landsbankann frá hruni. Össur Skarphéðinsson og Katrín Júlíusdóttir vildu að Björgólfur Thor fengi skattaívilnanir fyrir gagnaver. 

Stöð tvö greindi frá því að það væri búið að rekja ferli fjármagns í Landsbankanum en því er haldið leyndu fyrir þeim sem samfylkingin vill að styrki Björgólfsfeðga.

Ákvæði sem kveður á um að Ríkisstjórnin skuli þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana var fellt út í nýju lögunum.

Já það fer varla á milli mála hvar tryggð samfylkingarinnar liggur. Ekki hjá þjóðinni. 


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakobína, þetta er mjög alvarlegur trúnaðarbrestur gagnvart almennum borgurum sem í einfeldni sinni og trúgirni héldu að þeir væru að kjósa "jafnaðarmenn". ekki lugu þeir og afvegaleiddu mig í síðustu alþingiskosningum, en ég kaus þingmenn BH á þing (þingmenn Hreyfingarinnar núna). en ansi marga hafa þeir nú teymt á asnaeyrunum og niðurlægt. samfylkingarmenn og konur  falla úr háum söðli og ansi leggjast þeir áfram lágt, fyrir nokkrar krónur í lófann (heppnir þó að þurfa ekki að opinbera múturnar í dag, þökk sé nýjum lögum fjórflokksins um fjármál stjórnmálaflokka !).

Hvað fékk Össur Skarphéðinsson líffæðingur og ráðherra annars marga tugi milljóna út úr SPRON "viðskiptum" sínum ? Er nokkur möguleiki á að sumir hér á landi "jafnari" en aðrir

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:05

2 identicon

Það var ekki bara Össur sem snapaði milljónir út,einnig Árni Þór Sigurðsson.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband