Æ æ frekar hallærislegt

Eina huggunin var þegar allt hrundi haustið 2008 var að nú yrðu kannski einhverjar breytingar í íslenskum stjórnmálum. Það sýnir sig hins vegar að stjórnmálamönnum er fyrirmunað að brjótast út úr gömlum venjum sem einkennast af lágkúru og óvirðingu við vönduð vinnubrögð.

Ég minnist samtals sem ég átti við breskan prófessor sem var í þeirri stöðu að þurfa að ráða stórann hóp fólks til starfa í nýrri deild. Ég spurði hann hvað honum fyndist reyna mest á við þessar mannaráðningar. Jú svaraði hann mér finnst mikilvægt að velja hæfasta fólkið og láta ekki glepjast af því hverja mér líkar best við.

Það er skylda þeirra sem ráða fólk til starfa að velja hæfasta fólkið. Skattgreiðendur eiga heimtingu á því að að störfum sé fólk sem lamast ekki undir álagi og ráði við flókin verkefni.

Íslenskir stjórnmálamenn og stjórnendur eru hrokafullir og haga sér eins og að þeir séu að höndla með eigin fjármuni en ekki fjármuni skattgreiðenda. Stundum þegar ég sé þetta fólk birtast á skjánum og horfa framan í þjóðina án þess að blikka fyllist ég meðaumkun með þessu fólki sem hefur svo lítinn skilning á eigin vangetu og hversu skaðlegt það er venjulegu fólki á Íslandi.


mbl.is Tólf ráðnir án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt dæmi af einni undirstofnun menntamálaráðherra sem sagði upp einum reindum starfsmanni í hagræðingarskyni en er nú búin að ráða tvo í staðinn!!! Þarf af amk. annan beintengdan Samfylkingunni!!!

Púkinn (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband