Ríkisstjórnin hugsar um markaði en ekki almenna velmegun

Heilsa almennings og menntun veldur Alþjóðagjaldeyrissjóðunum ekki áhyggjum. Meginstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að tryggja aðgang alþjóðafyrirtækja að auðlindum landa og lágmarka þann arð sem alþjóðafyrirtæki skilja eftir í viðkomandi löndum.

Ferill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur verið sorgarsaga fyrir íslenskan almenning. ALLAR ríkisstjórnir sem setið hafa frá 1990 hafa hlýtt ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samskipti ríkisstjórna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ganga út á að selja velferð almennings gegn skjaldborg um þær valdablokkir og viðskiptakjarna sem styðja viðkomandi ríkisstjórn. Hjá fyrri ríkisstjórnum gilti að verja einokunarstefnu og feudalisma sem tryggður var í löggjöf og lélegu eftirlitskerfi ásamt spilltu dómskerfi. Hjá núverandi ríkisstjórn gildir að verja viðskiptakjarna sem vilja komast með fjármuni sem skotið var undan fyrir hrun í skattaskjól á Íslandi og koma auðlindarentunni á örugga reikninga erlendis.

Meðan þetta fer fram eru leikskólar og grunnskólar skornir niður. Sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni á í vök að verjast. Stjórnmálamenningin á Íslandi hefur ekki lagast frá hruni. Börnum og gamalmennum er fórnað fyrir græðgina og hræðsluáróður er viðvarandi menntastefna ríkisstjórnarinnar.

 


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AGS vinnur í bakgrunninum. Hrægamarnir bíða enn handan við hornið. Búið er að stela úr öllum sjóðum hér á landi með hörmulegum afleiðingum fyrir land og þjóð. "Stela" sbr. þjófnað ! Erlent skúffufélag, ME, er búið að setja klær sínar í orkuauðlindir Íslands í skjóli vanhæfrar ríkisstjórnar og spillingar. Það sem ég óttast er að við munum horfa upp á það að auðlindir þjóðarinnar fari að öllu undir erlend yfirráð á næstu áratugum. Það er alveg öruggt í mínum huga að það mun ske ef að stjórnvöld hér á næstu árum eru ekki fókúseruð á að fyrirbyggja að slíkt gerist. Borgararnir verða að velja stjórnvöld sem bera almannahag fyrir brjósti !

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:24

2 identicon

Algjörlega sammála Hákoni  og finnst það svo sorglegt að fyrir þessu hefur almenningur ekki opnað augum  En meðal annars þess vegna verðum við að segja NEI ,NEI  við Icesave   OG EG VILDI ÓSKA AÐ FÓLK SKILDI ÞAÐ !!!

ransy (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það þarf að virkja auðlindirnar okkar til að skapa atvinnu. VG hefur bannað helguvík, bakka, verne hodling, gagnaver í rvk, einkasjúkrahús og ECA verkefnið m.a

Á meðan VG er við völd þá mun ekkert gerast. Enda fjárfesting aldrei lægri en síðan á sjöunda áratugnum... og minnst hagvöxtur frá upphafi.... allt VG að kenna... ekki AGS.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband