Svar til Jóhönnu Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sent úr bréf þar sem hún lýsir yfir:
Á dauða mínum átti ég von frekar en því að einhverjir kæmust að þeirri niðurstöðu að ég hefði brotið jafnréttislög. 
Ég hef svarað þessu bréfi:
Sæl Jóhanna
Bréf þitt speglar skilningsleysi þitt á inntaki mannréttinda og skilningsleysi þitt á ábyrgð þinni sem stjórnmálamaður. Frelsi kvenna byggist á tvennu. Að þær hafi jöfn tækifæri til starfsframa og karlar og að stjórnsýsla og stjórnmál séu skipuð konum jafnt sem körlum þannig að stjórnvaldsákvarðanir spegli að jöfnu sjónarmið kynjanna.
Það er fremur lítilmannlegt að ýta ábyrgðinni yfir á ráðgjafa. Þú hefur í gegn um tíðina talað til þeirra og leitað eftir styrk fyrir þitt umboð hjá þeim sem berjast fyrir kvenfrelsi og jöfnuði. Þess vegna eru svik þín við þessa málaflokka alvarleg.
Ég er fullviss um það að iðrun þín liggi ekki í því að hafa brotið jafnréttislög heldur því einu að þú komst ekki upp með það. Minningin um þig sem stjórnmálamann verður þér lítil upphefð -því miður.
Bestu kveðjur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

mbl.is Launamunur kynjanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brot s.k. "vinstri manna" sem nú hafa völdin gegn alþýðu Íslands eru augljós; er alvarlegust af öllum þeim brotum sem tengjast Hruninu og úrvinnslu þess. Brotin varða að grunni til alvarleg svik við gefin loforð og að hafa ekki haft þor, getu og vilja til að mæta augljósum væntingum og þörfum almennra borgara á ögurstundu. Þannig er það bara.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband