Komnir brestir í skjaldborgina um Björgólf Thor

Það er augljóst að stjórnvöld hafa ætlað að afgreiða málefni Landsbankans með því að reisa skjaldborg um Björgólf Thor en láta skattgreiðendur borga Bretum og Hollendingum bætur vegna athæfis hans í Bretlandi og Hollandi.

Notuð eru öll rök hruntímabilsins til þess að hvítþvo strákinn. Hann notaði kennitölu gamla Landsbankans og kennitölu fyrirtækja sinna og þess vegna er hann ekki ábyrgur gjörða sinna vilja gáfumenn áframhópsins halda fram.

Þegar hann mútaði samfylkingunni notaði hann kennitölur fyrirtækja sinna til þess að koma fjármunum í vasa stjórnmálamanna.

Hann hreinsaði fjármuni út úr Landsbankanum til þess að fjármagna fyrirtækin sem fármögnuðu flokkana bæði sjálfstæðisflokk og samfylkingu.

Nei hópurinn um Icesave hefur ekki birt blaðaauglýsingar. Hvers vegna? Það er vegna þess að sá hópur fær ekki styrki frá fjármagnseigendum. Nei hópurinn er hópur alþýðunnar sem neitar að borga skaðann af fjárglæfrum einkaaðila í útlöndum.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeim er lífsnauðsynlegt að auglýsa, því jámenn þeirra eru að þagna einn af öðrum þegar þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir jái sínu.  Það var allt reynt fyrst að við værum skuldbundinn til að borga þetta, svo kom í ljós að það var ekki skuld heldur ólögvarin krafa, þá var sagt að okkur bæri siðferðileg skylda til að greiða, svo kom í ljós að breskir og hollenskir neytendur fengu greitt upp í topp, án samráðs við íslendinga, svo þá var úti um siðferðilegu hliðina, svona hafa þeir hrakist frá einni sannfæringunni yfir í aðra, og nú er ekkert eftir nema reyna að segja að við séum svo heimsk eða höfum ekki ferðast neitt til útlanda, séum á sömu hundaþúfunni og ég veit ekki hvað.  Málið er að ég hef rætt við marga erlendis bæði í Austurríki, Þýskalandi og Danmörku og þar er bullandi óánæga með ESB og fólk er á okkar bandi í Icesave.  Ég skil bara ekki þennan endalausa hræðsluáróður um að borga, hvað er sem hangir á þeirri spýtu.  Það skyldi þó ekki vera að þeir hafi nú þegar samið við breta og hollendinga um að Icescave yrði samþykkt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Forysta stjórnmálaflokkanna er svo veruleikafirrt að henni væri vel trúandi til þess að semja um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.3.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já henni er trúandi til alls. En við höfum reyndar forsetan okkar, sem gæti stoppað einhverja vitleysu af. Þess vegna vill fólk sem er svona sinnað losna við hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 13:28

4 identicon

evrópusambandið er hrætt um að missa þjóðina því þjóðinn er sú sem heldur uppi kapitalismanum

kristján loftur bjarnason (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 14:26

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Mörg höfum við góð ráð tl að koma þessum rökleysum þeirra á framfæri. Þess vegna verðum við að hittast. Ekki að þessar færslur hér eru frábærar og innhringingar á útv.Sögu, síðan þættir Ingva Hrafns á Inn. Ég held að þessar stöðvar nái ekki vestur og austur á land.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2011 kl. 22:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

INN næst alla vega hingað vestur, og Útvarp saga gegnum tölvuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2011 kl. 09:20

7 Smámynd: Dagný

Ungt fólk kýs sér aðrar sjón- og útvarpsstöðvar en ÍNN og Sögu. Best er að ná til þeirra á vefmiðlum eða FM957 - en æ - sú stöð er í eigu 365 miðla svo ekki gengur það

Dagný, 30.3.2011 kl. 09:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi gerist eitthvað áður en kosningar fara fram sem opinbera sannleikan um hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á jáið af stjórnvöldum og ríkisbubbunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband