Haga sér eins og ruddar

Aðför LÍÚ og SA að stjórnvöldum er ruddaleg og vekur spurningar um hvað sé eðlilegt í samskiptum þrýstihópa við stjórnvöld.

Ef stjórnvöld láta undan LÍÚ og SA eru þau ekki vaxin sínu hlutvelli.

Þau sem skipa ríkisstjórn og Alþingi eru kosin til þess á grundvelli stefnu og loforða. Kjósendur eiga heimtingu á því að stjórnvöld geti starfað óráreitt af ruddum sem halda launþegum í gíslingu.


mbl.is Ólga verði gerðir eins árs samningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem vinnum í fiskvinnslu eigum líka rétt á að fá að vita hver stefna ríkistjórnarinnar er í sjávarútvegsmálum þar sem það skiftir fyrtækin sem við vinnum hjá öllu.

Og fyrirtækin verða að taka kvótaverð eða auðlindagjald með í dæmið þegar er verið að semja um launinn.

Gísli Einars. (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúlega mikið af fólki sem skilur ekki út á hvað atvinnurekstur gengur.Fyrningaleið sem gerði það að verkum að aflaheimildir mundu skerðast um 15-20 % árlega,mundi leggja flest sjávarútvegsfyrirtæki í rúst, geta þau gert ábyrga samninga við sitt fólk með það hangandi yfir sér ?

Ragnar Gunnlaugsson, 1.4.2011 kl. 20:06

3 identicon

Hvorki Líú eða Sa hafa pólitískt umboð frá almenningi eða kjósendum. Þessi samtök notfæra sér stöðu sína og reyna að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Líú er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í landinu en hefur ekkert umboð til þess. Í kraftivaldsins sem felst í mikilvægi greinarinnar ætla samtökin að beygja stjórnvöld. Ef það gerist er það jafngildi þess að Alþingi hafi verið lagt niður. Í hruninu hvarf eigið fé sjávarútvegsins. Hrun krónunnar, glórulaus kvótakaup ogerlend lántaka sáu til þess. Lágt gengi krónunnar hentar sjávarútvegi hins vegar vel og hann hefur skilað miklum hagnaði þrjú ár í röð. Eiginfjárstaðan hefur batnað talsvert. Fiskistofnarnir og sjávarauðlindirnr eru hins vegar mál allrar þjóðarinnar en alls ekki lítillar klíku í Líú.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Hvernig stendur á því, að hann Gylfi Arnbjörnsson er ekkert að standa sig. Af hverju í ósköpunum krefst maðurinn ekki, að persónuafslátturinn verði hækkaður svo um munar????

Ingunn Guðnadóttir, 1.4.2011 kl. 22:12

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gylfi Arnbjörnsson virðist eiga meiri samleið með Vilhjálmi Egilssyni en launþegum þessa lands.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2011 kl. 22:54

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Búsældarlegt væri á Íslandi fengi almeningur að stunda frjálsar

handfæraveiðar, er leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, í friði fyrir þessum mönnum!

FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota þjóðar, nýtum fiskimiðin

á sjálfbærann hátt, ekki eins og í dag, er miðin gefa aðeins lítið brot af eðlilegum afla!

Aðalsteinn Agnarsson, 2.4.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband