Láglaunasvæðið Ísland

Búið er að byggja upp kerfi og lagaumhverfi á Íslandi sem tryggir það að verðmætin renna að mestu í vasa 5% þjóðarinnar. Þetta hefur greinilega ekki verið gert með samþykki almennings því í hverri könnun sem lögð hefur verið fyrir almenning vill um 90% þjóðarinnar jöfn kjör.

Kerfið sem hefur verið skapað til þess að beina öllu fjármagni til þröngs hluta þjóðarinnar hefur einnig þann ágalla að það stöðvar vöxt og viðgang atvinnulífsins þvert á það sem málpípur "aðilanna" halda fram.

Nú ætla Jóhanna og Steingrímur að búa til velferðarsamfélag úr engu. Þau leggja til að fjármunir verði færðir úr vinstri vasa launþega í þann hægri og kalla það velferðaraukningu. 


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Búið er að byggja upp kerfi og lagaumhverfi á Íslandi sem tryggir það að verðmætin renna að mestu í vasa 5% þjóðarinnar." - Og helsta undirstaða þessa kerfis, besta vopn gegn almenningi og auðveldasta leiðin til að stýra flæði verðmætanna er "Íslenska Krónan".

Á meðan almenningur telur lífshamingju sína fólgna í því að standa utan við samtök sem hafa hvað öflugustu almannaréttar og neytendavernd í heimi. Á meðan almenningur tekur rómantískar hugmyndir um eigin gjaldmiðil framyfir hag heimilanna. Á meðan almenningur heldur að einangrun sé sjálfstæði og að skrýlræði sé lýðræði. Þá breytist ekkert. Þeir sem hagnast mest á breytingunum segjast vilja breytingar en berjast síðan gegn öllum breytingum.

sigkja (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: GunniS

flott grein. hér breytist ekkert nema það verði hreinsað algerlega út af alþingi og janvel fengið fólk utan úr heimi til að stjórna. 

 en sigkja. ég á mér ekki rómantíska hugmyndir um krónuna og veit að það er til almenningur sem er marg oft búin að benda alþingi á þörf fyrir að taka upp annan gjaldmiðil. en það koma alltaf svör frá alÞingi að það sé ekki á dagskrá á næstunni. 

GunniS, 8.5.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband