Enn verið að moka út skítnum

c_documents_and_settings_administrator_desktop_my_pictures_dabbi.jpg

Vissulega er það ósanngjarnt að hinn dagsfarsprúði Geir Haarde skuli vera dreginn fyrir Landsdóm fyrir að þrífa upp skítinn eftir fyrirrennara sína. Þótt að í málinu felist ósanngirni er þetta nú samt fullkomlega réttmætt.

Geir tók að sér vitandi vits við þessu búi, hann var einnig flæktur í það sem á undan kom, þ.e.a.s. einkavæðingu bankanna sem þarf vissulega að rannsaka.

En Geir tók að sér að þrífa upp skítinn og nú situr hann uppi með skítuga tuskuna í fanginu. Valið hefur staðið á milli þess að láta honum eftir tuskuna eða að fleygja henni skítugri framan í almenning. 


mbl.is Neyðarlögin urðu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða "skít" ertu að tala um? Einkavæðingu bankanna?

Hvaða banki fór fyrst á hausinn? Hvenær var hann einkavæddur?

Kalli (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:23

2 identicon

Það þarf aðeins eitt orð til að lýsa Dabba, Geir Haarde og náhirðinni eins og hún leggur sig: Vanhæfni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:38

3 identicon

Og hver var þá svona gífurlega hæfur á þessum tíma? Ingibjörg Sólrún? Jón Ásgeir? Alister Darling?

Skipið sökk og þú öskrar á farþegana.

Kalli (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 17:40

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála Hannesi Hólmstein þegar hann gefur í skyn að það er þrælslundin sem einkennir sjálfstæðismenn. En Hannes sagði að vinstrimenn væru þeir sem hugsuðu um pólitík en hægrimenn væru þeir sem fylgdu leiðtoganum.

Það þarf sérlega þrælslund til þess að afneita ábyrgð forystu sjálfstæðismanna í hruni efnahagskerfisins. 

Það var stærð íslensku bankanna en ekki atburðir í Ameríku sem setti efnahagskerfið á hausinn. Stjórnvöld á þessu tímabili báru og bera ábyrgð á þessu.

Enda er það eina sem þeir geta notað sér til varnar er heimska. Ég vissi ekkert, ég gat ekkert o.s.frv.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2012 kl. 18:23

5 identicon

Hægri menn, vinstri menn og Hagsmunasamtök heimilanna virðast sammála um að Gunnar Andersen hafi verið meinsemdin í þjóðlífinu. Nú ætti að vænkast hagur Strympu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 18:48

6 identicon

Jakobína,

Hvað áttu við með "stjórnvöld á þessu tímabili báru og bera ábyrgð á þessu?"

Ríkissjóður fór ekki á hausinn. Einkabankarnir fóru á hausinn. Ríkið ber ekki ábyrgð á fjármálum einkabanka.

Þú ert gjörn á að setja hægri menn undir einn hatt leyfðu mér þá að gera það sama við ykkur vinstri menn: Þið haldið að stjórnvöld beri ábyrgð á öllu því sem gerist.

Fyrst að þú vilt þá álasa ríkisstjórninni fyrir eigna- og lausafjárvanda einkafyrirtækja er þá ekki eðlilegt að þú krefjist þess að Jóhanna segi af sér vegna iðnaðarsaltsins sem var selt hérna á Íslandi? Að við höfum verið að neyta salts sem er flokkað til iðnaðarframleiðslu er stóralvarlegt mál, sama hvað einkafyrirtækið Ölgerðin segir. Er ekki eðlilegast að Jóhanna taki þetta á sig og segi af sér? Eru ekki eftirlitsstofnanirnar á hennar ábyrgðar?

Þetta virkar langsótt en þannig er einfaldlega röksemdafærsla þín þegar kemur að ábyrgð ríkisstjórnar lands vegna gjaldþrots einkafyrirtækja.

Kalli (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 19:23

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kynntu þér betur hagfræði og skoðaðu gögn Seðlabankans haustið 2008. Hvers vegna heldur þú að það hafi verið tekin lán upp á þúsund milljaðr í erlendri mynt árið 2009.

Ríkið ber ábyrgð á því lagaumhverfi sem bankarnir störfuðu í. Bankarnir þurftu leyfi ríkisstjórnarinnar til þess að opna útibú erlendir (Icesave). 

Sá ráðherra sem hafði eftirlit með matvælaiðnaði þegar iðnaðarsaltsmálið kom upp áttið að reka embættismanninn og jafnvel að segja af sér. 

Það er einfaldlega þannig að ráðherrar bera ábyrgð á þeim stofnunum sem undir þá heyra og ef þeir eru ekki þess megnugir að tryggja það að þeir sinni sínu hlutverki eiga þeir að segja af sér.

Munurinn á sjálfstæðismönnum og öðru fólki er að þrælslundin villir þeim svo sýn að þeir verja glæpi forystu flokksins fram í rauðann dauðann og éta hvað sem er fyrir hana. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2012 kl. 20:18

8 identicon

Okei

Þannig að eftir situr gott fólk, spurningin hver á skipið og hver smíðaði það ...?

Við innbyrgtum seiði er hét ees-samningurinn, seiði sem var okkar ógeðisdrykkur, það er heildarmyndin.

Við erum sjálfstæð þjóð og höfum sýnt að við megum vinna við vandann samkvæmt Íslenskum lögum, enda Sjálfstæð þjóð með sjálfsákvörðunar rétt á úrvinnslu okkar mála í huga með hagsmuni Íslenskra þegna í huga, sbr. neyðarlögin. Þessi réttur var samþykktur pólitískt séð með samþykki alþjóða samfélagsins á því að við værum sjálfstæð þjóð. 17 júní, 1944.

Það gefur okkur sem ríki rétt á því að iðka hér Íslenskt lagakerfi við alþjóðlegum fjármálavanda, sbr. gengislánadóminn.

og svo vonandi síðar meir verðtryggingardóminn sem verður felldur neytanda í hag enda bersýnilega hallar óeðlilega á annan samningsaðilann, félega séð, með sanngirnissjónarmið í huga eins og stendur í Stjórnarskrá, allir eiga rétt til lífs, og því með því sem menn vinna sér inn fyrir í samanröknu eigið fé með vinnu og kaupir síðan lán með íbúð, að þá er líka þá þegar búið að mynda eignarrétt samkvæmt Íslenskri Stjórnarskrá ..

Bestu kveðjur og þakka lesturinn.

ps.

En spillt Alþingi sem þarf að hreinsa út af fólki með öllu,

og fá alveg nýtt fólk í staðinn og við síðan drögum út fólk sem síðan fær að velja sér fimm einstaklinga aðstoðarteymi til ráðgjafar með milljón á mánuði .. og við erum þá búin að búa til alveg eins stjórnmálakerfi og við búum við í dag.

Af því að það gæti verið að síðan hafi einhver millinn með brigsl í huga borgað einum af þessum ráðgjöfum sautján milljónir fyrir ákveðið sjónarmið og síðan atkvæði í einhverju máli ... síðan hafi kannski einhver annar borgað þessum sama manni átta tíu og sjö milljónir fyrir eitthvert álit ásamt því að borga fullt af öðrum ráðgjöfum bara á öðrum vængi, líka fullt af peningum... fyrir sín álit og atkvæði. Svona er þetta, en hver er þá vandinn, manneskjan eða stundum,

því miður, einhver geðveikisviðbrögð manneskjunar við vændi peninga.

Vonandi skilduð þið þetta.

en hver er þá lausnin.

landvættur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:15

9 identicon

og takið eftir því að ég talaði einu sinni ekki um Icesave...

og allan þann skandal sem þar var unnin.

Magnað.

Dúndurkveðjur.

landvættur (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 21:18

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það. það þarf að sópa út úr þinginu og koma nýjum stjórnmálaöflum að. Skrípaleikurinn sem er í gangi núna skrifast alfarið á þá sem hafa verið við völd síðustu tvo áratugina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2012 kl. 21:47

11 Smámynd: Árni Halldórsson

Það er svo undarlegt við pólitíkina að þar virðist bannað að læra af eigin mistökum.

Árni Halldórsson, 6.3.2012 kl. 22:58

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einmitt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband