Forsetinn tekur stöðu með auðvaldinu

Forsetinn hefur nú glatað trausti mínu og sjálfsagt margra annarra með framgöngu sinni í þessu máli.

Fyrir hrun ferðaðist hann um með útrásarvíkingum og veitti þeim fálkaorður og hélt heimskulegarbilde_1208007.jpg ræður um íslensku snilldina.

Margir héldu kannski að hann hefði lært eitthvað á þeirri forsögu enda fékk hann viðurnefni "klappstýra útrásarinnar". 

Vissulega hefur hann í dag áunnið sér endurupptöku á slíkri nafnbót en hann ásamt sjálfstæðisflokknum ganga nú gegn vilja 70% þjóðarinnar til þess að mylja undir fámennan hóp auðkýfinga.

Ísak sýnir nokkurn heigulshátt þegar hann segir að nú sé ekki hægt að gera neitt meira. Víst getum við gert meira og þessi málflutningur er alls ekki boðskapur þjóðarinnar. Þjóðin hefur sýnt að hún hefur dug til að reka menn frá völdum. Hún hefur gert það og hún getur gert það aftur. 

 Forsetinn segir að það þurfi víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki nýskipan heldur er komin reynsla á þær. Það hafa verið víðtækar umræður og það er afar breiður þjóðarvilji um að þetta mál fari í þjóðaratkvæði. Skoðanakannanir sýna að 70% eru á því máli og það verður ekki kallað annað en breiður þjóðarvilji.

Þessi forheimskandi ummæli forsetans eru honum til skammar. 

Spilling ríkisstjórnarinnar sem tekur þrjátíu milljónir fyrir að gefa fámennum hóp milljarða af þjóðareigninni og skapar með stefnu sinni óréttlæti er henni til skammar.

Næsta skref í þessu máli er að virkja fólk. Það verður varla erfitt þegar kosningasvikin fara að hrannast upp og þrengt verður að almenningi í næstu fjárlögum. 

 


mbl.is Segir forsetann skorta hugrekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Það sem Jakobína segir um þetta, segir mér að hún viti ekkert um hvað málið snýst.

Herbert Guðmundsson, 9.7.2013 kl. 18:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vilt þú þá ekki útskýra fyrir mér Herbert Guðmundsson um hvað málið snýst?

Eða veistu það kannski ekki sjálfur?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 18:24

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Málið er einfalt það snýst um það hvort að þjóðin eigi að fá að segja álit sitt á máli sem hefur verið bitbein í áratugi.

Niðurstaðan sýnir fyrst og fremst að hvorki sjálfstæðisflokkurinn né LÍÚ þora að leggja þennan sóðarskap í dóm þjóðarinnar. Ég get heldur ekki dregið aðra ályktun en að forsetinn sé pólitískt spilltur. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 18:27

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jakobína, Því miður þá var forsenda undirskriftarinnar röng og gat ekki annað en leitt til þessarar niðurstöðu.  Ég til dæmis skrifaði ekki undir því mér finnst þessi auðlindaskattur heimskulegur og þó mér finnist lækkunin fáránleg þá er ég ekki tilbúinn ap styðja útfærslu fyrri ríkisstjórnar eins og undirskriftasafnararnir lögðu til.

Það þarf einfaldlega að efna til annarrar undirskriftar og krefjast þjóðaratkvæðis um fiskveiðikerfið.

Spyrja mætti hvort menn vilja:
A. Óbreytt kerfi og óbreytta fiskveiðiráðgjöf  eða
B. Sóknarmark og stórauknar veiðiheimildir sem innheimt yrði af hráefnisgjald sem hlutfall af verðmæti upp úr sjó í stað auðlindarentu

 Ljóst er að þjóðin er að láta fjórflokkinn hafa sig að fífli í þessu máli.  Þjóðin vill ekki að stjórnmálaelítan sé að útdeila þessum gæðum til örfárra vildarvina án endurgjalds en áttar sig ekki á að auðlindarentukjaftæðið tryggir völd fjórflokksins til að ráðskast með þessar eigur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2013 kl. 18:58

5 identicon

Tölunni á þessum gjöldum er hægt að endurskoða og breyta eftir eitt ár, þetta eru ekki óafturkræft eða það mikilvægt að forseti eigi að skipta sér af. Stjórnarandstaðan getur ekki notað Forsetan sem tæki gegn ríkisstjórninni eins og þeir eru að reyna að gera núna, grafa undan Forseta og Ríkisstjórn. Ef vinstrimenn komast í stjórn aftur þá er auðvelt fyrir þá að breyta þessu.

Kári (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 18:59

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það var ekki stjórnarandstaðan sem blés til þessarar undirskriftasöfnunnar Kári.

Ég get tekið undir það að heildarskoðun á málinu væri heppilegri Jóhannes Laxdal. Ég myndi vilja sjá þessa innheimtu vandaða og taka tillit til þeirra sem sannanlega hafa þurft að kaupa sig inn í greinina. 

Ég sé ekki hvernig það að kalla þetta auðlindarentu færir ríkinu sérstakt vald í þessu máli.

Ég væri hlynt því að þetta auðlindagjald væri innheimt og tékki sendur í pósti til þeirra sem teljast til þjóðarinnar. Það fyrirkomulag þekkist og það samrýmist hugtakinu þjóðareign.

Meðan þetta heitir þjóðareign þá eru stjórnvöld að stela þessu af þjóðinni hvort sem það er gert með því að gefa útvöldum sem eru valdir á grundvelli ójafnræðis milljarða á ári eða með því að setja þessa fjármuni í gæluverkefni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 19:18

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. auðlindarenta er einfaldlega sú verðmætasköpun sem verður til þegar auðlindinni er breytt í verðmæti sem er hægt að koma í verð.

Þetta þýðir þegar búið er að draga fiskinn úr sjónum þá hefur hann umbreyst úr því að vera auðlind og í það að vera verðmæti. Hann verður við það forsenda lífsgæðaaukningar fyrir einhverja og það sem styrinn stendur um er: fyrir hverja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 19:23

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Með því að skilgreina fiskinn í sjónum sem auðlind og útfæra innheimtukerfi til að rukka skatt af umframhagnaði ársins á undan býður upp á ómælda spillingu Jakobína.  Pólitíkusar tryggja einmitt völd sín helst í gegnum innheimtu skatta og ráðstöfun þessara tekna í formi alls konar niðurgreiðslu og almannaþjónustu.  Þetta sést best í því að fjárlögin eru viðamesta þingmál hvers árs.

Fiskveiðar eiga að vera frumbyggjaréttur hvers strandveiðimanns sem vill gera þær að lifibrauði.  Fiskurinn er hlunnindi en ekki auðlind. Fiskurinn er miklu háðari umhverfibreytingum heldur en veiðum mannsins.  Þess vegna eigum við að veiða eins og "haglendið" bíður upp á hverju sinni. Við getum litið til sögunnar og séð að sjórinn í kringum Ísland á að skila af sér 400-500 þúsund tonna jafnstöðuafla án áhættu.  Þetta er það magn sem lífríkið getur framleitt ánþess að ganga á stofnana.  Núna er verið að leifa veiðar á 200 þúsund tonnum.  Þetta er galin fiskveiðiráðgjöf og veldur margfalt meiri tekjusamdrætti heldur en þessi 10 milljarða skattur sem verið er að rífast um.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2013 kl. 19:39

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef skrifað nokkra pistla þar sem ég hef notað hugtakið frumbyggjaréttur og birti eina slíka í Víkurfréttum fyrir nokkrum árum. Það er hræðilegur glæpur að hafa tekið þennan rétt af byggðarlögum.

Hugtakið auðlindarenta hefur ekkert með skatt eða skattainnheimtu  að gera. Mér finnst sjálfsagt að hluti af þeim verðmætum sem skapast þegar fiskurinn er dreginn úr sjónum sé sendur eigandanum, þ.e. þjóðinni. 

Hlunnindi eru auðvitað auðlind. auðlind og auðlindarenta eru hagfræðihugtök og það getur svo sem vel verið að yfirvöld séu búin að búa til einhverja annarlega merkingu um þetta eins og t.d. að þetta eigi að vera á þeirra valdi. En það er arfavvitlaus túlkun. 

Fiskurinn í sjónum hefur verið skilgreindur sem þjóðareign og þess vegna á rentan af honum að renna til þjóðarinnar. Orðið renta hefur allt aðra merkingu en orðið skattur. 

Það er engan vegin sjálfgefið að það eigi að innheimta rentuna sem skatt fyrir ríkið eða gefa ríkinu forræði yfir þessari rentu. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 19:52

10 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðlindarenta er ekkert annað en skattur! Og það gengur aðeins upp að innheimta svoleiðis skatt ef ríkið er rekstraraðilinn.

Það er rétt að auðlind er hagfræðihugtak, sem víkkað var út til að réttlæta gjafakvótann.  Auðlindir í mínum huga eru námur! Eitthvað sem er í eðli sínu takmarkað og ekki endurnýjanlegt.  Ég fellst ekki á að fiskurinn í sjónum sé slík auðlind.  Ekki frekar en farfuglarnir sem hér dvelja. Eða hvernig er hægt að hagnýta auðlind sem er á hreyfingu?  Til dæmis makríllinn.  Ef við notum auðlindarhugtakið um fiskinn þá megum við ekki nýta okkur makrílinn sem hingað kemur vegna þess að ESB og Noregur geratilkall til þessarar tegundar sem sínnar auðlindar.

En það er rétt að hafbeitin á ekki að vera endurgjaldslaus.  Þess vegna á útgerðin að greiða fyrir afnotin í formi hráefnisgjalds,  ekki sem hlutfall af umframhagnaði.

Þannig vil ég að útgerðin greiði í sameiginlegan sjóð miklu hærra gjald en nú er innheimt og þessi sjóður má ekki vera undir forræði pólitískra spillingargemlinga.  Miklu frekar á að eyrnamerkja féið til samfélagsverkefna á sviði grunnþjónustu og samgangna og minnka í staðinn þessa óhóflegu skattpíningu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2013 kl. 20:18

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skattur er skattur og renta er renta.

Aðlindir geta verið af ýmsum toga t.d. þekking. Varla fara þá yfirvöld að nota það sem afsökun fyrir því að innheimta þekkingarskatt.

Þekking er auðlind sem minnkar ekki þótt af henni sé tekið þannig að það er ekkert lögmál að auðlind minnki ef hún er nýtt. 

Fiskimiðin OKKAR eru okkar auðlind og okkur kemur ekkert við hvar fiskurinn var áður. Auðlindin markast af mörkum landhelginnar en ekki fiskitegundum. 

Það er talað um fiskinn sem þjóðareign og því á að senda eigendunum tékka á hverju ári sem þeir geta ráðstafað sjálfir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 21:50

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

P.S. á Íslandi er öllu stolið sem lendir í sjóðum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 21:51

13 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta þras er dæmigert þegar um hugtakarugling er að ræða. Hér þarf að skilgreina hvað átt er við með náttúruauðlindir og vera ekki að gjaldfella hugtakið með því að nota það um óskilda hluti. Það sem er okkur verðmætt er ekki sjálfkrafa auðlind!

Hugtakið þjóðareign hefur á sama hátt ekkert rétterfarslegt gildi.  Hér vantar skilgreiningu sem heldur vatni. Þegar þessu marklausa eignarréttarákvæði var bætt inn í fiskveiðistjórnarlögin þá var á sama tíma heimilað framsal aflaheimilda og þannig lögfestur eignarréttur kvótahafa yfir veiðiheimildunum. Þess vegna þarf að afnema lögin um stjórn fiskveiða og skerpa á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarréttinn.

Sjóðum er aðeins stolið ef þeir eru undir stjórn pólitískra fulltrúa.  Hér voru reknir sparisjóðir í áratugir án afskipta stjórnmálamanna og það gafst vel. En strax og pólitíkusar komust með puttana í þá voru þeir tæmdir innan frá.  Við þurfum að hafa kjark til að gera breytingar án þess að sökkva ofan í skotgrafir fjórflokksins. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2013 kl. 22:15

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikið til í þessu, forsetinn hefur lengi gengið í augu auðvaldsaflanna einkum sem tengjast Framsóknarflokknum.

Ekki skorti hugrekkið þegar Ólafur Ragnar hlýddi röddu Sigmundar Davíðs í Icesave málinu, einhverjum versta áróðursþvættingi sem sést hefur norðan Alpafjalla, ekki einu sinni, heldur tvívegis. Sú saga gengur að hani Pílatusar hafi meira að segja vaknað á efsta degi og galið hátt og snjallt enda tilefnið æríð, að svíkjast að þjóðinni.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.7.2013 kl. 22:23

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er ekki rétt hjá þér Jóhannes.

Auðlind er abstract hugtak og segir okkur hvað gildi tiltekið fyrirbæri hefur gagnvart samfélaginu eða einstaklingum. Auðlind er ekki verðmæti en þegar að maðurinn er búin að með einhverjum athöfnum að gera koma viðkomandi eða því sem felst í vinnsluhæft eða söluhæft form þá er það verðmæti. 

Fiskurinn í sjónum er auðlind en hefur ekkert gildi sem verðmæti fyrr en einhver finnur hann og nær honum upp úr sjónum.

Ef það er gull í jörðinni þá er það auðlind þótt engin viti um þetta gull. Þegar einhver finnur gullið og fer að vinna það þá verður það að verðmætum. 

Hugtakið þjóðareign getur haft réttarfarslegt gildi eins og hvað annað. Eign er óumdeilt hugtak og þjóð er óumdeilt hugtaka og það er undir dómstólum komið hvort þeir fari eftir orðanna hljóðan í lögum. 

Ég er annars alveg sammála því sem þú segir um eignaréttinn. Eiginlega ömurlegt að almenningur skuli vera svo vitlaus að kjósa þessa flokka. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 22:28

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

LÍÚ og sjálfstæðiflokkurinn er að reyna að festa þá hugmynd í sessi að landhelgi  Íslands sé einkahlutafélag sem skiptist í hluti samkvæmt eignahlutföllum. Einkaeign sem aðeins hinir nokkur hundruð eigendur hafi afnot af. Þetta er óeðsleg aðför gagnvart þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 22:53

17 identicon

Sæl Jakobína. Í mínum huga er málið ákaflega einfalt. Forseti Íslands (þjóðkjörinn) gekk í berhögg við vilja 70% (aukins meirihluta) þjóðarinnar og virti undirskriftalista 35 þúsund Íslendinga að vettugi.

Með þessum gerræðislega verknaði hefur forsetinn skapað gjá milli forseta og þjóðarinnar. Autokratinn ORG er holdgervingur gamla Íslands þegar hann fullyrðir forstokkaður að forseta beri engin skylda til að fara eftir vilja aukins meirihluta þjóðarinnar - það nægi að hann einn vilji ekki veita lögum brautargengi!

Niðurstaða mín er kristaltær: Ólafur Ragnar Grímsson hefur fyrirgert trausti þjóðarinnar. Hann verður að víkja tafarlaust af forsetastóli.

Vanhæfur forseti verður að víkja á sama hátt og vanhæf ríkisstjórn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:13

18 identicon

Ríkisstjórnin er nú varla vanhæf út á þetta.. Þetta var á stefnuskrá beggja flokka.. og sérstaklega annars þeirra, en hinn var líka með á stefnuskrá sinni endurskoðun á þessum málum.

Ríkisstjórnin er nýkjörin og hafði fullt umboð til að lagfæra þessi vandamál sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir sig.

Annars hefði verið algerlega fárárnlegt að hafna þessum lögum, bæði af fyrrgreindri ástæðu og einnig að fyrri lög gengu ekki upp, og að þessi lög eiga bara að gilda í eitt ár á meðan betri lagarammi er smíðaður..... þessi undirskriftasöfnun og áróður er út í hött.

stebbi (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:52

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það hefur ekki verið útskýrt hvernig þessi lög ganga ekki upp. Mjög líklegt að þetta sé bara bull frá LÍÚ sem kann ekki að nota kosnaðarhugtök rétt og ruglar með þætti sem skipta engu máli. Efast um að þetta lið kunni á tommustokk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 23:59

20 identicon

já. kannski þarf bara einhver að útskýra það fyrir þér.

Menn hafa þó verið sammála um að óbreytt veiðigjald ( gömlu lögin ) hefðu sett lítil og meðalstór fyrirtæki í mikinn vanda og án nokkurns vafa sett mörg þeirra á hausinn.

Steingrímur Joð hefur meira að segja viðurkennt það.

Annars er þessi heift og þessi reiði og árásir á og gegn þessari atvinnugrein afskaplega þreytandi.... og er tæplega vænleg til árangurs. Ísland er eitt mjög fárra ríkja sem er með sjálfbæran sjávarútveg.. þannig hefur það alls ekki alltaf verið... en væri ekki snjallt að halda því þannig áfram? Bakka með ofstækisfull lög og setja lög sem skilar góðri rentu en tryggir samt fjárfestingar og arðsemi í sjávarútvegi.

stebbi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 01:23

21 identicon

Ég skil ekki hvað menn eru að reyna sannfæra okkur um að taka "skatt" eða "leigu" af þessu er slæmt fyrir þjóðina?? Fiskurinn á að vera auðlynd þjóðarinnar, ekki fárra ríkra manna. Við græðum ekkert á því að hætta með þessa "leigu".

Ef við tökum engan "skatt" eða enga "leigu", þá fer þetta bara beint í vasann á nokkrum útvöldum. Þeir ráða ekkert fleira fólk í vinnu bara því þeir græða aðeins meira, það er bull og kjaftæði. Ég græði ekkert á því að gera auðmennina ríkari, þannig að af hverju ætti ég að styðja að afnema gjöld til ríkisins ... því einhver ílla rekin fyrirtæki fara á hausinn? Fiskurinn hverfur ekkert við það, það kemur maður í manns stað og hann verður veiddur.

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 01:51

22 Smámynd: K.H.S.

jakkobína reiknar á tommustokk. Þarf meira. Kanski kjafta eða glapastokk.

K.H.S., 10.7.2013 kl. 02:18

23 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stebbi, fyrirtæki sem þarf tíu milljarða gjöf frá ríkinu er ekki sjáfbært.

Ég hef ekki sé neitt um það að það séu fyrirtæki í vanda sem fá einkarétt á því að vaða í auðlindina án endurgjalds.

Það þarf að leysa vanda fyrirtækja án þess að setja upp eitthvað gjafabótakerfi yfir línuna. 

Það þættu léleg rök ef að þrír bakarar væru á hausnum og sett væri upp eitthvað gjafabótakerfi handa öllum bökurum. 

Ásókn útvegsmanna í ölmusu frá almenningi er þeim til skammar en það skiptir þá litlu máli ef það seðjar græðgina. 

Ákall um atvinnufrelsi í byggðarlögum landsins er ekki heift eða hatur. Vælið í útgerðarmönnum er hins vegar skammarlegt.  Framlegðin í sjávarútvegi er um 80 milljarðar.

Útgerðarmenn hafa farið mjög illa með landsbyggðina og ástandið í sumum byggðarlögum er til skammar vegna kvótabrasks. Útgerðarmenn hafa orðið uppvísir af því að kúga sjómenn með vinnustöðvun til þess að fá fram sitt. Heilu þorpin eru undir hæl "landeigenda" sem krefjast hlýðni og þrælslundar af hinum undirokuðu. Í mannlegum skilningi er þetta vont kerfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.7.2013 kl. 09:27

24 identicon

Barnaskapur uppklappara LÍÚ-mafíunar er broslegur. "Ísland er eitt mjög fárra ríkja sem er með sjálfbæran sjávarútveg"(sic) skrifar Stebbi á Stöndinni.

Íslenskur sjávarútvegur er eins langt frá því að vera sjálfbær og forsetinn frá sannleikanum. Útgerðin í landinu er de facto gjaldþrota, skuldar 700 milljarða króna. Ofsagróði kvótakónga á síðustu árum var fenginn með því að gengisfella krónuna um 40% og láta íslenskan almenning blæða - fyrir LÍÚ mafíuna. . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 09:28

25 identicon

Ég lít alls ekki á þetta sem neina gjöf. Það var einfaldlega farið að stað með offorsi, sem átti að taka gildi núna í haust. Þegar menn stofna fyrirtæki þá kaupa þeir væntanlega það sem til þarf til að geta hafið rekstur. Eigendur leggja þar með mikið undir að reksturinn standi undir sér. það setur strik í reikninginn ef ríkið ætlar svo að taka sér meira en allan hagnaðinn í skatt. Hvernig eiga menn þá eiginlega að gera upp sín mál ???? jú með því að fara á hausinn.. það er eina leiðin.

og það er ENGIN að tala um að veiða án endurgjalds og það er engin að tala um að fella niður nein veiðigjöld.

Endilega kynntu þér bara málið, þetta innlegg þitt gefur tilefni til að ætla að tja... þú vitir ekkert um þetta mál... nema að þú sért bara viljandi að ljúga upp einhverju bulli.

NB það stendur EKKI til að gefa einum eitt né neitt og það stendur ekki til að lækka veiðigjöld eða sértæk veiðigjöld miðað við það sem nú er.

Vandamálið vegna veiðigjaldana eru LÍTIL og MEÐALSTÓR fyrirtæki .. ekki þessi risastóru sem ég held að þú sért að vitna í.

stebbi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 10:02

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er lífseig mýtan um sjálbærar veiðar.

Eins og bullið um jafnstöðuaflann.

Eðlilegt kannski þegar þeir hafa hæst og taka fyrstir til máls sem vita það eitt sem klíka LÍÚ gefur út og náhirð þeirra tekur við og treður inn um bréfalúgurnar.

Færeyingar stunda sjálbæra útgerð.

Þeir nota sóknarmarkið og stunda ekki brottkast.

Af hverju nota þeir ekki íslenska brottkastskerfið?

Þeir prófuðu það í tvö ár og fengu nóg af því.

Kannski hefðu senditíkur LÍÚ gott af því að drekka í sig kjark til að horfa og hlusta á myndbandið þar sem rætt er við forystumenn færeyskra útgerðarmanna.

Árni Gunnarsson, 10.7.2013 kl. 10:37

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég gleymdi að minnast á trúarjátningu framsóknar og íhalds um "lítil og meðalstór fyrirtæki."

Annars er mér sagt að það sé ljótt að ráðast að trúarskoðunum fólks.

Árni Gunnarsson, 10.7.2013 kl. 10:39

28 identicon

Sæl.

Ansi margir hér þyrftu að fá sér vasaklút. Vinstri menn þyrftu kannski áfallahjálp eftir þetta. Forsetinn kallaði eftir sátt.

Af hverju þurfum við veiðigjöld? Við fáum rentu af auðlindinni þó engin veiðigjöld væru. Af hverju er svona erfitt að skilja það?

Það sem menn skilja ekki er að með því að sjúga peninga úr einkageiranum yfir í opinbera geirann versna lífskjör okkar, fé sem nota mætti í verðmætasköpun er sett í óarðbær verkefni. Því stærra sem hið opinbera er, þeim mun verri eru lífskjör almennings. Hvert einasta starf hjá hinu opinbera er til á kostnað starfs í einkageiranum en einkageirinn býr til verðmæti - öfugt við hið opinbera.

Jakobína og fleiri verða að átta sig á því að hugtakið "þjóðareign" er algerlega merkingarlaust lagalega séð.

Átt þú fiskinn í sjónum? Nei, þú átt hann ekki fyrr en þú hefur haft fyrir því að sækja hann. Fiskinn á enginn fyrr en hann hefur verið veiddur og til þess þarf fjárfestingu og vinnu.

Fólk vill auðvitað fá peninga upp í hendurnar án þess að hafa fyrir nokkru og sjúga þá peninga af þeim sem verðmæti skapa og finnst það allt í lagi. Við sjáum þetta líka í viðhorfi margra til stóriðjunnar þar sem logið er upp á hana og horft framhjá staðreyndum. Þessi andúð (sem er auðvitað byggð á öfund) á þeim sem skapa verðmæti er ein af rótum þess hruns sem á eftir að verða.

Annars mun veruleikinn vekja vinstri menn og alla þjóðina innan ekki svo margra ára, opinberi geirinn á Vesturlöndum er að verða gjaldþrota, menn flýja ekki veruleikann lengi. Það verður þá gaman að fylgjast með fólki vinstra megin kenna öðrum um. Þá munu Jakobína og fleiri horfa framhjá skuldasöfnun fráfarandi ríkisstjórnar og sjálfsagt heimta rannsókn á þeim sem við völd eru þegar allt hrynur, sem gæti vel orðið á þessu kjörtímabili.

Helgi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 16:05

29 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta er nú ljóti grátkonu kórinn hér að framan. Meirihluti þjóðarinnar er rétt búinn að greiða Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki meirihluta greiddra atkvæða í kosningum til Alþingis. Báðir þessir flokkar aðhyllast núverandi fiskveiði kerfi og einkavinavæðingu á öllum sviðum, eins og öllu heilvita kosningabæru fólki hlýtur að vera ljóst, en þrátt fyrir það, þá treystir augsýnilega meirihluti Íslendinga eigi að síður meira á brauðmolana af borðum Bjarna og Sigmundar, en loforð þeirra lævísu svikulu tækifærissinna og framagosa, sem ofan á allt annað kenndu sig við félagshyggju, jöfnuð og réttlæti.

Og nú byrjar þetta aumkunarlega væl og tilheyrandi ásakanir í garð forsetans, sem ítrekað hefur þó sýnt og sannað að hann hefur barist af fullum heillyndum fyrir hagsmunum þjóðarinnar, á meðan kjörnir fulltrúar og embættismenn okkar þögðu þunnu hljóði. Til ykkar sem takið það til ykkar segi ég því bara:

SKAMMIST YKKAR

Jónatan Karlsson, 10.7.2013 kl. 16:21

30 Smámynd: Elle_

Alveg ömurlegt að lesa árásirnar á forsetann.  Og skringilega eru það enn þeir sömu og köstuðu í hann skít í ICESAVE-málinu.  Mann sem sannarlega barðist fyrir þjóðina af heilindum og stóð alltaf með þjóðinni.  Líka í kúgunarmálinu ICESAVE þó Guðjón og Hilmar að ofan og nokkrir vinir þeirra geti aldrei sætt sig við að svikulu fólki tókst ekki að koma ófögnuðinum yfir okkur. 

Guðjón, þvættungurinn er þinn, ekki forsetans.  En enginn bannaði ykkur vinunum að borga ICESAVE þó þjóðin hafi hafnað að gera það. 

Elle_, 10.7.2013 kl. 18:20

31 identicon

"Það sem menn skilja ekki er að með því að sjúga peninga úr einkageiranum yfir í opinbera geirann versna lífskjör okkar, fé sem nota mætti í verðmætasköpun er sett í óarðbær verkefni"

Já þú meinar að það var svona gott fyrir okkur að einkavæða bankana?? Eruði búnir að gleyma hruninu? Ríkisrekið þýðir ekki að það þurfi að vera slæmt, það er hægt að reka hluti vel og ílla hvort sem það sé ríkið eða aðrir á bak við það.

Vinstri menn vilja ekki drepa einkageirann, heldur bara ekki selja auðlyndir þjóðarinnar okkar á slikkprís og einkavæði hluti sem eiga ekki að vera einkavæddir. Eða í minnsta lagi hafa nógu mikið af reglugerðum og leigukostnað að almenningur heldur áfram að græða á þessu en ekki bara einhverjir kolkrabbamenn!

Auðvitað þarf veiðigjaldið að vera skynsamlegt, en það er augljóst að Framsókn og Sjálfstæðismenn eru að gangast undir vilja auðmanna, eins og þeir eiga það til að gera.

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 18:25

32 identicon

Elle, við græddum ekkert á Icesave! Það var lygi frá upphafi til enda. Landsbankinn þarf að borga þetta þrátt fyrir að við unnum málið, við losnuðum bara við að ríkið þyrfti að ábyrgjast þessu. En Landsbankinn hefði hvort sem er borgað þetta ef samningurinn hefði farið í gegn, þar sem þeir áttu fyrir þessu eftir að selja eignir sýnar (t.d. Iceland keðjan)!

Eina sem við "græddum" á þessu máli var að eyða tíma, peninga og orku í Icesave málið sem hefði getað verið eytt í önnur mál. Fyrir utan verri samskipti við Bretland, Holland og þessi ríki.

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 18:33

33 identicon

Svo má ekki gleyma því að við hefðum gert það nákvæmlega sama og Bretland og Holland hefði bókunum verið snúið. Við hefðum leytað rétti okkar gegn þeim hefði okkar fólk tapað milljörðum út af bönkunum þeirra. Hriðjuverkalögin voru mistök hjá þeim samt, enda er líklegt að það hafi unnið málið fyrir okkur í Icesave deilunni. En það að fara í mál við okkur er eitthvað sem við höfðum líka gert í þeirra aðstæðum.

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 18:42

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Krakkar mínir gætið þess að bulla ekki þvælu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.7.2013 kl. 18:58

35 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Elle forsetinn er sjálfur búinn að gera lítið úr sér með tvískinnungi. Ef hann hefði farið eftir eigin viðmiðum þá hefði hann vísað málinu til þjóðarinnar. 75% þjóðarinnar er óánægð með ákvörðun forsetans. Hann hefur einfaldlega orðið uppvís að því að vera klappstýra arðránsin og þá gröf hefur hann grafið sjálfur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.7.2013 kl. 19:03

36 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

klappstýra arðránsins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.7.2013 kl. 19:04

37 Smámynd: Elle_

Siggi, hvað meinarðu með græddum ekki?  Fyrir nú utan gríðarlega áhættu við að sættast á hina ólögvörðu kröfu (ríkisábyrgð á ICESAVE), væri ríkissjóður núna búinn að borga hátt í eða yfir 100 milljarða bara í vexti úr ríkissjóði.   Og við sætum uppi með það þar sem vextirnir koma ekkert tryggingunum eða þrotabúinu við.  Fyrir kröfu sem ríkið skuldaði ekki og mun aldrei skulda.

Elle_, 10.7.2013 kl. 20:37

38 identicon

Ég sé að bloggvofunni "Elle" hefur skolað inn í þessar umræður og streitist hér við að endurskrifa söguna að sönnum blámannasið.

Rausið í bloggvofunni er á pari við doktorsvörn Dr. Sigmundar Davíðs, innantómt ekkineitt . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 20:56

39 Smámynd: Elle_

Siggi, fólk ruglar oft saman dómsmálinu fyrir ESA og kröfu Breta og Hollendinga (og seinna Evrópusambandsins), Jóhönnu og Steingríms og co.  En þeir kærðu málið aldrei, enda ekkert að kæra og þeir þorðu ekki fyrir dóm með það.

Vertu blessaður Hilmar. 

Elle_, 10.7.2013 kl. 21:01

40 identicon

Ertu að meina þessa 3.2% vexti sem samningurinn hefði látið okkur borga? Síðast þegar ég tékkaði þá átti Landsbankinn nóg fyrir því eftir eignasöluna. Hvað kostaði málið okkur í lögfræðikostnað og fleira? + Ertu viss um að þetta hafi ekki haft áhrif á lánshæfni okkar og þar af leiðinni kostað okkur meiri peninga?

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 21:58

41 Smámynd: Elle_

Skuld Landsbankans (þrotabúsins) kemur þessum vöxtum í ólöglegri kröfu ekki við.  Stjórnmálamenn ætluðu að gera ríkið ábyrgt utan laga.   Og lánshæfni og lögfræðikostnaður koma málinu ekkert við.  Ríkið skuldaði þessa kröfu ekki.

Elle_, 10.7.2013 kl. 22:32

42 identicon

Það er hægt að deila  um það hvort þetta var "ólögleg" krafa eða ekki. Ef þetta væri augljóslega ólögleg krafa þá hefði málið aldrei gengið eins langt og það gerði. Dómurinn komst að ákveðinni niðurstöðu en það er ekki þar með sagt að aðrir dómarar hefðu komist að sömu niðurstöðu, það var hægt að túlka lögin á fleiri en einn veg. Þetta var ekki augljóst fyrirfram.

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 22:54

43 Smámynd: Elle_

Ef þú ætlar að vera að ræða við mig um þetta, Siggi, ættirðu þá ekki að lesa það sem ég skrifaði?  Nenni ekki að koma aftur og aftur inn á það sama og skýra allt 2svar og 3svar.  Nú er ég minnst 3svar að ofan búin að segja að krafan hafi verið ólögvarin og 2svar að vextirnir kæmu þrotabúinu ekki við og 1 sinni að mál ESA fyrir EFTA dóminum hafi ekki komið ICESAVE samingunum við.  Krafan um ríkisábyrgð á ICESAVE var út í loftið. 

Elle_, 10.7.2013 kl. 23:08

44 identicon

Ég las það sem þú skrifaðir og svaraði.

1. Þú sagðir að krafan hafi verið ólögvarin. Ég svaraði því.

2. Þú sagðir að vextirnir kæmu þrotabúinu ekki við. Löglega já en þar sem ríkið hafði tekið yfir Landsbankann hefðu þeir ekki getað neitt þá í að endurgreiða vextina ef peningurinn væri til staðar? Og þetta voru 47 milljarðar samkvæmt því sem ég man eftir, ekki yfir 100 milljarða.

3. Já það kom bara þessum vöxtum við, þeas ríkisábyrgðin fyrir þeim. Ég var ekki að meina annað, ég vildi bara ekki vera flækja þetta of mikið.

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 00:29

45 Smámynd: Elle_

Nei, innistæðutryggingar innihalda ekki vexti hvort sem ríkið ætti bankann eða ekki.  En ég nefndi bara vextina til að lýsa óforskammaðri kröfu.  Og ég sagði hátt í eða yfir 100 milljarða og miðaði við núið. 

Punkturinn er að ríkið skuldaði ekki það sem Bretar og Hollendingar (og seinna Evrópusambandið) og síðasta ríkisstjórn vildu af ísl. ríkissjóðnum.  Og ísl. stjórnmálamenn áttu ekki að eyða púðri í að semja við þessar yfirgangsstjórnir sem hafa löngum valtað yfir minni ríki. 

Elle_, 11.7.2013 kl. 01:04

46 identicon

"Punkturinn er að ríkið skuldaði ekki það sem Bretar og Hollendingar (og seinna Evrópusambandið) og síðasta ríkisstjórn vildu af ísl. ríkissjóðnum"

Það er hægt að segja það núna já, en það var ekki svona augljóst lagalega séð áður en dómurinn féll. Ef svo er, af hverju voru svona skiptar skoðanir meðal lögfræðinga/hagfræðinga um hvernig dómurinn myndi falla í málinu??

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/14/skiptar_skodanir_logfraedinga_um_icesave/

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 01:41

47 identicon

Varðandi vextina, það stendur á wiki síðunni að þetta séu vextir sem Íslenska ríkið hefði þurft að greiða samkvæmt Icesave 3 samningnum.

"with the accrued interests being the only remaining responsibility for the Icelandic state subsequently to guarantee and cover"

Sem er það sem ég var að tala um ...

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 01:45

48 identicon

Eitt annað, hvernig færðu "hátt í 100 milljarða" úr 47 milljörðum? Ég gæti verið eitthvað að misskilja það, en ef vextirnir eru tengdir genginu þá hefur það ekki farið svo hátt upp síðan að icesave 3 var samið.

Einnig fæ ég þessa 47 milljarða frá áætluninni í samningnum, mér finnst líklegt að sú áætlun hafi tekið verðbólguna inn í reikninginn:

"It was noted in the bill, that the expected remaining liabilities for the Icelandic state would now only amount to ISK 47bn (€0.24bn) in 2016, meaning it was now likely for the Icelandic state to repay all the remaining liabilities after only two years of amortisation in 2016 and 2017"

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 06:42

49 identicon

@Siggi:

Einkavæðing bankanna hefur ekkert með hrunið að gera. Hvernig sagðir þú aftur að staðan á Íbúðalánasjóði, sem hið opinbera á, væri? Er ekki allt dúndur flott þar? Í gegnum tíðina hafa mörg lönd á mismunandi tímum brennt sig á því að hafa hið opinbera í atvinnurekstri. Það sem þú segir er því einfaldlega rangt.

Þú verður að skilja að hugtakið þjóðareign hefur enga lagalega merkingu, þú skautar alveg framhjá því mikilvæga atriði.

Ég hugsa að 99% þjóðarinnar haldi að hrunið sé útrásarvíkingunum að kenna. Ég er enginn aðdáandi þeirra en þeir eru bara peð í þessu öllu saman, ef hrunið hefði verið þeim að kenna hefði bara orðið hrun hérlendis. Varð ekki hrun neins staðar annars staðar? Hvaðan komu allir peningarnir sem hægt var að lána allt í einu út um allt? Dettur engum í hug að fylgja peningaslóðinni? Ég spurði Jakobínu að þessu en hún hafði engan áhuga, vildi bara kenna Sjálfstæði og Framsókn um allt.

Það sem vinstri menn skilja bara ekki er að það eru allt aðrir hvatar að baki í einkageiranum en í opinbera geiranum. Menn fara verr með annarra manna fé en sitt eigið.

Það skiptir engu máli hve miklar tekjur hið opinbera hefur, það eyðir nánast alltaf meiru en það tekur inn.

Vinstri menn eru að drepa einkageirann. Líttu í kringum þig, Ísland, Evrópa og Bandaríkin eru núna fórnarlömb vinstri manna. Atvinnuleysistölur eru fiffaðar svo allt líti vel út. Kynntu þér þetta áður en þú segir að þetta sé ekki svona.

Það hefur líka margsýnt sig að með því að lækka skattprósentu á tekjustofn getur hið opinbera aukið tekjur sínar af viðkomandi skattstofni. Skattar hafa áhrif á hegðun fólks eins og við sjáum í minni sölu eldsneytis.

Helgi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 08:27

50 Smámynd: Elle_

Siggi, dómurinn var óháður ICESAVE-samningunum.  Kom þeim ekki við, eins og ég sagði nokkrum sinnum að ofan.  Og eins og ég sagði líka að ofan nefndi ég bara vextina til að lýsa óforskammaðri kröfu.  Ætla ekki inn í neitt reikningsdæmis um þetta svarthol.  Við felldum þetta mál og unnum þetta mál. 

Nú get ég ekki skrifast lengur á við þig en er ekki eina manneskjan sem veit þetta.

Elle_, 11.7.2013 kl. 11:22

51 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bara svo að því sé haldið til haga þá voru það Árni Mathiesen og Baldur Guðlaugsson sem voru upphafsmenn Icesavesamningsins. Í desember 2008 í ríkisstjórn Geir Haarde var frumvarpi keyrt í gegn um þingið sem heimilaði samninganna við Breta og Hollendinga. Sjálfstæðisflokkurinn kom vinstriflokkunum í þá stöðu sem þeir gátu ekki snúið sér út úr. Þetta hefur því miður ekki komið nægilega vel fram.

Sagan um Icesave er saga kúgunnar og þar leikur sjálfstæðisflokkurinn aðalhlutverk. Enda hefur flokknum alltaf verið lagið að sópa skítnum yfir á almenning. 

Vissulega er einkavæðing bankanna forsaga Icesave. Höfuðábyrgðin liggur hjá kjölfestufjárfestum og Icesave er skuld Björgólfanna 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 12:20

52 identicon

@Helgi       

Já hrunið í heiminum var ekki íslensku bönkunum að kenna, ég er sammála þér í því. Hinsvegar fóru við svona ílla út úr þessu vegna meðal annars íslensku bankana. Það er ekki hægt að halda öðru fram. Það er ástæða fyrir því að sumar þjóðir fóru mun betúr út úr hruninu en aðrar.

Auðvitað hafði "útlenska" hrunið áhrif á okkur en það er okkur að kenna að allt hrundi hér, bankarnir voru orðnir ALLTOF stórir og seðlabankinn réði ekkert við það þegar þeir hrundu. Einkavæðingin kom á fót útrás sem var dæmd til að falla, ef hrunið hefði ekki orðið 2008 þá hefði það orðið einhverntímann seinna.

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:09

53 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef Bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir eða seldir öðrum en þeim sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vildi kalla kjölfestufjárfesta þá hefði hrunið aldrei haft svona alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðinna.

Bankarnir skulduðu erlendum lánastofnunum þúsundir milljarða. Það hafa aldrei fengist góð svör við því hvað varð af þessum þúsund milljörðum. 

Það er þó nokkuð ljóst að Björgólfur Thor lifir góðu lífi í útlödnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 15:27

54 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björgólfur Thor á heiðurinn af kenningunni um "money heaven". Mér skilst að hans kenning sé að peningar deyji og fari til himna. Margir sjálfstæðismenn trúa þessari kenningur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 15:29

55 identicon

@Jakobína:

Það hefði orðið hrun í heiminum sama hver átti bankana hér. Ef þeir hefðu hegðað sér eins og þeir gerðu hefðu þeir farið á hausinn sama hver átti þá. Bankar græða á því að lána sem mest út og það gerðu þeir eðlilega, hérlendis sem og erlendis. Ræður virkilega einhver einstakling/einstaklinga til að stýra fyrirtæki sem vilja ekki hámarka hagnað? Engan barnaskap takk.

@Siggi: Nei, einkavæðingin kom ekki á útrás sem dæmd var til að falla. Það er ekkert sjálfgefið. Hvað ef bankarnir hefðu sótt sér mun minna lánsfé til útlanda en þeir gerðu? Það hefði að sjálfsögðu haft áhrif. Þú getur því ekki dregið þessa ályktun.

Er það hlutverk Seðlabankans að setja stein í götu banka? Seðlabanki er lánveitandi til þrautarvara. Hvað með FME? Er það hlutverk FME að setja stein í götu bankanna? TG umboðsmaður sagði bönkunum að hafa strax samband við sig ef FME væri þeim erfitt. Hvaða lagaheimildir heimila stjórnvöldum að takmarka stærð fyrirtækja? Þeir sem segja að stjórnvöld hefðu átt að gera eitthvað verða að benda á þá lagaheimild.

Menn gleyma því að bankakerfið í Sviss var og er mjög stórt (minnir að það hafi verið enn stærra en það íslenska) en samt hrundi það ekki. Stærðin ein og sér útskýrir því greinilega ekki hrun bankanna hér. Mikill fjöldi banka í USA fór á hausinn í kringum hrunið. Þetta er ekki alveg eins einfalt og menn vilja halda fram.

Enn bíð ég eftir því að Sérstakur saksóknari geri eitthvað í sambandi við vinnubrögð endurskoðenda, FME byggði sitt mat á vinnu þeirra. Svo fékk sérstakur skýrslu frá erlendu endurskoðendafyrirtæki fyrir ca. 2-3 árum þar sem íslensku endurskoðendurnir fengu falleinkunn. Samt gerist ekkert?! Voðalega er þetta sérstakt embætti :-(

Helgi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 16:37

56 identicon

@Helgi

Já margir bankar í USA og fleiri löndum féllu líka, en þeirra seðlabanki gat höndlað það án þess að ríkin fóru á hausin. Það að bankarnir voru stórir er ekki eitt og sér vandamálið, heldur þarf að taka það í samhengi við mátt seðlabankans/ríkistjórnarinnar í því landi. Lítið land eins og Ísland ætti ekki að hafa svona stórt bankakerfi, þar sem efnahagurinn ræður ekki við það ef þeir falla. Seðlabankinn getur ekki "bailað" þá út eins og gert var í USA og Bretlandi.

Þú áttar þig á því að landinn tapaði gríðarlegum fjármunum út af gengisfellingu krónunnar, sem varð einmitt út af hruninu. Þetta gerðist ekki í USA eða Bretlandi né Írlandi. Ég tapaði persónulega helminginn af aleigunni í þessi, bara út af gríðarlegri verðbólgu á krónunni.

Annars þá heyrist mér að þú viljir bara fá sama ástand aftur og fyrir 2007, nema þá með "gáfaðri bankamenn" í forystu. Málið er að þetta mun gerast aftur ef við leyfum þetta. Maðurinn er náttúrulega gráðugur í vald og peninga, ef það eru engin takmörk sem Seðlabankinn eða fjármáleftirltið setur, engin lög og reglur kringum þetta, þá MUN þetta þenjast út allt of mikið. Jón Jónsson sem á banka hérna hugsar ekkert um hag þjóðarinnar, heldur bara um sinn eigin hag. Það að gefa honum engin takmörk er bara rugl, það eiga að vera "regulations" hérna til að koma í veg fyrir annað hrun í samfélaginu. Mér finnst annað óskynsamlegt.

Það má alveg einkavæða bankana á meðan að það eru góðar hömlur á þessu af hálfu seðlabankans og fjármálaeftirlitsins. Það var ekki gert fyrir seinasta hrun og þessvegna fór sem fór. Ég get bara ekki séð hvernig hægt er að halda öðru fram.

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 18:40

57 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi þú virðist ekki átta þig á það hvernig á að græða í viðskiptum. Höfuðforsendan er að fyrirtækið lifi en fari ekki á hausinn. Menn voru ekki að hugsa um gróða bankanna því þeir keyrðu bankanna vísvitandi í þrot en græddu sjálfir á dæminu (t.d. Björgólfur Thor). Vel rekið fyrirtæki sækist eftir hagnaði að því marki að ásókn eftir hagnaði tefli ekki framtíð þess í hættu. Það eru til reiknimódel sem sýna hversu hratt fyrirtæki þola að vaxta. Slíkir útreikningar voru greinilega ekki notaðir í bönkunum. Þú ættir Helgi ekki að vera með fullyrðingar um hluti sem þú hefur greinilega ekkert vit á.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 20:03

58 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

@ Helgi

Bullið í þér er með endemum. Það eru til heimildir í lögum til þess að stemma stigum við áhættusækni banka. Þetta heitir bindiskilda og hún var til staðar áður fyrr og tryggði lausafjárstöðu bankanna alla vega að einhverju leyti. Davíð Oddsson afnam bindiskilduna. 

Það þarf ekki að vera hættulegt að fyrirtæki sé stórt en það er stórhættulegt fyrirtækjum að vaxa of hratt. Það er þekkt í þeim fræðum sem heita viðskiptafræði og fólk sem stundar þau fræði læra um þetta þegar það tekur fjármálakúrsa. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 20:09

59 identicon

Alþingi hefur lengi unnið að því að reisa skjaldborg um elítu landsins. Tækifærissinnin á Bessastöðum hefur nú tekið stöðu í þeirri skjaldborg. Auðræðið hefur yfirtekið lýðræðið á Íslandi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 21:02

60 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Getur verið að LÍÚ hafi greitt fúlgu fjár í kosningasjóð ÓRG og þannig vænst góðs af honum í framtíðinni?

Ljóst er að LÍÚ greiddi bæði í kosningasjóði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningarnar í vor.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:39

61 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Vá Jakobína það er aldeilis gesta gangur hjá þér. Gaman að því að menn eru farnir að sýna málefnum sjávarútvegsins svona mikinn áhuga.

Varðandi forsetan þá getur hann ekki haft BEINT LÝÐRÆÐI í dag og LÝÐRÆÐI Á SKÁ á morgun. Hann á ekki að segja þjóðinni hvað hún telur eiga heima í þjóðaratkvæði og hvað ekki.

Hér er rætt um veiðiegjaldið og er í raun skýrt svar við því. Á meðan EINOUN er um veiðar og vinnslu á þjóðin rétt á háu veiðigjaldi flóknara er það ekki.

Að síðustu vil ég taka undir það sem Jóhannes Laxdal segir um að hér hefði átt að vera undirskriftarlisti um annars vegar nú verðandi kerfi eða afnám kvótans og taka upp Sóknarmark með allan fisk á markað. Það hefði í raun ekki passað vegna þess að við misstum af stjórnarskránni okkar sem hefði gefið okkur kost á að leggja fram skíkt frumvarp EEEEN ÞETTA Á AÐ VERA KRAFA OKKAR ALLRAR ÞJÓÐARINNAR. Þetta er stærsta hagmuna mál og snýst um réttlæti og afnám svika og pretta sem við höfum búið við í 30 ár.

Ég ætla ekkert að tala um LÍÚ eða Þorstein Má í bili því í mínum huga koma þeir þessu máli ekkert við. Þetta er málefni þjóðarinnar númer eitt.

Ólafur Örn Jónsson, 11.7.2013 kl. 22:00

62 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

@ Ólafur

Tek undir hvert orð

Annars held ég að ég sé orðin íhaldshrellir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 22:08

63 identicon

@Jakobína:

Ég nenni ekki að svara öllum frá þér en vísa til þess sem ég segi ofar. Ég spurði hvaða heimild yfirvöld hafa til að takmarka stærð fyrirtækja og þá talar þú um bindiskyldu. Þú bara getur ekki haldið þig við efnið eða svarað spurningum sem til þín er beint, ég margsé þetta til þín. Þeir sem áttu bankana töpuðu nú heldur betur pening á gjaldþroti þeirra. Ég veit ekki betur en Heiðar Már Kaupþingsstjóri hafi verið viðskiptafræðingur. Hvað með Sigurð Einarsson? Vissi hann ekkert um efnahagsmál? Heldur þú að eigendur bankanna hér hafi ætlað með þá í þrot? Ekki var Jón Ásgeir neitt hrikalega ánægður þegar SÍ tók yfir bankann hans þegar allt var komið í steik. Nú þykjast allir hafa séð þetta allt saman fyrir, nú vita allir hvað Seðlabankinn átti að gera og nú vita allir hvernig á að reka banka og nú vita allir hvað FME átti að gera eða ekki gera.

@Siggi: Hvað með svissneska bankakerfið? Í Sviss hafa menn sinn franka og í USA bjargaði Seðlabankinn þar bara sumum bönkum, hundruðir banka þar fóru á hausinn. Hrunið byrjarði 2007 í USA. Eftir stendur það sem ég nefndi að ofan: Hvaða lagaheimild hafa yfirvöld til að takmarka stærð fyrirtækja?

Átti Geir eða Dabbi eða Jónas að kalla bankasjeffana til sín 2005 eða 2007 og segja þeim að þeir væru orðnir of stórir og þeir ættu að draga saman seglin? Er það hlutverk hins opinbera að passa að einkafyrirtæki fari ekki á hausinn?

Fjármálaeftirlitið fylgdist með bönkunum og Seðlabankinn fylgdi viðteknum kenningum með því að hækka stýrivexti. Eftirlitsaðilarnir reyndu alveg að sinna sínu en sennilega hafa þeir ekki haft til þess réttu tækin og sennilega hefur skort verulega á þekkingu. Sama er að segja annars staðar frá. Álagspróf FME voru greinilega gölluð og að auki studdist FME við störf endurskoðendur bankanna (og einmitt þess vegna þarf að sækja þá til saka).

Nú veit ég ekki hvort þú ert Evrópusinni eða ekki en krónan féll vegna þess hve illa Seðlabankinn stóð sig. Hann falsaði gengi krónunnar með himinháum stýrivöxtum sem áttu að hemja bankana. Gengishrunið kemur því ekkert við hvort krónan sé lélegur gjaldmiðill eða ekki.

Það töpuðu allir á hruninu, almenningur þurfti auðvitað að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur. Leiðinlegt að heyra hvað henti þig.

Dollarinn hefur fallið vegna þessara björgunaraðgerða í USA - almenningur þar hefur heldur betur fengið að finna fyrir bankahruninu enda verðbólga talsverð þar og sífellt verið að finna upp aðferðir til að láta hana virðast vera lága. Þú kannast kannski við umræðu varðandi eldsneytisverð þar?

Ég vil ekki sama ástand og 2007, ég vil aukið frjálsræði og færri reglur. Ég vil leggja Seðlabankann niður eða í það minnsta vængstýfa hann verulega og helst leggja niður FME. Áttu þessir aðilar ekki að passa upp á bankana? Svipaða frammistöðu eftirlitsaðila má sjá alls staðar í heiminum þannig að ætla sér að klína þessu á Dabba eða Jónas er ferlega barnalegt. Mervyn King situr enn þó hann hafi tapað verulegum fjárhæðum. Til hvers að halda uppi eftirlitsiðnaði sem ekki virkar?  

Hér þarf að opna fyrir samkeppni á milli fjármálastofnana, í dag er hún vart til staðar og sést það skýrast í myljandi gróða þeirra.

@Siggi: Þakka þér fyrir málefnalega umræðu, ég er iðulega uppnefndur, ekki svarað, fæ útúrsnúninga og hálfkveðnar vísur og sumir láta staðreyndir ekki flækjast fyrir sér. Það er afskaplega gaman að skiptast á skoðunum við fólk sem svarar málefnalega og gasprar ekki út í loftið. Það er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir þér og þínum málflutningi þó ég sé þér ósammála. Hafðu það sem best!!

Rót þessa hruns má rekja til opinberra stofnana í heiminum, örfárra. Hefur engum dottið í hug að fylgja peningaslóðinni? Hvaðan fengu íslensku bankarnir alla peningana sem þeir gátu lánað út hér? Þeir fengu þá frá erlendum bönkum. Hvaðan fengu erlendu bankarnir það fé sem þeir lánuðu út um alla koppa og grundir? Ekki voru það innlán enda hafa vextir verið lágir í langan tíma. Hvaðan komu allir þessir peningar? Fylgja þarf peningaslóðinni.

Næsta hrun verður eftir nokkur ár og það verður mun stærra en bankahrunið. Vinstri menn mun kenna Sjálfstæði og Framsókn um það hvort sem þeir flokkar verða í stjórn eða ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 23:12

64 identicon

@Helgi

Svisslendingar kunna að reka banka, það er kannski munurinn. Þeir eru með sterka "regulations" á bönkunum eins best og ég veit, t.d. "Swiss Financial Market Supervisory Authority". Þeir eru líka með mun stærra hagkerfi en við, sjá:

Sviss:

GDP (PPP)2012 estimate
 - Total

$363.421 billion[5]

Ísland:

GDP (PPP)2012 estimate
 - Total$12.831 billion[2]

Það er gríðarlegur munur þar. Við höndlum ekki eins "stórt fall" og Sviss, og þessvegna er ekki skynsamlegt að hafa svipað stóra banka hérna.

Varðandi USA, já það fóru margir bankar á hausinn. En þeirra efnahagur hrundi ekki eins og okkar, því hann var nógu stór til að höndla það (vissulega urðu þeir ílla úti, en ekki alsherjar hrun og massífa gengisfellingu eins og hérna). Bankakerfið okkar var orðið svo stórt að efnahagur okkar réð ekki við fall þess.

En já Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eiga að segja stopp ef þeir sjá of mikla útþenslu hjá ákveðnum bönkum. Ég er viss um að Svissneska eftirlitið hefði gert eitthvað í málunum ef þeir hefðu verið í sömu sporum og við 2004-2007.

Málið er að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga að vinna í að vernda efnahag þjóðarinnar, og þeir eiga að geta haft nógu mikil áhrif á einkabanka til þess. Þeir gerðu það alls ekki nógu vel og þessvegna fór sem fór hjá okkur, en ekki hjá Danmörku, Póllandi eða Sviss sem eru líka með stór bankakerfi.

Bankamennirnir sjálfir munu aldrei hugsa um okkar hag, þeir hugsa bara um að græða. Við þurfum annaðhvort ríkisrekna banka, eða (frekar að mínu mati) einkavædda banka sem hafa skynsamlegar hömlur af Seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu þannig að þeir geta ekki tekið svona stóra áhættu með efnahag þjóðarinnar.

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 23:39

65 identicon

"Til hvers að halda uppi eftirlitsiðnaði sem ekki virkar?  "

Ég held að þetta sé megin munur á skoðunum okkar. Mér finnst að við ættum að laga (og að einhverju leyti herða) eftirlitið, en þér finnst að það ætti að leggja það niður. Það er ekkert endilega ein alherjar rétt lausn í málinu, þetta fer bara eftir pólítískum skoðunum hvers og eins. Mér finnst það persónulega of áhættusamt að taka burt eftirlitið og "leyfa bara markaðnum að ráða", en hver má hafa sína skoðun á þessu.

Siggi (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 23:52

66 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

@ Helgi

Bindiskildan hamlar vexti fjármálafyrirtækja

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 00:08

67 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

@ Helgi

Ef krakkarnir þínir eru óþekkir hættir þú þá bara að setja þeim reglur?

Ef þú ert lélegur uppalandi áttu þá bara að skjóta þig. 

Þetta er sagt til samanburðar á rökum þínum sem eru sérlega vond.

Ef þú ert lélegur uppalandi þá reynir þú væntanlega að bæta þig áður en þú grípur til þess örþrifaráðs að skjóta þig. 

Ef krakkarnir þínir eru óþekkir þú skoðar þú auðvitað hvort að leikreglurnar séu í lagi og hvort að þú geri þitt til að fylgja þeim eftir. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 00:36

68 identicon

@Jakobína:

Þú ert alltaf jafn málefnaleg og flink í því að skipta um umræðuefni - sé þetta mjög oft til ykkar vinstri manna.

Bindiskyldan var gagnslaust stjórntæki því bankarnir gátu mokað inn svo miklu af fé erlendis frá og þetta hefur þú sjálf talað um. Á þetta hefur verið bent. Heldur þú að AS hjá SÍ hafi ekki hugsað það mál? SÍ menn hafa ábyggilega verið í sambandi við kollega sína erlendis. Ég er samt ekki að reyna að segja að SÍ hafi staðið sig vel - fjarri því enda vil ég láta leggja SÍ niður. Bindiskyldan var lækkuð bæði hér og erlendis og fyrir því voru ákveðnar ástæður sem á þeim tíma virtust góðar og gildar - þó ég sjálfur hafi galdið varhug við.

@Siggi: Þú talar um skynsamlegar hömlur. Vernda efnahag þjóðarinnar. Hvað þýðir það? Forðumst að nota orð sem hafa litla sem enga merkingu. Hver á að meta hvað eru skynsamlegar hömlur?

Væri þá ekki mjög raunhæft að ætla að það sem einhver blók eða blækur mætu skynsamlegt fyrir banka A væri ekki skynsamlegt fyrir banka B? Auðvitað. Þetta opnar líka fyrir mökuleikann á misnotkun valds. Hvernig voru stjórnendur lífeyrissjóða trítaðir svo þeir fjárfestu nú í bönkunum? Ef þú nú ræður son einhverrar blókar í flott jobb í bankanum eykur það þá ekki líkurnar á að eitthvað verði nú allt í einu skynsamlegt? Við sáum þetta með endurskoðendafyrirtækin. Þessi leið er því ekki fær þó hún líti vel út á pappír.

Enn sleppir þú því að segja mér hvaða lagaheimild hið opinbera hefur til að takmarka stærð einkafyrirtækja. Svo verður þú líka að hafa í huga að ef bankastjórarnir hefðu verið kallaðir inn á teppi og sagt að þeir þyrftu að athuga sinn gang hefðu þeir heldur betur rekið upp ramakvein - eðlilega því það er þeirra mál hvernig þeir reka sín fyrirtæki - þó allt stefni í þrot. Ef hið opinbera á að skipta sér að rekstri banka á það líka að skipta sér að rekstri hárgreiðslustofa, bifvélaverkstæða og fatahreinsana.

Ég er ekki í liði með Dabba eða útrásarvíkingunum heldur vil bara horfa á þetta hlutlægt og án einhvers kala til eins eða neins. Ég ætla engum í þessari atburðarrás neitt illt enda veit ég ekki til þess að við höfum neitt í höndunum til að ganga út frá því.

Besta eftirlitið er markaðurinn og það sáum við á skuldatryggingarálagi bankanna fyrir hrun. Það er ekki hægt að líta framhjá því að eftirlitsiðnaðurinn brást - ekki bara hér heldur líka erlendis. Ég veit ekki til þess að breska fjármálaeftirlitið sé skipað fúskurum frekar en það bandaríska t.d. Samt gerðist það sem gerðist.

Vissulega varð hrunið hér slæmt en það var að verulegu leyti vegna þess að SÍ skrúfaði gengi krónunnar upp í rjáfur. Góð ástæða til að leggja SÍ niður og spara okkur pening.

Það er talsvert til í þessu hjá þér varðandi Sviss en hlutfallsleg stærð svissneska bankakerfisins og þess íslenska var svipuð. Kannski báru menn meira traust til svissnesku bankanna því þeir stóðu á svo gömlum merg? Svisslendingar eru með sinn eigin gjaldmiðil líkt og við. Bandaríska ríkið er sterkt og öflugt en samt fóru bankar þar á hausinn?

Ef við ætlum okkur að láta hið opinbera vernda okkur gegn því sem er slæmt og vont (sem er auðvitað ekki hægt) verndar hið opinbera okkur líka gegn því sem er gott.

Helgi (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 09:24

69 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi í hvaða heimi býrð þú. Það eru til allskonar lög sem stemma stigu við vexti eða stærð fyrirtækja. Nærtækasta dæmið er kvótakerfið í sjávarútvegi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 12:32

70 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kerfi sem kommúnistaarmur sjálfstæðisflokksins er höfundur að.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 12:33

71 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef það  er hægt að setja kvóta á bæði sjávarútveg og landbúnað hvers vegna ekki líka banka og aðra starfsemi. Þegar ósjálfstæðis-kommúnistaflokkurinn er búin að koma öllum viðskiptum í líkt kvótakerfi þá verður ríkið auðvitað allsráðandi en það hlýtur að vera ósk (ó)sjáfstæðis-(kommúnista)flokks Íslands.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 12:36

72 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í flestum ríkjum í Evrópu eru líka lög sem varða markaðsráðandi fyrirtæki, samkeppnis lög og allskonar lög sem hefta vald og vaxtamöguleika fyrirtækja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.7.2013 kl. 12:40

73 Smámynd: Elle_

>Sjálfstæðisflokkurinn kom vinstriflokkunum í þá stöðu sem þeir gátu ekki snúið sér út úr.<  Jakobína, þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert rangt, afsakar það engan veginn næstu ríkisstjórnarflokka og stjórn.  Hefðu þeir viljað, gátu þeir örugglega snúið sér út úr þessari fáránlegu kröfu.  En þeir vildu það ekki.  Og gleymum ekki valdníðslu þeirra í ICESAVE málinu.

Elle_, 12.7.2013 kl. 20:21

74 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Elle þú ert það vel að þér um Icesave að þú veist að AGS var senditík Breta og Hollendinga. Sjálfstæðisflokkurinn hrundi þessu máli af stað og ég hef svo sem aldrei dáðst að því hvernig Jóhanna og Steingrímur tóku á því. En það er alveg á hreinu að sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á sínum hluta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2013 kl. 01:02

75 Smámynd: Elle_

Hvað AGS segir og vill er ekki afsökun stjórnmálamanna fyrir að kúga eigin þjóð.

Elle_, 13.7.2013 kl. 14:04

76 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Elle þú ert það vel að þér um Icesave að þú veist að AGS var senditík Breta og Hollendinga. Sjálfstæðisflokkurinn hrinti þessu máli af stað og ég hef svo sem aldrei dáðst að því hvernig Jóhanna og Steingrímur tóku á því. En það er alveg á hreinu að sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á sínum hluta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2013 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband