Er íslenska þjóðin að eignast bandamenn?

Athygli vakin á bolabrögðum Gordons Brown í Sunday Times.

„Íslendingum er ekki sama - þeir eru sárir. Þeir héldu alltaf að þeir væru í okkar liði, ekki hinna. En Gordon þurfti að gera eitthvað ómerkilegt til að sýnast hæfur, svo hann réðist á minnimáttar. Það var ekki kinnhestur heldur grimmilegt spark. Hann var að sýnast til að ganga í augun á stelpunum. Hann hefði aldrei gert þetta ef bankarnir hefðu verið þýskir eða franskir eða jafnvel frá Liechtenstein,"

Í greininni leggur Gill út frá því, að Íslendingar hafi gegnum tíðina fengið sinn skerf og rúmlega það af óheppni og ósjaldan lent í miklum áföllum en ávallt risið upp. Þjóðinni líði nú eins og hún hafi vaknað af svefni og horfi á framtíðina af merkilegri norrænni bjartsýni. Hann hefur eftir konu, sem hann hitti á bar:  „Allir þessir peningar og allir þessir hlutir voru afar óíslendingslegir. Þörfin, neyslan, græðgin og metnaðargirndin, ömurleg öfundsýkin, það er ekki Ísland. Það hefur þungu fargi verið létt af okkur, nú þegar peningarnir og allar þarfirnar eru horfnar á braut. Við getum snúið okkur aftur að því að vera Íslendingar."


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

In 1949 you were Icelandic...........You owned what you had.

In 2008 you had a better life, but you owned nothing.

In 1940 you were rich from money that the British gave you. You used it well.

In 2008 you bought and owed a lot of money that the British gave you. You cannot pay it back.........

Eirikur , 15.12.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

A little correction. The Brits only stayed for a year. The Americans occupied the country from 1941-1945 and kept a base here 'till 2006. Most of the war and post-war wealth came, thusly, from USA.

Páll Geir Bjarnason, 15.12.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband