Hvurslags eiginlega viðskiptahættir eru þetta?

Hvurslags eiginlega viðskiptahættir eru þetta?

Kaupþing lánar án ábyrgðar til starfsmanna? Var ekki eðlilegt að gera hluthöfum grein fyrir þessum viðskiptaháttum bankans sem varla geta talist eðlilegir og gefa þeim færi á að meta hvort þeir vildu fjárfesta í starfsemi sem ekki krefst ábyrgða vegna útlána?

Er málsstaður starfsmanna sem tóku lán í gróðavon göfugri en málsstaður þeirra sem tóku lán til húsnæðiskaupa?´

Málatilbúnaður í Mbl er vafasamur og tortryggilegur.


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) Kaupþing lánar valinkunnum án þess að lántakendur beri ábyrgð! Þetta vekur vonandi einhvern hluthafann til að höfða mál!

2) Fyrri stjórn Kaupþings ákveður að fella niður lán valinkunnra! Það ætti að vekja einhvern sem á beina aðild að málinu til að höfða mál!

3) Alþingi samþykkir milljarða framlag til að koma Kaupþingi í gang á ný! Hver getur höfðað mál vegna þess?

Skilanefnd Kaupþings hefur verið tvístígandi í því að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum!!!

Lán án ábyrgðar lenda á þjóðinni!

Niðurfelldu lánin lenda á þjóðinni!

Framlagið frá hinu opinbera er tekið frá þjóðinni!

Hver ver þjóðina???

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband