Valdið hvílir á þjóðinni eins og mara.

Virðing auðmanna fyrir almenningi er ekki mikil. Fyrirtækið lánstraust gengur í fararbroddi þeirra sem sífellt gera sig líklega til þess að ráðast inn í einkalíf fólks. Undanfarin ár hefur auðvaldið notað fjölmiðlanna í síauknum mæli til þess að hafa áhrif á hugsun fólks og kenna því hvað er eðlilegt og sjálfsagt.

Margir líta á auðmennina sem nútíma jólasveina. Bónus gefur tæki til barnaspítala (með peningum sem er örlítið hlutfall af því sem þeir hafa grætt með því að halda uppi vöruverði í landinu með samkeppnislagabrotum) kyrfilega merkt sem "gjöf frá Bónus" og fólk lítur á Jóhannes í Bónus sem jólasveininn.santa11

Fyrir áratugum síðan gáfu vesturíslendingar hlutabréf sín í Eimskip í sjóð sem átti að fara til þess að styrkja íslenska námsmenn til háskólamenntunnar. Eimskip lá á þessum sjóði í áratugi og ekkert var veitt út honum til námsmanna.

Björgólfsfeðgar sáu sér leik á borði þegar þeir komust yfir Eimskip og "gáfu" fé úr sjóði Vesturíslendinganna til háskólabyggingar og til þess að styrkja prófessora við HÍ sem njóta styrkja beint eða í gegn um rannsóknir doktorsnema sinna.

Og nú vill Lánstraust fá að rannsaka hegðun Íslendinga. Fékk ekki Decode að rannsaka Íslendinga líka? Fáar þjóðir eru líklega jafn "rannsakaðar" og Íslendingar.

Lítið er þó gert til þess að rannsaka sjálft samfélagið og leita skýringa á því hvers vegna fáeinir einstaklingar, kannski u.þ.b. þúsund hafa komist upp með að draga allan fjöldann í skítinn.

Hvers vegna eru yfirvöld ekki að veita fjármagni til rannsókna sem byggja undir frelsi og þekkingu þjóðarinnar? Yfirvöld ætla að veita 150 milljónum til vina sinna til þess að rannsaka sjálfan sig. En er þekking sem eykur skilning þjóðarinnar á þeim öflum sem eru ráðandi í för til hruns eru ekki áhugaverð að mati yfirvalda?

Það er dæmigert fyrir valdhafa sem aðhyllast kúgun að beina rannsóknum að persónum en ekki samfélagi. Þeir vilja ekki að þjóðin skilji valdið en þeir vilja að valdið skilji þjóðina því það gefur valdinu færi á að ráðskast með hana.

Farið verður með persónuupplýsingar sem trúnaðarmál, þ.e.a.s. eingöngu þeir sem vilja ráðskast með þjóðina (valdhafar) fá aðgang og aðstöðu til þess að nýta persónuupplýsingar.


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband