Ráðherrar hunsa landslög

Moggin færir fréttir af því að forsætisráðherra hafi verið óheimilt að ráða yfirmann efnahags og alþjóðafjármálaskrifstofu í ráðaneytinu án auglýsingar. Engin störf voru auglýsit í nýju bönkunum heldur vildarvinum raðað þar inn.

Valdhafar hafa aldrei verið eins óskammfeilnir í brotavilja sínum gagnvart landslögum og þeir hafa verið undanfarna mánuði.

Þeir geta líka treyst því að vinir þeirra í hæstarétti sýkni þá ef einhver tekur upp á því að fara að andmæla ósómanum.

 


mbl.is Var óheimilt að ráða án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Belgíu þurti forsætisráðherrann að hrökklast frá fyrir að reyna að hafa áhrif á dómara. Á Íslandi hafði forsætisráðherrann í hótunum við umboðsmann alþingis og þótti varla fréttnæmt. Hvort er alvarlegra? Umboðsmaður alþingis á að vera fulltrúi fólksins en ekki stjórnvalda.

Þáverandi forsætisráðherra svaraði þegar hann var spurður um hótunina: "Ja, við hringjum oft hvor í annan, í þetta skipti hringdi ég í hann". Bíddu - er umboðsmaður alþingis oft að hringja í yfirvöldin? Til hvers?

Þetta rifja ég upp vegna þess að ég efast um umboðsmann alþingis (jújú maður efast um alla þessa dagana).

Vegna úrskurðarins um dómararáðninguna (sem þú varst búin að blogga um) svarar fjármálaráðherrann: „Umboðsmaður telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar," Hefur umboðsmaður vald til ógildingar? Ef svo er, hvers vegna notar hann það ekki. Leggur umboðmaðurinn aðaláherslu á að þóknast öllum í sínum úrskurðum?

sigurvin (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 04:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að umboðsmaður hafi ekki vald til ógildingar og ég held að Árni viti það vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband