Borgarastríð á Íslandi?

488117Reiði fólks er að verða almennari sem er til marks um að æ fleiri eru að fatta hvað valdhafar hafa gert þjóðinni.

Stjórnvöld beita almenning ofbeldi við að verja spillinguna og eru nú einnig farin að ráðast á ung börn.

Morkið og spillt hugarfar valdhafanna hindrar þá í að sjá viðurstyggðina í gjörðum þeirra.


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nákvæmlega.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 16:20

2 identicon

Og það var rétt!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Offari

Getur ekki einhver rétt þeim spegil svo þeir sjái sig í réttu ljósi?

Offari, 20.1.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvers vegna sjá þau ekki að þau bera ábyrgð á mesta efnahagshruni í heiminum? Og segja af sér!

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 17:41

5 identicon

Ég er með þá tillögu til mótmælenda að þeir hafi í vasanum sundgleraugu til að verja augu sín ef með þarf.

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning Vilborg.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína ég bið þig afsökunar á þessu langa bréfi sem ég setti inn á öðrum stað í athugasemdum af bloggfærslu hjá þér. Ég var bara víst svo með mikla eftirvæntingu vegna bréfsins sem ég samdi á ensku að ég setti það í fljótfærni inn á athugasemd frá þér. Ég vona að allt sé í góðu!

Varðandi mótmælin í dag. Frábært að þessi mótmæli skuli hafa orðið til þess að þingið þurfti að hætta í dag.

Ég hefði svo sannarlega viljað vera þarna! En ég er víst í þannig vinnu að ég kemst ekki frá henni. Þá gæti það haft slæmar afleiðingar fyrir mig. Ég fylgdist hinsvegar með í Sjónvarpinu.

Það sem ég get gert aftur á móti á meðan er að blogga á minni bloggsíðu og svara svona fínum bloggum frá þér, Heidi, Imbalu, Jens og fleirum......

 Það þarf að mæta með sundgleraugu þarna og blautan klút fyrir vitin. Einnig gott líka að væta andlitið.

Flott að þeir mættu þarna með mikinn hávaða. Ég stakk einu sinni upp á því með email til Harðar Torfa.......Hluti af bréfinu til Ríkisstjórnar frá mér þar sem ég minntist á "Gangstalking"

Guðni Karl Harðarson, 20.1.2009 kl. 17:55

8 Smámynd: corvus corax

Já það verður borgarastríð ef það er það sem þarf til að koma ríkisstjórninni frá og hreinsa út úr fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum. Og borgarastríð skulu þeir fá!

corvus corax, 20.1.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Langvarandi andlegt ofbeldi er síðst betra.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 19:25

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ekki skrýtið að fólk verði reitt þegar það horfir upp á skrípaleikinn sem lögreglunni er att út í að verja með efnavopni. Og hverjum eru þeir að verjast!? Vopnlausum almenningi sem hefur safnast saman til að hafa hátt! Og hvers vegna hefur það hátt? Vegna þess að ríkisstjórnin neitar að taka ábyrgð á því að örfáir vinir þeirra fengu ótakmarkaðar veiðiheimildir í íslenskri efnahagslögsögu.

Þeir stunduðu ofveiði sína í skjóli valdhafanna og settu þjóðina á hausinn. Þeir ganga allir lausir og eru enn að sukka! Er von þó að einhverjir mótmæli!? Það sem er klannski undarlegra er að öll þjóðin skuli ekki hafa tekið sig saman og flykkst á Austurvöll á dag. En með þessu áframhaldi verður þess sennilega ekki langt að bíða!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:13

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst lætin sem urðu í þessum mótmælaaðgerðum vera að verða býsna harkaleg og ekki líkleg til árangurs. En ég er kannski ekki rétt innréttuð, mér finnst mikið betra að taka þátt í einhverju uppbyggilegu og freista þess að finna lausnir á einhverju.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 20:16

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er búið að reyna með góðu og ekkert gerist...þannig að læti eru næsta stig, ef læti og hávaði dugar ekki til að koma spillingarliðinu frá eru átök næsta stig Hólmfríður, ef minniháttar átök duga síðan ekki heldur til að koma pakkinu frá...tja...?

Georg P Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 20:22

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það verður að koma þessu liði í burt með góðu eða illu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:33

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Byltingin er tvímælalaust hafin.

Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:34

15 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Við þurfum að gæta hófs Lögreglan er líka almenningur á íslandi þó þeir hafi verið ráðnir í þessi störf og þar eru einstaklingar sem hafa það ekkert betra en hinir og eru jafn reiðir en það er nú einu sinni þannig að þeir eru skyldugir að vinna samkvæmt fyrirmælum og þegar þannig einstaklingar eru reiðir þá getur sú reyði brotist út á annan hátt en hjá mótmælendum og bitnað á þeim.

Höfum í huga félaga okkar sem eru í Lögreglunni gætum hófs.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 21:03

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá og hlustaði á þau Helgu Völu og Gísla Frey Valdórsson í Kastljósi. Gísli Freyr var hógværari en ég átti von á og segir það kannski meira um mig en hann, ekki er ég færa um að dæma það. Gísli hélt fram þeirri hefðbundnu skoðun andmótmælenda að fólk "eigi rétt á friðsamlegum mótmælum, en lengra má ekki ganga að hans dómi sem annara í þeim hópi. Mótmæli, til hvers? Á þriðja mánuð hafa farið fram friðsamleg mótmæli vikulega og enn er staðan sú sama. Erindi mótmælenda hefur verið skilgreint af stjóranda þeirra hvert sinn. Og það er að ríkisstjórnin sé vanhæf til að stjórna þessu landi og í raun hafi hún viðurkennt það með því að neita allri ábyrgð á hruni þjóðarbúsins og aðdraganda þess. Stjórnvöld hafna því enn að víkja og eru í óða önn að undirbúa flokkana fyrir kosningar með því að fá umboð frá landsfundum til að taka ákvarðanir um aðildarumsókn í ESB? Mótmælendafundirnir eru ekki skilaboð frá þjóðinni! 

Það hefur komið í ljós svo ekki verður um villst að valdstjórnin neitar að víkja af vettvangi svo sátt megi nást í samfélaginu.

Skilaboð Gísla Valdórs og klúbbsins: Þið megið mótmæla áfram á hógværan hátt eins lengi og þið nennið. Það verður beðið eftir því að þið gefist upp!

Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 21:12

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Byltingin er hafin

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 21:22

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég segi gagnbylting geng þeirri byltingu sem Íslensk þjóðfélagsgerð hefur lenti í síðustu 20 ár ESS undanfari ESB: Risa lávöru samfélags þar sem allt byggir á tækifærum Auðhringa til að næla sér í bita af vegur tekjum landsframleiðslu.  

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 22:02

19 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ef ég má? Í bréfi mín til Ríkisstjórnar um daginn tala ég um að ætla mætti að stighækkandi mótmæli yrðu á næstunni. Næsta stig gæti orðið Bylting fólksins en ef af því gæti ekki orðið yrði fengin aðstoð erlendis frá.

Hinsvegar mun Ríkisstjórnin verða að gefast upp. Það skal gerast!

Guðni Karl Harðarson, 20.1.2009 kl. 22:08

20 Smámynd: Diesel

Ég spáði því í lok síðasta árs, að 2009 yrði rautt ár.

Með illu skal illt út reka sagpi einhver......

Diesel, 20.1.2009 kl. 22:20

21 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt, byltingin er hafin.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 23:09

23 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lifi byltingin-flaueslbyltingin.

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 23:30

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gagnbylting gegn offorsi tækifærissinnanna og óréttmætri veðsetningu heimilanna hornsteins siðmenntaðra samfélaga.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 23:33

25 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Borgarastyrjöld?  Vona ekki.  það er aldrei gott.  Bylting hinsvegar, gæti gerst.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2009 kl. 23:36

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt eins og ekki má dæma alla andstöðu eftir einhverjum einstaklingum sem misst hafa stjórn á sér í mótmælum, skulum við varast að tala mjög hvatvíslega um lögreguna sem hóp eða stofnun. Í flestum tilvikum tel ég að lögreglumenn hafi unnið af mikilli gætni í vaktstörfum sínum á vettvangi mótmæla. Og við verðum að taka það inn i dæmið að þetta eru einstaklingar með mislanga reynslu og þrátt fyrir góðan undirbúning og ströng próf eiga eftir að sanna sig undir álagi. Um stjórnun vaktarinnar gegnir að visu öðru máli. Þar eru reynslumiklir menn og að mínu mati traustir og trúverðugir. En reynsla þeirra af átökum við þessar aðstæður og þá undirliggjandi heift þúsunda fólks sem þarna safnast saman er engin. Þá er nánast óhugsandi að engin viðbrögð verði röng og klaufsk. Myndir sýna að álagið er gífurlegt og á snöggu augabragði getur varsla á vettvangi snúist upp í sjálfsvörn þegar heiftin fer að beinast að lögreglunni sjálfri.

Við erum að tala um fólk, einstaklinga sem eru að takast á við verkefni sem er svo eldfimt að ógætileg hreyfing getur sett þúsundir fólks í uppnám.

Mitt álit er að lögreglumenn hafi sem heild svarað því álagi sem þeir þarna lentu í með stakri prýði. Og jafnframt tel ég að þeir sem leggja sig í þá hættu að vera í fremstu víglínu mótmælenda megi vera við öllu búnir. Löggæsla er starf g illa launað að flestra dómi. Ég þykist sannfærður um að einhver fjöldi þeirra lögreglumanna sem þarna voru á vettvangi hefðu kosið að vera fremur í hinum hópnum því ekki trúi ég því að afstaða þeirra til stjórnvalda sé hlutfallslega vinsamlegri en þverskurður samfélagsins gefur vísbendingar um.

Öll erum við mannleg og öllum verða á mistök.   

Árni Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 23:37

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kosningar...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:41

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Árni!

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 23:55

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

byltingin er hafinn gott fólk ! 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:47

30 Smámynd: Diesel

Lifi byltingin

Diesel, 21.1.2009 kl. 00:53

31 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það sem Árni segir en valdhafar og auðmenn verða að axla ábyrgð. Þetta er ástand sem þeir hafa skapað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:02

32 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvernig enda byltingar venjulega? nær undantekningarlaust fer almenningur undir meir harðræði en nokkurntíman áður.

en ok. segjum að það sé allt í góðu að beita ofbeldi til að ná sínu fram í þessum málum. eru þið þá ekki að segja að handrukkunn og handrukkarar séu hinir mestu gæðapiltar og eigi mjög rétt á sér? 

ef þú réttlætir ofbeldi til þess að þjóna þér og lausnum á þínum vandamálum, ertu þá ekki hræsnari ef þú fordæmir aðra sem nota það til lausnar á sínum vandamálum?

nei ef við ætlum að búa til samfélag byggt á meira siðferði, þá verður að svara þessu málefnalega og án persónuárása og skítkasts. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 02:02

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gott fordæmi og biðlund skiptir máli. Þegar tala atvinnulausra fer yfir 15% er mælirinn fullur að mínu mati. Mun vera stutt í það ef fram fer sem horfir. Hitti þrjár manneskjur í dag sem voru ekki búnar að fatta neitt. Þær hlusta greinilega ekki á Obama eða ráðmenn ESB.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 02:13

34 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í ESB væri +5% atvinnuleysi landlægt. spáinn á Spáni er 20% atvinnuleysi. ESB er engin lausn. mun frekar er það akkeri um háls okkar á sundi. 1000 milljarða skuld kemur frá þeim, Icesave og EES samningnum.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 02:21

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þær hlusta greinilega ekki á Obama eða ráðmenn ESB. Um vaxandi atvinnuleysi og staðan í USA væri í líkingu við upphaf kreppunnar miklu. þegar smáfyrirtæki og einyrkjar voru miklu fleiri og sjálfþurftar búskapur algengari og allir kunnu að elda hafragraut.

 ESB er engin lausn

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 03:04

36 identicon

Ef ríkisstjórnin fer ekki frá þá ber hún 100% ábyrgð á öllu sem framundan er... eftir byltingu þá verður að banna amk 3 stjórnmálaflokka.. sjálfstæðisflokk, samfylkingu og framsókn... helst þyrfit að banna alla gömlu flokkana því þar innanborð eru eingöngu vitleysingar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:20

37 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er málið Júlíus. Ég held að fólk sem hefur lifað við aðstæður undanfarinna áratuga sé sumt hvert illa í stakk búið fyrir kreppuna. Þetta verða hörð viðbrigði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:33

38 Smámynd: Fannar frá Rifi

DoktorE. það sem þú ert að segja er að þínar skoðanir séu réttar og best ég að beita skoðanakúgun til að ná þínu framgengt. þú hefur engan áhuga á lýðræði. þú hefur bara áhuga á því að þínar skoðanir séu ráðandi.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 11:45

39 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fannar þú miskilur doctore, hann er að tala um flokksræði en ekki lýðræði.. sumir halda nefnilega að á íslandi sé lýðræði, en svo er alls ekki heldur ríkir flokksræði hér á landi. 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 11:55

40 Smámynd: Fannar frá Rifi

og aðrir flokkar yrðu miklu betri? er það ekki heldur til mikill einfeldingsháttur?

ef flokksræði er mikið í einum flokki, ætti hann að vera eitthvað minna í öðrum? eða hentar það kannski bara málstaðnum?

það þarf ekki byltingu til að breyta flokksveldinu. það þarf einfaldalagasettningu.

1: Ráðherrar geti ekki gegnt þingmennsku samhliða ráðherradómi. (3 skipting ríkisvaldins verður raunveruleg)

2: að stjórnmálaflokkar séu ekki á neinn hátt kostaðir af skattfé. (slíkt breytir stjórnmálaflokkum í stofnanir ásamt því að þá verða flokkar sem nú eru á þingi ónæmir fyrir samfélaginu. auk þess sem að ný framboð verða nær alltaf andvanafædd) 

3: að formaður stjórnmálaflokks geti ekki verið þingmaður eða ráðherra. (kemur í veg fyrir sami einstaklingurinn stjórni flokknum og landinu)

það væri hægt að koma með þetta inn í lög og kippa nr. 2 úr lögum fyrir febrúar ef vilji er til. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 12:44

41 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er hægt með stjórnskipulags og lagabreytingum ásamt breyttu hugarfari að rústa flokkræðinu og það eigum við að gera.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 14:20

42 Smámynd: Fannar frá Rifi

en hvað ef meirihluti almennings vill flokksræði? hvað þá?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 14:28

43 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Fannar! Dómarar kosnir,  enginn lámarkskrafa um fjölda atkvæða til að þingmenn komist inn. Reynsla og fagleg sjónarmið ráði altaf vali á ráðherrum: helst eldri en 45.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 14:54

44 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er ekki lágmarksfjöldi  sem þarf til að þingmenn komist inn.

1. maður inn er sá sem er fyrir lista sem flest atkvæði hlýtur. 

2. maður inn er sá sem næst flest atkvæði hlýtur að því gefnu að sá listin með flest atkvæði hefur ekki fleiri atkvæði deilt með sætistölunni sem þeirhafa fengið, heldur en annar flokkur. 

Dæmi

XD = 2100 atkvæði

XS =1000 atkvæði

XD fær 1. sætið. og síðan fær xd líka annað sætið vegna þess að þeir hafa 1050 (2100 deilt með sæti) atkvæði í það sæti.  3 sætið fengi XS vegna þess að það er þeirra fyrsta sæti 1000 atkvæði á meðan XD er með 2100/. 

Íslandshreyfingin var t.d. ekki með nægjanlegan fjölda til að fá sæti í RVK. reyndar voru þeir mjög langt frá því og voru t.d. VG á undan þeim í næsta sæti ef fleiri hefðu verið til skiptana. 

eina sem lágmarksfjöldi atkvæða gildir um er jöfnunarsæti og þá teljast öll atkvæði á landsvísu og þá einungis hjá þeim sem hafa 5% eða meira fylgi á landsvísu.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 15:16

45 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vitfyrrt kosningalöggjöf tekur kosningaréttinn af stórum hópi fólks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:27

46 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki veit ég hvaða Rifi Fannar kemur frá en ég hef ekki hitt nokkurn mann sem kýs flokksræði fram yfir lýðræði nema þá kannski innstu koppar í búri sjálfstæðisflokks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:29

47 Smámynd: Fannar frá Rifi

bíddu bíddu.

ég er að spyrja spurninga. hvað ef fólk vill flokksræði. hvað þá? 

hvernig tekur kosningarlöggjöfin kosningarrétt af fólki? rökstyttu þá skoðun þína því hún er ekkert annað en þín skoðun og algjörlega án allra raka. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 15:47

48 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fannar ég held að þú skiljir ekki hvað þú ert að tala um. Flokksræðið sækir ekki vald sitt til þjóðarinnar heldur til spilltra fjármálamanna sem múta þeim. Ég skora á þig að fara fram með undirskriftalista og fá fólk til þess að lýsa því yfir að það vilji að mútugreiðslur fjármálamanna stýri (í kaf eins og dæmin sýna) þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:55

49 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég er ekki að því. Jakóbína. þú ert viljandi að miskilja allt sem ég skrifa. ég er að spyrja hvað ef fólki finnst flokksræði ágæt? hvað þá? ég er ekki að segja eins og þú vilt meina að fólki finnist flokksræði ágæt og það sé best. stór munur þar á. ég vil bara fá viðbrögðin hjá þeim sem telja sig tala fyrir þjóðina, hvort að þeir myndu sætta sig við að þjóðin hefði aðra skoðun en þeir. 

flokksræðið í dag sækir vald sitt og fjármagn í vasa skattgreiðenda og er því hafið yfir almenning. lög um fjármál stjórnmálaflokka er eitthvað það versta sem gat komið fyrir lýðræði landsins. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 16:00

50 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil þingmenn fylgi landsvæði [ekki fólksfjölda þetta eru lagasmiðir] Mikið meira framkvæmavald í hendur svæðanna og yfirframkvæmda valdið taki bara til mála sem nýtast allri þjóðinni jafnt. 

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 16:10

51 Smámynd: Fannar frá Rifi

að meira vald, stærri hluti fjármagns og skattfé ríkisins ásamt verkefnum þess verði flutt í hendur sveitarfélaga. þá er allt vald og ákvörðunarferli búið að færa mun nær öllum íbúum landsins. nema helst þá í Reykjavík en það væri hægt að bæta það ef Reykjavík yrði skipt upp í tvö eða fleiri sveitarfélög.

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 16:28

52 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frakkar mun hafa ákveðið fyrir löngu [fisk]að stöðva fólksfjölgun á  Parísarsvæðinu og efla þéttbýliskjarna jafnt  um allt Frakkland. [sem er fornu mörg þjóðríki]. Þetta heldur meðal annars upp atvinnustigi og réttlætir betri vegi og svo framvegis. Ef Heimskreppan er alvarlegri en spáð er [af Toppunum ] Þá er ekki gott að búa í Reykjavík því að hér öll starfsemin sem tengist öllum gervipeningum ofurgróðatímabilsins. Þar af leiðandi verður atvinnuleysið mest hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvað ESB varðar þá eru ríki eins og Liechtenstein, Andorra, Lúxemborg ekki efst á  vinsældalistanum vegna vöntunar á skattfé til að verjast vaxandi atvinnuleysi. Íslendingar eiga enga vona aftur að verða viðurkennd alþjóðafjármálamiðstöð. Þá blasir við að þessi ofurgífurlegi fjármálageiri á höfuðborgarsvæðinu er of stór baggi á kostnað velferðarkerfis og atvinnuuppbyggingar á landsvísu. Kostnaðurinn sem fer í hann núna má auðveldlega færa yfir í eitthvað sem er arðbært. Seðlabanki aðalstarf að mæla neysluverðsvísitölu OCED/ESB, Verðbréfahöll þegar við öllum fyrirtækum blasir við samdráttum ofan á það að Íslenskur almenningur fjárfestir ekki aftur í slíkum pappírum næst 20 árin bitur reynslu. Alþjóðleg endurskoðenda fyrirtæki, allskonar fjármagnsleigufyrirtæki, eignarhaldfélög, og alltof margir banka: við erum 320.000-

Minnka lánsþörf almennt koma heimilum úr skuldum[forgagnsröðun], fyrirtækjum með arð af eðlilegri rekstrarstarfsemi[forgangsraða], sveitarfélögum[forgangsraða], Ríkissjóði. Fjármagnið fer inn í grunninn og vex upp í tímans rás. Arðsemi og jöfn tækifæri allra til að hámarka gróðann í þágu allra, alltaf að leiðarljósi.

Ísland dvergRíki eða dvergEfnahagsbandalag. Allar stærðir í samræmi.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 18:06

53 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eins og ég hef verið að skrifa! Fólk fyrir fólk þannig að virkja bæði fólkið og sérfræðinga saman í stjórn án stjórnmálaflokka. Skipting svæða á Íslandi í 5 svæði eins og ég hef verið að skrifa um á minni síðu.

Ég er alveg sammála sem þau Júlíus og Jakobína eru að skrifa!

Burt með flokksræðið og valdaklíkurnar.

Í DV. í dag miðvikudag 21 jan. stendur að VG og Samfylking hafi verið í leyni viðræðum og hafi náð saman í ýmsum málefnu.

Eigum við virkilega að fá enn eina Ruglstjórn í framtíðinni? Hvernig á flokkur eins og Safmylkingin að geta boðið þjóðiinni uppá að fara aftur í nýja stjórn eftir það sem hefur á undan gengið í þessari algjörru rugl stjórn?

Ég held að við sem erum á svipuðu máli hér að fólkið eigi að stjórna en ekki flokkar ættum í alvöru að koma saman og ræða málin hvað sé hægt að gera til að breyta stjórnskipulagi landsins til að hugmyndafræðin okkar eigi lýræðislega möguleika!

Hvað finnst ykkur?

Guðni Karl Harðarson, 21.1.2009 kl. 18:12

54 Smámynd: Júlíus Björnsson

Forgangurinn er að koma fjármálageiranum [millifærslu geirananum]  í lag [fyrir kosningar, nýustu fréttir] sem er óarðbærasti atvinnugrein Íslendinga í dag. Og um komandi ár.  Við eru 320.000- og eigum öll að hafa jöfn tækifæri á að hámarka gróðan í þágu þjóðarinnar eða allra annarra jafn góðra. Allir eiga að fá að uppskera eins og þeir sá.

2007 fór 30% af útlánum fjármála geirans í arðbær fyrirtæki og heimili. Og ekki nema 2% í bruðl heimilanna eða óverðtryggð lán sem ekki tengjast greiðslu erfiðleikum.

Heimilisbanka sem sérhæfir sig að öllum lánum Heimilanna eingöngu. Mjög einfaldur í rekstri [netbanki] geymir bestu veðin á hverjum tíma .

Fyrirtækin geta svo haft sinn banka, þar sem einn skjárinn tekur við af Seðlabanka. 

Fíklarnir geta almennt spilað í alvöru kauphöllum erlendis gegnum netið á sinn eigin kostnað eins og ábyrgir gera í dag.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 19:50

55 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Spillingin er landlæg á Íslandi

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 09:30

56 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Burt með flokkræðið er skoðun allflestra sem ég tala við og ég held að það sé lítil hætta á því að það breytist á næstunni, mútukerfi fer illa í flesta þessi misserin...nema kannski þeirra sem eiga hagsmuni í óbreyttu spillingarkerfi.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband