Er þetta trúverðugt?

Við þurfum fólk í forystuna sem hefur vit á efnahagsmálum og fjármálum og hörku til þess að fylgja 08nov01mmálum eftir. Ingibjörg Sólrún teflir fram Jóhönnu vegna þess að fólk treystir henni.

Treystir Jóhönnu til hvers?

Hvað er það í ferli Jóhönnu sem gerir hana að trúverðugum leiðtoga við aðstæður sem þessar? Er það kannski flugfreyjuprófið?

Má ég heldur byðja um einstakling sem hefur vit á efnahagsmálum, fjármálum og peningamálum.

Það þarf einstakling til þess að leiða ríkisstjórnina sem raunverulega passar inn í það hlutverk en ekki sem virkar sem friðþæging vegna þess að hann er tiltölulega óumdeildur.

Val Jóhönnu virðist fyrst og fremst byggt á því að kveða niður mótmæli en hefur ekki það markmið að takast á af einhverju viti við ríkjandi aðstæður í samfélaginu.


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega Jakobína. Jóhanna er góð fyrir sinn hatt, og hefur unnið með ágætum í félagsmálunum.

Það þarf nýtt og breytt valdkerfi, ekki seinna en núna. NÚ ER LAG

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Offari

Jóhanna var valin vegna þess að samkvæmt skoðanakönnunum hefur hún traust. Samfylkingin veit vel að uppbyggingin er ógerleg nema hún hafi traust og fari að vilja þjóðarinar.

Ég lít á þetta sem heiðarlega tilraun til að bjarga málum.  Þó má alltaf sjá út úr þessu eitthvað pólitíkst plott  sem vel getur hafa verið meiningin.

Offari, 26.1.2009 kl. 14:55

3 identicon

Sæl Jakobína.

Ég er ekki hallur undir hvorugan stjórnarflokkinn sem voru rétt áðan að kveðjast en Jóhönnu styð ég heilshugar.

Hún hefur sýnt af sér meiri dugnað en allir til samans í fráfarandi ríkisstjórn og sem meira er að hún skuli vera menntuð flugfreyja gerir hana ennþá eftirtektarverðri. Aðrir eru með langtímamenntun og hvað.................................?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:01

4 identicon

Nei, Óskar, leyfum henni ekki að spreyta sig! Jóhanna getur spreytt sig sem forsætisráðherra, efnahagsráðherra og hvað eina í Mattador, en það væri glapræði að leyfa henni að prófa sig á heillri þjóð.

Ísland er alvöruland og Íslendingar eru alvöruþjóð. Hér eiga að vera alvöruráðherrar. Þá er að vinna utan þingsins.

Helga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:04

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhanna hefur í 30 ár barist fyrir málefnum einstæðra foreldra og ég get ekki sagt að henni hafi orðið nokkuð ágengt.

Orð hennar eru góð en ég hef ekki séð verkin tala

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:11

6 identicon

Heyr, heyr, Óskar. Núna kann ég við þig!

Helga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það er ekki allt fengið með titlum. Okkar fráfarandi forsetisráðherra var sérmenntaður í hagfræði og átti að hafa sérþekkingu á efnahagsmálum. En svo reyndist ekki vera. Í forsvar þarf manneskju sem að er duglegur verkstjóri. Ég hef trú á Jóhönnu en hefði heldur ekki á móti utanþings-manneskju sem kæmi inn sem verkstjóri í bráðabirgðastjórnina. Það þyrfti að vera manneskja sem væri óbangin við að taka á málum.

Anna Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:32

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er alveg sammála því að ekki er allt fengið með tiltlum og efast ekki um að Jóhanna hafi margt til brunns að bera sem nýtist vel á þeim vettvangi sem það á við.

Ég ekki heyrt neinn segja fram að þessu að Geir Haarde hafi getið sér gott orðspor sem snjall hagfræðingur eða sérfræðingur um efnahagsmál né heldur sem afburða stjórnandi eða leiðtogi.

Við þurfum forsætisráðherra sem er afburða stjórnandi og hefur mikla innsýn í efnahagsmál í krafti þekkingar.

Svo einfalt er það. Þetta er alvörumál og hártoganir um tiltla óviðeigandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:37

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Vinsamlegast lesið aths. sem ég gerði við blogg hjá thj41 , og segið ykkar álit á því , endilega .

Hörður B Hjartarson, 26.1.2009 kl. 16:37

10 identicon

Ekki veit ég hvað þú þekkir mikið til Jóhönnu og hennar vinnubragða.

Ekki ertu að segja mér að kona með þessa menntun,

,,Höfundur hefur lokið námi til Kand. mag. gráðu, í stjórnsýslufræði með áherslu á lýðheilsu- og félagshagfræði frá háskólanum í Gautaborg en stundar núna doktorsnám við HÍ."

 er hún með fordóma varðandi menntun fólks?

Annars datt mér í hug hvort svona kona geti ekkert annað en verið bara í námi !

JR (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:02

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

JR þetta hefur ekkert með fordóma að gera. Landið er í rúst vegna þess að hér hafa aðilar farið með völd af mikilli vangetu. Við þurfum mjög klára sérfræðinga til þess að byggja upp úr rústunum. Við þurfum fólk í forystuna sem hefur velferð almennings að leiðarljósi og selur ekki hugsjónir fyrir völd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband