Læti á þinginu

Það er hávaði á þinginu enda sjálfsstæðismenn í vanda með nýtt minnihlutahlutverk sitt. Sennilega verða læti á þingi fram að kosningum og vonandi meiri læti eftir kosningar.

Kannski hljóta spillingarflokkarnir slæma útreið í næstu kosningum.


mbl.is Þingmenn í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vonandi hljóta spillingarflokkarnir slæma útreið í næstu kosningum"

 Hárrétt! - En  bíðum augnablik. Hafa ekki fjórir stjórnmálaflokkar haldið um stjórnvölin síðustu 18 ár ??

 Fyrst Alþúðuflokkurinn með fleirum.

 Síðan Framsóknarflokkurinn - með fleirum.

 Þarnæst Samfylkingin með fleirum.

  Loks Sjálfstæðisflikkurinn með fleirum.

 Er þá ekki rökrétt að álykta að þessi ótrúlega framsýni, stefnumarkandi, eldheiti,framtíðargæfuflokkur vinstri-grænir, séu þeir einu sem hafi möguleika að opna verksmiðjur til framleiðslu á sauðskinnskóm, prjónapeysum og framleiðslu fjallagrasa.

 Á einhverju verður jú þjóðin að lifa!

 Það eru bjartir tímar á næsta götuhorni !Og ekki þarf að óttast að vinstri-grænir berjist ekki fyrir þessum stórkostlegu málaflokkum með odd og eggi! - Eða sem Rómverjar sögðu forðum.: " Pugnis et calcibus" - þ.e.Á hæl & hnakka" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ekki oft sem maður óskar einhverjum slæms gengis en.......

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Í mínum huga skiptir mun meira máli að með nýju kosningafyrirkomulagi (þegar það kemur til framkvæmda) þá muni aðhald allra þingmanna gagnvart kjósendum, aukast til mikilla muna. Þá munu öruggu sætin heyra sögunni til og þingmenn verða að standa sig svo þeir verði ekki einfaldlega sniðgengnir í næstu kosningum. Aukin ábyrgð

Eins er það þegar búið verður að endurskoða/endursemja Stjórnarskrána, þá muni koma skýrari mörk milli Löggjafarvalds og Framkvæmdavalds.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband