Biðlaunin bara bull

Fékk þetta frá Bandaríkjunum:

"En semsagt, varðandi starfslokasamninga sem ríkið er aðili að (við Seðlabankastjórana t.d.)... Lögskýrendur sem ég hef talað við hjá WestLaw international (westlaw.com) hérna úti segja að ríkinu beri ekki skylda til að greiða þessar milljónir skv. starfslokasamningum. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á löngum útskýringum en til að vitna beint í það sem var sagt: "...basically, this is the government, this is not an ordinary citizen. They don´t "have to" do anything. Unless the Constitution requires it, the government is not bound to fulfill these contracts."  Þeim fannst alveg út í hött að fólk héldi virkilega að ríkið/ríkisstjórnin YRÐI að borga þessar milljónir í starfslokasamninga. "They are the government, they can say, sorry, they can say whatever they want!... " við ætlum ekki að borga þér krónu.

Ég sendi þessa fyrirspurn á "expert" (ekki í lögum þó) heima við HÍ, maður sem ég ber mikla virðingu1122339 fyrir og treysti því sem hann segir, og hann telur Westlaw lögspekingana sennilega hafa rétt fyrir sér... Það er gjörsamlega að bera salt í sárin að fara að moka peningum sem ekki eru til í þessa menn - borga þeim fyrir að hafa tekið þátt í þessu klúðri...það þarf að sjá til þess að þetta lið fái enga peninga.(Hvernig er það, eru ekki samningar félagsmanna BSRB lausir á næstunni? Varla fá þeir launahækkanir á næstunni... )"

Ríkisstjórnin nær aldrei sátt við almenning með því að standa eins og aular að hlutunum. Það þarf að hreinsa til í stjórnarráðinu og það á ekki að kosta skatt greiðendur krónu.

Það er ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mig langar þá til að spyrja að einu ætti þá að afnema uppsagnafrest bankamanna bankarnir eru jú all miklir tjónvaldar. Það er ekki mín skoðun þó en sú spurning ætti rétt á sér samkvæmt þessu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.2.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er ekki verið að tala um eðlilegan uppsagnarfrest heldur starfslokasamninga og biðlaun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Var ekki búið að semja um þessi biðlaun við starfslok þegar mennirnir fengu vinnu sem bankastjórar.  Menn hafa bara verið duglegir að semja fyrir toppana aðeins betur en fyrir þá sem lægra eru settir í þarfapíramídanum.

Ólöf de Bont, 7.2.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi samningar eru gerðir í skjóli ofurvalds þar sem menn sitja báðum megin við borðið og semja við sjálfan sig um annarra manna fjármuni.

Þessir samningar eru í hæsta máta óeðlilegir og ef menn hafa bein í nefinu er hægt að komast hjá því að greiða þá. Samningarinir eru eiginlega umboðssvik við þá sem treystu þessum mönnum fyrir völdum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er greinileg um lögfræðileg álitamál að ræða sem ég treysti mér ekki til að tjá mig um. Siðferðislega er um mikið réttlætismál að ræða og má teljast eðlilegt að segja ÖLLUM starfslokasamningum. Það þýðir þó ekki að viðkomandi starfsmenn njóti samningsbundinna uppsagnarákvæðum í almennum kjarasamningum sem gilda um störf þeirra.

Þarna getur verið um töluverðar fjárhæðir að ræða og líka mikið réttlætismál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sumir hafa sett rök laganna yfir röksemdir siðferðisins. Ég ætla að setja siðferðisrök ofar lagalegum rökum en byggja líka á rökum um réttlæti.

Ef menn gerast brotlegir í starfi eru til ákveðin lagaleg rök fyrir því að ekki þurfi að standa við gerða samninga. Vanhæfni og það að sinna ekki því sem starfslýsingin kveður á um eru undir venjulegum kringumstæðum talin brot í starfi. Ef „venjulegum“ starfsmanni er vikið úr starfi af þessum ástæðum þá er í langflestum tilvikum litið svo á að hann hafi fyrirgert rétti sínum til launa eða annarra greiðslna.

„Venjulegur“ starfsmaður býr líka yfirleitt ekki nema við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Launin sem er verið að ræða um hér heita biðlaun og einhverra hluta vegna eru það að öllu jöfnu farin að miðast við heilt ár.

Fyrst langar mig til að velta því fyrir mér hvernig við viljum skilja orðið biðlaun? Minn skilningur er a.m.k. sá að þetta séu laun sem er ekki óeðlilegt að þingmaður fái t.d. þegar hann dettur út af þingi. Þingmaðurinn er í atvinnu hjá þjóðinni og þjóðin getur sagt honum upp með því að kjósa hann ekki aftur. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt atvinnuumhverfi og ábyggilega óvenjulegt atvinnuöryggi.

Þess vegna finnst mér ekkert óeðlilegt við það að þegar þingmanninum hefur eiginlega verið sagt upp þá geti hann farið fram á það að bilið frá því að hann dettur út af þingi og þar til hann er kominn í aðra launavinnu sé brúað með biðlaunum. M.ö.o. að hann þiggi biðlaun á meðan hann bíður.

Þar sem ég er einn af atvinnurekendum þeirra sem geta farið fram á biðlaun þá langar mig til að bæta því við að mér finnst heldur ekkert óeðlilegt við það að 12 mánuðir séu áfram hámark. Ástæðan er sú að þingmenn og fleiri opinberir starfsmenn búa við óvenjuleg vinnuskilyrði eða öllu heldur -öryggi sbr. þingmenn og ráðherrar.

Mér finnst það hins vegar útilokað að biðlaun í 12 mánuði sé ótakmarkaður réttur sem allir opinberir starfsmenn geti farið fram á undir hvaða kringumstæðum sem er. Mér finnst að biðlaun umfram þrjá mánuði ætti frekar að líta á sem réttindi sem opinberir starfsmenn eigi frekar að geta sótt um eins og atvinnulausir um atvinnuleysisbætur.

Þeir sem gerast brotlegir í starfi eins og þeir seðlabankastjórar sem neita að víkja sætum, stjórendur fjármálaeftirlitisins sem stóðu ekki vaktina sína og ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar sem gerðust berir af vanhæfni í starfi á að svipta rétti til biðlauna. Þeir þeirra sem sitja uppi atvinnulausir ættu þó að geta sótt um biðlaun en umsóknir þeirra þarf þó að skoða og meta út frá öllum gefnum forsendum en ekki að líta á það sem sjálfsagðan hlut að vanhæfur starfskraftur eigi rétt á bótum fyrir það að vera vikið úr starfi af þeim sökum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 19:57

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Að sjálfsögðu. Svo sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 7.2.2009 kl. 21:40

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér gilda ekki sömu lög fyrir alla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband