Ekki í fyrsta sinn sem einhver verður fyrir vonbrigðum með Davíð Oddson

Ég bendi á ágæta bloggfærslu um bréfritarann Davíð.

Davíð samdi leikreglurnar en þær eru þannig að reka má mann og annan svo lengi sem það er ekki hann sjálfur sem er rekinn.

Nú er að sjá hvort að Samfylkingin sjái við honum og semji nýjar leikreglur sem leyfa að hann sé rekinn. Samfylkingin gæti t.d. skoðað þetta sjónarmið.

Hvaða ríkisstjórnar sem tekur við veldi Sjálfsstæðisflokksins bíður ægi erfitt verkefni því á löngum valdatíma hefur flokkurinn lagt undir sig allar valdastofnanir og hannað leikreglur sem gera alla nema þá sjálfa að leyfilegum skotmörkum.

Það þýðir lítið að leita til dómstóla með mál til úrlausnar því Sjálfstæðisflokkurinn á dómstólanna og þá sérstaklega hæstarétt.

 


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Færslan hans Friðriks er örugglega góð, geymi hana til morguns

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bendi á færslu hér en þar er fjlallað um brottrekstrarsök DO og segir m.a.

Davíð Oddsson setti Seðlabanka Íslands á hausinn á sinnu vakt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Offari

Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem ég varð fyrir vonbrigðum með Davíð.  Skilur hann ekki að fortíðin verður að víkja fyrir framtíðini?

Offari, 9.2.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Og sonurinn að dæma? (rangur landshluti) Eða frændinn? Eða vildavinurinn? Heitir ekki á mannamáli að skipulagbreytingar séu framundan? Og í ljósi þess sé sagt upp og ráðið aftur á faglegum forsendum. Held að það þýddi lítið fyrir fólkið sem hefur misst vinnuna sína að segja nei, ég fer ekkert! Ég haf ekkert gert af mér. Það fór bara allt á hausinn á minni vakt. Og alþjóð híar á okkur. Skilur ekkert í því að mennirnir séu ekki löngu farnir. Þetta liðist hvergi nema hér og svo í einhverjum Afríkuríkjum. Út með þessa menn alla saman.

Rut Sumarliðadóttir, 9.2.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég verð að taka undir það ósvífnin er komin á eitthvað fáránleikastig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband