Hvers vegna leynimakk?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendir leyniskýrslur til ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna? Hvað í skýrlsum þeirra þolir ekki dagsins ljós eða það að koma fram fyrir alþjóð. Þetta varðar væntanlega þjóðina.

Ofurvald þrífst í skjóli leynimakks.


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður hefði haldið að okkur komi þetta við. Eða erum það ekki við sem eigum að borga þetta? Af hverju er ný ríkisstjórn ekki búin að upplýsa allt um leyniákvæðin og hversvegna er IMF að halda leynd yfir athugasemdir sínar við lagafrumvarpi? Það kom fram í kvöldfréttum að Jóhanna hefði beðið um að þessum trúnaði verði aflétt og er það vel.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 19:54

2 identicon

Íslendingar eru ekki aðilar að samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði samkomulag um Íslendinga við íslensk stjórnvöld.

Samningsaðilar virða hvorn annan. En þeim sem samið var um, þ.e.a.s. Íslendingar, kemur málið ekki við.

Þannig gekk fyrrum ríkisstjórn frá málinu.

En núverandi forsætisráðherra virðist líta svo á að andlagið í samningnum, þ.e.a.s. þjóðin, eigi að fá fréttir. Nú er að sjá hvort AGS sé sammála því að andlaginu komi málið við.

Helga (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Okkur kemur þetta ekkert við, við eigum að borga, en það gerir ekkert til því við hvorki gerum það né getum.  En við skulum koma þessu liði af okkar launaskrá við fyrsta tækifæri með góðu eða illu.
 Kicking Dirt 




Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Burt með síðasta Bilderberg fulltrúann sem enn er við völd á Íslandi!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband