Er þetta fólk firrt?

Henda 13.3 milljörðum í tónleikahús en eru að skera niður 2-3 milljarða í heilbrigðisþjónustu. Störf við þessa uppbyggingu eru óheyrilega dýr.

Þjónar þessi ákvörðun því að bjarga einhverjum auðmönnum, þ.e.a.s.  byggingarverktökum.

Það er heimskreppa framundan og því er spáð að draga muni úr ferðamennsku í kjölfarið.

Því miður er það svo að stjórnmálamenn taka nú arfavitlausar ákvarðanir.

Í fréttinni segir: Austurhöfn-TR ehf. og dótturfélög þess munu vinna með skipulagsyfirvöldum borgarinnar að áframhaldandi þróun svæðisins og aðlögun þess að nærliggjandi uppbyggingarsvæðum.

Hverjir eru eigendur Austurhafnar? Jú það er ríki og borg en framkvæmdin miðar því að halda uppi verkefnum fyrir Íslenska Aðalverktaka

Í frétt mbl 15. okt. sl. segir:

Eignarhaldsfélagið Portus hf. samdi við ríkið og Reykjavíkurborg um að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús við Austurhöfnina í einkaframkvæmd. Þrátt fyrir fjárhagserfiðleika eigendanna, Landsbankans og Nýsis, hefur Portus getað staðið í skilum við verktaka, eftir því sem næst verður komist. Félagið hafði fjármögnun til ákveðins tíma, áður en bankarnir fóru í þrot, en fresturinn sem menn hafa til að ganga frá framhaldinu er að styttast.

 Portus hf er í eigu Landsbankans og Nýsis.

Íslenskir aðalverktakar hafa hægt á framkvæmdum í samráði við þá sem standa fyrir verkefninu. Ekki er lengur unnið á nóttunni.

Félag í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar, Austurhöfn-TR ehf., hefur það hlutverk að sjá til þess að tónlistarhúsið rísi og komist í rekstur. Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri segir að verið sé að fara yfir alla valkosti í stöðunni núna en að lokum verði eigendur félagsins að koma að ákvörðunum.

Frétt frá júlí á síðasta ári:

Lögmaður eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og Klasa hf. íhugar nú að sækja bætur vegna byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss við höfnina í Reykjavík. Tilboði Portusar ehf, sem er í eigu Landsbankans og Nýsis, var tekið en það hljóðaði upp á 12 milljarða króna. Gert var ráð fyrir stofnkostnaði upp á 8,5 milljarða í tillögu Fasteignar og Klasa.

Enn eru draumórar nýfrjálshyggjunar að verki. Því á stórasta landi í heimi á nú að byggja ráðstefnumiðstöð á heimsmælikvarða. Lúxus fyrir þá sem ekki hafa lent í skuldafjörtunum.

Hvert starfana sem talað eru um að skapist kosta tæpa 2 milljónir á mánuði og hætt er við að minnsti hluti þess lendi í vasa verkamanna.

Verkefninu fylgir eyðsla á gjaldeyri (sem er rándýr) en stærsti hlutinn fer í að redda verktakanum.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar á að skera meira niður í heilbrigðiskerfinu. Það á aðeins að taka um milli 2-3 milljaraða frá LSH. Svo verður að sjálfsögðu tekið eitthvað svipað frá hinum stofnununum.

María (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:32

2 identicon

"Í fréttini segir: Austurhöfn-TR ehf. og dótturfélög þess munu vinna með skipulagsyfirvöldum borgarinnar að áframhaldandi þróun svæðisins og aðlögun þess að nærliggjandi uppbyggingarsvæðum.

Hverjir eru eigendur Austurhafnar?"

Tveir aðilar: Reykjavíkurborg og Ríkissjóður Íslands.

kari (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, ef við leggjum niður embætti forseta Íslands, eigum við efni á þessu . Ég skil heldur ekki til hvers við erum að halda uppi einhverju sem hefur ekki neitt raunverulegt gildi fyrir þjóðina, mér finnst forseti Íslands vera meira sögulegt embætti sem ég vil halda áfram að minnast, en leggja það niður, því við höfum ekki efni á því að reka svona embætti, en við höfum meiri þörf fyrir heilbrigðisstofnunum og þjónustu því tengdu.

Það eru ábyggilega einhver fleiri svona "óþarfa" embætti sem eru bara dýr og sýna hvað við erum flott.  

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:58

4 identicon

Það eru að koma kosningar!

 En hvar á að fá peningana eftir kosningar?

TH (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:59

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Góð spurning, ég einnig velt þessu fyrir mér.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það skyldi þó ekki eiga að taka af láninu frá ASG sem börning okkar eiga að borga

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 17:09

7 identicon

Væri ekki betra að reikna út hvað þjóðarbúið skuldar og geiðslubyrði, áður en haldið er áfram að halda áfram byggingu þessarar hallar.

Byggingin fer ekkert.

En þetta sýnir það svart á hvítu að við erum ekki búin að draga næga reynslu af fortíðar-sukkinu ennþá.  Spurning hvenær það verður ?   

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:57

8 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Já íslenska Aðalverktaka.   Þeir kunna að bjarga sér.

Ég var einusinni bókari á aðalskrifstofunni þeirra og trúið mér Það var ýmislegt bókað á risnureikninginn þar.  Og þá átti Ríkið 60% í fyrirtækinu.

Það er líka í einaskiptið sem ég hef skrifað upp á 3 bls. Þagnar og trúnaðarplagg.

Þar sem í meigin atriðum stóð ef þú skapar fyrirtækinu skaða þá þarft þú að borga hann.

Matthildur Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 20:52

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fagna því að vinnu við byggingu Tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn skuli fram haldið. Þar er verið að setja umtalsverða fjármuni í uppbyggingu, sem ella hefði farið í að greiða atvinnuleysisbætur til hundraða einstaklinga. Auðvitað verður að koma til meira fjármagn, en á það ber að líta að Tónlistarhúsið er stærsta einstaka framkvæmdin sem stendur, sem við getum kallað uppbyggingu á Menningartengdri Ferðaþjónustu.

Tónlist er stór partur af okkar menningu og þarna er verið að gera þeim parti mjög hátt undir höfði, sem er afar verðugt. Þeir sem koma hingað til að sækja viðburði í Tónlistarhúsinu, munu skila umtalsverðum gjaldeyri inn í hagkerfið okkar. Við skulum bera höfuðið hátt og nýta okkar menningu til að laða að okkur ferðamenn. Ferðaþjónustan er okkar vaxtabroddur, við skulum nýta hann á vandaðan hátt.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 21:53

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður það er vel hægt að spila og syngja á n þess að eyða til þess 13 milljörðum.....Held að þú sér að rugla saman snobbi og listum...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 22:13

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég hef hvergi séð því mótmælt á bloggheiminum en gæti náttúrulega yfirsést það.  En það var lítil grein í Morgunblaðinu frá hollvinum Grensásdeildarinnar, "kraftaverkadeildar Íslands".  Þvílíkt gæðastarf sem þar er unnið og eðli þeirrar deildar er að enginn veit hver nýtur þjónustu hennar næst.  Núna á að rústa henni.  Allt í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Gylfa forseta ASÍ.  Svo er þetta næsta eða þarnæsta frétt.  

Ég óska t.d ekki uppklöppurunum þess að barnabörn þeirra lendi í umferðarslysi og hljóti mænuskaða.  Ég held að það sé ekki til ömurlegri leið til að komast af því af hverju fólk á ekki að vera strútar.  En það sem tók áratugi að byggja upp á að eyðileggja á einni nóttu.  Svona dæmi eru þegar orðin mörg og þeim mun stórfjölga á næsta ári.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.2.2009 kl. 22:27

12 Smámynd: Hlédís

Sammála Hólmfríði!  Endilega ljúka byggingu húss sem komið er þetta vel á veg! það er líka dýrt að láta mikinn hluta fjár sem þegar liggur í byggingunni fara til spillis.  Þá er byggingin atvinnuskapandi - þó svo líka fari í hana gjaldeyrir. Plön um að "halda áfram uppbyggingu" í kring eins og ekkert hafi gerst þykja mér hinsvegar lítt raunveruleikatengd, svona sem stendur.

Hlédís, 19.2.2009 kl. 22:36

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

  1. Byggingin liggur ekki undir skemmdum eftir að búið er að loka henni og koma á hana hita.  Þumalfingurreglan er að 50% kostnaðar við nýbyggingu sé að koma henni í fokhelt ástand.
  2. Mjög dýr störf og eingöngu karlastörf. Miðað við kostnað skapar framkvæmdin ekki mörg störf.
  3. Ekki er líklegt að mikil ásókn verði í þjónustu þessarar stofunnar fyrr en eftir kreppu. (10 ár)
  4. Mun brýnna er að halda upp mannfrekri starfsemi, t.d. endurhæfingu og slíku.
  5. Mun brýnna er að leggja í framkvæmdir sem fela í sér afleidd og ábatasöm störf og þjóðhagslegan ábata.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:15

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Að klára þessa byggingu er eins og að kaupa flatskjá en hunsa menntun barna þegar kreppir að. Menn þurfa að huga að forgangsröðun út frá mannúðarsjónarmiðum og jöfnuði. Þetta tónlistarhús er snobbdæmi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:18

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það sem þú segir um þetta frá a til ö, er allt rétt.  Fólk þarf að fara að skynja og meðtaka þá staðreynd að kreppan er komin til að vera og hún er mjög alvarleg.  Þess vegna þarf að forgangsraða og gera gott úr því sem við eigum.  Fólkið er okkar mestu verðmæti með börnin okkar í forgang.

Takk fyrir og góða nótt.

Ómar Geirsson, 20.2.2009 kl. 01:08

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei Jakobína ég er ekki að rugla saman snobbi og listum. Ég er að hugsa um framtíðina og hún er ekki svört. Ef haldið er áfram að halda eintómri bölsýni að fólki þá hefur það afar slæm áhrif. Kreppa er svo mikið huglæg og ef við hugsum stöðugt um skort, þá mun okkur skorta svo margt

Hugsum um allar þær alsnægtir sem okkur standa til boða og þá munum við upplifa alsnægtir.

Nýtt lýðveldi  - skrifa undir áskorun  HÉR 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 01:29

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður það eru margir sem líða nú þegar skort. Það er verið að taka þessa þrettán milljarða sem á að setja í tónlistarhúsið fá öðrum brýnum verkefnum. Ég vil benda á að það stendur til að skera niður 56 milljarða hjá hinu opinbera. Menntamál, heilbrigðismál og skólamál lenda í niðurskurðinum því ekki má taka á sukkinu hjá hinu opinbera.

Það er hræðilegt ábyrgðarleysi að eyða í vitleysu og láta barnafjölskyldur líða skort. Það er líka vítavert að loka augunum fyrir skorti annarra og styðja sukkið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband