Á að leysa efnahagsvandann með annarri lygaherðferð

Þegar útlit var fyrir að allt væri á leiðinni í kalda kol í efnahagsmálum þjóðarinnar fóru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún í herferð víða um lönd til þess að reyna að skapa jákvæða ásýnd íslenskra banka.

Ný-frjálshyggjan grundvallast m.a. á því að fólk trúi á pappíra sem hafa engin verðmæti á bak við sig.

Mikil gerviauðæfi eru sköpuð en eigendur þeirra notfæra sér fávísa stjórnmálamenn sem ganga í þjónustu þeirra við að telja almenningi trú um að verðmætin séu horfin með gervipappírunum.

Eigendur gerviauðæfanna vilja komast yfir hin raunverulegu verðmæti með aðstoð valdhafanna.


mbl.is Ekki má „tala niður" íslenskt efnahagslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég býst þá við að ríkisábyrgðir á innlánum, ríkisvæðingar í kreppum, útþensla ríkisvaldsins og pólítískt ráðnir bankastjórar Seðlabanka og annarra ríkisbanka séu líka nýfrjálshyggja? Fáir frjálshyggjumenn myndu gangast við stefnu sem hefur svona nammi á teikniborðinu.

Er kannski nýfrjálshyggja eins konar regnhlífarhugtak fyrir allt sem tengist spillingu, siðleysi og vanhæfi? Eða kannski bara þegar stjórnmálamennirnir eru með blá bindi, en ekki rauð? Við vitum jú öll að hægrimenn eru vanhæfir og siðlausir en vinstrimenn eru vel upplýstir, skilvirkir og góðhjartaðir.

Ég viðurkenni að þetta var fáránlega ómálefnaleg athugasemd, en stundum á maður bara að segja það sem maður er að hugsa án þess að sykurhúða það :P

Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér sýnist hægri og vinstri vera frekar úrelt hugtök. Blátt og rautt líka.

Ný-frjálshyggjan er hugmyndafræði forheimskunnar og hafa ýmsir ánetjast og þar á meðal flestir valdhafar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.2.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband