Mútuþægni stjórnmálamanna

Fimm mánuðum eftir bankahrunið er varla farið að rannsaka nokkurn skapaðan hlut. Tætararnir hafa verið á fullu og gögnum eitt. Þetta var gert í skjóli dómsmálaráðherra og þeirra saksóknara sem hann skipaði og voru venslamenn stjórnenda í bönkum.

Efnahagsbrotadeild skorin niður. Hvers vegna?

Er það ekki hlutverk einhvers að tjekka á þessu öllum saman?

Væri kannski ráð að reka þessar skilanefndir og setja í þetta alvörufólk. Þessar skilanefndir eru bara þrotabússtjórar og eru ekki að rannsaka neitt.

Björn Bjarnason hefur talað í áróðursstíl um skilanefndir og saksóknara annað sem hann þykist hafa gert. En hvar er árangurinn?

Árangurinn er akkúrat enginn vegna þess að viljinn til þess að afhjúpa spillinguna er enginn.

Hvers vegna?


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dööh.

Það skyldi þó ekki vera vegna allra hagsmunatengsla Blá-manna?

Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hver hefur búið til loðna og óskýra stjórnsýslu? Það skildu þó aldrei vera klíkuráðningar á vanhæfum einstaklingum og vanhæfir ráðherrar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hverjir hafa verið við völd í sl. átján ár?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Segi það einu sinni enn: Glæpurinn er það stór að ef það verður skýrt frá honum þá fyrst verður allt vitlaust hér á landi. Þess vegna gerist afar fátt.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband