Atvinnuleysi eykst

Hvað er gott við það?

Auðvitað breytist hraðinn þegar að bankastarfsmennirnir eru farnir út en það er ekkert gott við þessa frétt því atvinnuleysi fer vaxandi en það er nýtt ástand á Íslandi.


mbl.is Hægir á vexti atvinnuleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er  tæplega 10% atvinnuleysi og gjaldþrotahrinan er ekki ennþá byrjuð.  Og uppsagnir ríkisstarfsmanna sem verða verulegar þegar líða tekur á árið.

Og athugaðu að ekki hefur heyrst hósti um hvernig tekjuáætlun ríkissjóðs stenst áætlun.  

En það er rétt að ekki er allt dautt ennþá.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar eftir aðferðafræði kirkjuslöngunnar.  Kæfa hægt og örugglega.  

Þetta á bara eftir að versna.  Og ég er bara bjartsýnn.  Minnist ekki á hrun.  Búsáhaldabyltingin hin síðari mun umpóla stjórnmálum á Íslandi og við munum fara að reyna að bjarga okkur með sumrinu.  Sannaðu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Offari

Já ég er hræddur um að önnur búsáhaldabylting muni brjótast út. Ég get ekki séð að neitt sé að lagast. Framsókn eini flokkurinn sem reynir að finna lausnir og þó finnstmér svoldill kosningabragur á þeim lausnum.

Offari, 27.2.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lausnir framsóknar eru einungis tilfærslu og draga ekki úr vandræðunum heldur færa þau bara til.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir eru að reyna að ná atkvæðum fólks sem þeir sáu um að koma í skítinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Offari

Þú ert að miskilja þessar tilögur eins og reyndar flestir gera. Í raun græðir ríkið á þessum tilögum.

Offari, 27.2.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek fram að ég vil afnema verðtryggingarkerfið. Það á að setja fasta vexti á húsnæðislán og dreifa þannig áhættunni á milli lántakanda og lánveitanda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:24

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessar tillögur fela í sér að þeir sem hafa hæstar tekjur (en þeir fá hæsta greiðslumatið í bönkum) og hafa því tekið hæst lán og keypt dýrust húsin fá hæstu upphæðina. Er ekki komið nóg að því að dilla við hátekjufólk.

Það er hægt að ná áhrifum með því að veita tekjutengdar vaxtabætur og breyta gjaldþrotalögum.

Með þessu kosningaloforði er framsókn að múta almenningi til þess að kjósa þá. þeir gerðu það líka 2003 en skíturinn sem skuldar eru í nú er afleyðing af fyrri kosningarloforðum framsóknar.

Það kemur að því að greiða þarf þessa útjöfnun í sköttum og þá er lágtekjufólk farið að styrkja hátekjufólk eina ferðina enn.

Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það lendi að hluta á ríkissjóði og dreifist síðan úr í skattheimtuna.

Vittu til framsókn kann ekki að reikna það hefur sýnt sig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:40

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þessi 20 %  skuldaniðurfelling er ígildi þeirrar hækkunar vísitölunnar sem varð frá 1/1 2008 til dagsins í dag.  Skipulagðar árásir bankanna á krónuna hófust í ársbyrjun 2008.

Verðtryggingar-Bensi hefur fært fyrir því sterk rök á bloggi sínu að niðurfelling skulda þurfi að vera almenn aðgerð.  Hvar eru dregin mörkin við tekjur?  Eru t,d allir sem eru með tekjur yfir 600 þús. óæskilegir í þjóðfélaginu?  Ef þeir fá ekki sömu aðstoðina og aðrir þegnar landsins þá er verið að segja þeim að hypja sig.  Á að miða við upphæð lána?  Hvar á að setja þau mörk?  Sá sem tekur sér vald til að skilja milli feigs og ófeigs skapar fleiri vandamál en hann leysir.  Því kjarni málsins er sá að vandinn er svo útbreiddur að þjóðin hefur ekki efni á flokkadráttum.  Í bloggi mínu um Þórólf prófessor þá var ég að orða hina mannlegu hlið málsins sem fólk verður að hafa í huga.  Um hin hagrænu má lesa hjá Bensa.

Það er rétt að kostnaðurinn fellur á framtíðarskattgreiðendur en hægt er að láta það gerast á löngum tíma.  Sjá hugmyndir Gunnars Tómassonar.  En kostnaður þess að þæfa málið og rífast um hverjir eiga að fá hjálp og hverjir ekki, er einnig mjög mikill.  Og hann fellur strax á skattgreiðendur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband