Er Vatikanið gengið af göflunum?

Þvottavélin frelsaði konur!
mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hefur það einhvertímann verið á göflunum?  Vatikanið er tímaskekkja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.3.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Heidi Strand

Saumavélin frelsaði mér.

Heidi Strand, 9.3.2009 kl. 01:15

3 identicon

"Vatikanið gengið af göflunum"? Ja, hverju ætli Guð svari?

Það má hlæja að þessari tilraun Páfagarðs til að ná völdum yfir hugsunum kvenna og karla en skynsamara finnst mér nú að horfa á þessa furðulegu yfirlýsingu Vatikansins sem tilraun til að stjórna lýðnum með fáfræði.

Æi, það væri náttúrlega best ef páfinn og hirðin hans kardínálarnir gætu verið svo elskulegir að blanda sér ekki í líf þeirra sem þora að lifa lifinu. Þeir hafa valið að þora ekki að takast á við lífið og velja þess vegna að búa saman undir einu þaki og gera heimili sitt að vernduðum vinnustað. Til að undirstrika að þeir tilheyra ekki alþýðu manna þá ganga þeir í kjólum með hálsfestar.

Það ætti að vera hægt að hlæja að þvi að þessir karlar séu að reyna að hafa áhrif á stöðu kvenna utan Vatikansins en það er í þessu þó nokkur alvara því páfinn og kardínálarnir ná best til þeirra sem síst þurfa á því að halda að láta stjórnast af guðsótta heldur skynsemi til að bæta líf sitt og sinna, með eða án þvottavélar.

Ætli nunnurnar í þvottahúsi Vatikansins finni fyrir meira frelsi en aðrar konur?

Helga (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 01:15

4 identicon

Algjörlega sammála þér Helga!!   K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 04:31

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Já, Helga það er spurning hvort þær séu frelsaðri en aðrar þvottahús konur.

En þetta er eins og svo margt annað frá þessari stofnun sem hægt er að líkja við verndaðann vinnustað (væri munur ef fleiri svoleiðis staðir hefðu það fjármagn sem þeir hafa) algerlega gegnsýrt af karlrembingi og tilraunum til að stjórna með mátti trúarinnar. 

Ég er trúuð en ekki kaþólsk og tel trúarbrögð vera sterkasta "vopn" til að  halda framförum í skefjum og skynsemi.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.3.2009 kl. 08:23

6 identicon

Það flotta við þetta voru lokaorðin sem sýna í hnotskurn hvurskonar afturbatakarlrembingar þetta eru:

Þeir segja að ,,tækninni hafi fleygt svo fram að konur geti nú uppfyllt ,ímynd súperkonunnar, brosandi, máluð og geislandi innan um heimilistækin.' "

Jú, draumur okkar allra er að vera glansandi innan um heimilistækin, heheheh

Gústa (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband