Mannréttindastofa lítinn áhuga á mannréttindum?

Ég hef varla heyrt minnst á þessa mannréttindaskrifstofu áður, þ.e.a.s. vegna beinna afskipta af mannréttindabrotum á Íslandi en nógu hefur verið að taka.

Reyndar finnst mér þetta frekar heimskulegt uppátæki þessi herferð til þess að þakka útlendingum fyrir að auðga landið. Ég er alltaf þakklát útlendingum fyrir að auðga landið (en þó ekki þeim sem gera það ekki). Ég er líka þakklát konum, börnum, lespíum, hommum, þess vegna hundum og köttum fyrir að auðga landið að því marki sem þeir gera það. Ef einhver sjálfstæðismaður myndi auðga landið myndi ég líka verða mjög þakklát.

Ég er eiginlega meira þakklát útlendingum en sjálfstæðismönnum vegna þess að mér finnst útlendingar auðga landið meira en sjálfstæðismenn. En sjálfstæðismenn eru menn líka rétt eins og konur, börn og útlendingar en þó ekki eins og hundar og kettir. Ég varast þó að sýna sjálfstæðismönnum fordóma og reyni að minna mig á að kannski geti þeir lært. Lært t.d. að bera virðingu fyrir konum og börnum og rétt eins fyrir öðrum útlendingum en þeim sem þeir líta á sem erlenda fjárfesta.

Hvar hefur mannréttindastofa verið í tíð sjálfstæðisflokks þegar mannréttindi voru brotin á nánast öllum nema þá sjálfstæðismönnum. Ég er ekki frá því að þeir hafi líka verið farnir að brjóta mannréttindi hvor á öðrum en orðnir svo samdauna ástandinu að þeir föttuðu það ekki.

Skar ekki Björn Bjarnason niður fjárframlög til mannréttindaskrifstofu árið 2005 rétt eins og hann skar niður framlög til efnahagsbrotadeildar?


mbl.is Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Jakobína

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) eru frjáls félagasamtök sem ríkið hefur styrkt lítillega, og já, Björn elskulegi Bjarnason skar niður styrk til MRSÍ það ár.  MRSÍ hefur unnið mjög mikið og gott starf með aðeins eina launaða manneskju.  Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar á vegum hennar og hef ég sótt margar af þeim.  MRSÍ er rekið af ýmsum aðildarfélugum og er Siðmennt eitt þeirra.  Bjarni Jónsson situr í framkvæmdarstjórn MRSÍ en hann er varaformaður Siðmenntar.   Ég tengist þessu í gegnum Siðmennt og áhuga mínum á mannréttindum.   Sjálfstæðisflokkurinn er mjög vanþroska þegar kemur að mannréttindum og hefur jafnvel ekki eigin hugsjónir að leiðarljósi því hann styður það ríkisbákn sem þjóðkirkjan er.  Jafnframt virðir sá flokkur jafnrétti lífsskoðunarfélaga að vettugi og var það að mestu Birni Bjarnasyni "að þakka".   Birgir Ármannsson hefur sýnt því skilning en hafði ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína í þeim efnum í allsherjarnefnd.   Hugsanlega er ný kynslóð sjálfstæðismanna skárri en til þess að tryggja áframhaldandi bætt mannréttindi á Íslandi þarf að kjósa xS eða xVg í apríl.

Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér sýnist Svanur af heimasíðu félagsins að starfsmennirnir séu fimm. Miðað við stöðu mannréttindamála á Íslandi virðist mér þetta vera enn eitt kerfisapparatið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.3.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband