Land atvinnutækifæranna

Hver vill ekki búa í heilbrigðu samfélagi sem býður upp á réttlátar leikreglur? Stjórnvöld á Íslandi hafa um langa hríð kúgað almenning og gert samfélag okkar einhæft og leiðinlegt. Í stjórnartíð sjálfstæðisflokks mótaðist samfélag með einhæfri þekkingu og fáum tækifærum.

Sífellt hafa leikreglurnar verið hannaðar og sniðnar að þörfum fárra. Valdið til þess að nýta auðlindirnar hefur verið fært á fárra hendur. Hannað hefur verið kerfi á Íslandi sem stýrir öllum verðmætum í vasa fárra. Nýsköpun er drepin niður og frumkvöðlar flæmdir úr landi.

Sérhagsmunir flokkseigendanna hafa ráðið því að vilji og hugmyndaauðgi einstaklinga sem vilja hasla sér völl í atvinnulífinu er drepinn niður, nýliðun er ekki leyfð. Nýliðun hefur ekki verið leyfð í sjávarútvegi og landbúnaði. Fullvinnsla og þjónusta við frumgreinarnar er drepinn niður með regluverki og höftum.

Heilbrigt samfélag hlúir að uppsprettu hefðbundinna og nýrra atvinnugreina. Heilbrigt samfélag fagnar framtaki einstaklinga og vilja þeirra til atvinnusköpunar. Heilbrigt samfélag eflir löggjöf sem stuðlar að heilbrigðu samkeppnisumhverfi sem virkjar gæði og sanngirni.

Draumalandið sem ég lýsi hér að ofan þekkist ekki á Íslandi. Á Íslandi hafa olíufélögin drepið niður atvinnurekstur með verðsamráði og einokun. Á Íslandi hafa kvótakerfi dregið alvarlega úr lífkjörum í byggðalögum og til sveita. Einstaklingum hefur verið meinað að bjarga sér, byggja upp sitt eigið og ráða sínum verustað.

Ofríki valdhafanna hefur leitt til þess að kranaháskólar hafa ungað úr fólki með einhæfa menntun sem áttu að þjóna fjármálakerfi alheimsins, draumsýn Hannesar og Davíðs. Byggð hefur verið upp verktakastarfsemi sem einblínir á loftbólu. Menntun og þekking sem þjónar heilbrigðu, fjölbreyttu og sveigjanlegu samfélagi er af skornum skammti.

Allir stóru flokkarnir eru týndir í árinu 2007. Hugmyndir þeirra um framtíðina á ekkert skylt við þann raunveruleika sem blasir við í samfélaginu og er afleiðing stjórnleysis og þröngsýnna hugmynda um hagkvæmni. Hagkvæmni fortíðarinnar er hagkvæmni fárra. Lausnir fortíðarinnar eru vandamál dagsins í dag.

Þetta er stóru flokkunum fyrirmunað að sjá og ég segi því áfram Guðjón Arnar


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flottur pistill!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þegar maður setur þennan pistil í samhengi við greinar þínar um sjálfbærni þá er Kreppuútleiðin komin.

Ný hugsun, ný vinnubrögð.

Og elska það smáa og græna.

"Small is beautiful" sagði Economist einhvern tímann á tíunda áratug síðustu aldar þegar þeir skrifuðu um styrk Þýska hagkerfisins.  Sú hugsun mun koma okkur uppúr hjólfari rányrkju og auðhyggju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

"Small is beautiful" á þetta rit Ómar einhvers staðar í fórum mínum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vel skrifað & innihaldzríkt, miklu mun betur reyndar heldur en fréttin sem að þú tengir við færzluna þína, hvað þá réttritundin í henni.

Hroðvirkni www.mbl.is er eiginlega að verða aðhlátursefni, & þá er nú lángt seilst hjá mér, sem að mizbrúka 'ztazzettníngu' að vild.

Enda ekki 'miðill'.

Steingrímur Helgason, 31.3.2009 kl. 00:23

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:39

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég sá Guðjón Arnar í Zetunni í dag þar sem hann kom með ómaklegar ásakanir á Sjálfstæðismenn og varði rasismann sem hefur verið boðaður í nafni Frjálslyndra. Ekki finnst mér skrýtið að flokkurinn þurrkast út í næstu kosningum.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 02:10

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flottur pistill!

Sigurður Þórðarson, 31.3.2009 kl. 07:31

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill sem greinir ástandið vel, kvótakerfið og svipaða hugsun sem miðar að því að koma verðmætum á færri hendur.

Ástandið núna er jafnvel enn þá viðsálverðara.  Bankar með fólki sem hefur sömu hugsun og hefur ríkt undanfarin ár, ráða gjaldþrota fyrirtækum sem eru í samkeppni við þau sem þó eru enn rekin án ríkisaðstoðar.  Staða þess smáa hefur sennilega aldrei verið eins slæm og akkúrat núna, það þekki ég á eigin skinni. 

Svo dæmi sé tekið þá má nefna Ormson þar sem einn aðaleigandinn var í umræðunni fyrir stuttu sem formannsefni stjórnar Kaupþings, með milljarð i mínus vegna gjaldþrots Ormsons sem hafði verið afskrifað í Landsbanka.  Ormson opnaði nýjar búðir víða um land núna í janúar á besta stað í boði skattgreiðenda til höfuðs þeim sem höfðu þó þraukað í sama rekstri.  Eins má nefna Húsasmiðjuna osfv. osfv..

Magnús Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 08:01

10 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Rétt hjá þér Jakobína strefnuskrá Frjálslynda flokksins er góð. Við skulum tala varlega um "stefnu" Guðjóns Arnars.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 31.3.2009 kl. 08:31

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína, Mjög góð greining.  Alveg hárrétt að við verðum að fara að taka á menntamálum samhliða atvinnumálum og stjórnsýslu landsins.  Hef ekki heyrt þetta hugtak um kranaháskóla fyrr en er svo hjartnalega sammála.  Í raun held ég að við höfum aldrei unnið okkur út úr gamla einokunarhugsunarhættinum sem við kennum alltaf Dönum um í þeirri blekkingu að nú sé allt í fínu lagi.  Við verðum að fara að setja sjálfstæða hugsun og gagnrýni á kennsluskrá í grunnskólunum.  Fjórflokkakerfið heldur okkar samfélagið í gíslingu á svipaðan hátt og trúarbrögð í USA. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.3.2009 kl. 08:32

12 Smámynd: TARA

Þetta eru orð á sönnu Jakobína...landið okkar er ekki lengur landið okkar...heldur fangelsi...engin furða að fólk vilji brjótast ''út''

Ég þekki marga sem eru farnið erlendis eða á förum...fólk er búið að gefast upp.

Góð grein hjá þér.

TARA, 31.3.2009 kl. 10:56

13 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Frábær pistill eins og alltaf frá þér. 

Hvernig væri að íslenska þjóðin sýndi í verki að hún vill ekki svona lengur og segi:

http://www.xo.is
?

Margrét Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 10:59

14 identicon

Hvað lestu úr þessu Jakóbína -frá Samorku hér og hér.?

Þurfa neytendur ekki að taka sig saman og búa til alvöru neytendasamtök ?

Þau vantar nefninlega.

M.a. til að vinna gegn margumræddri fákeppni og einokun og eins auðlindamálum - en í því samhengi eru fáir að seilast ofan í vasann hjá mörgum.

Neytendamál eru efnahagsmál

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband