Sjálfstæðismenn vilja viðhalda kúgun

Vinnubrögð sjálfstæðisflokks í þinginu í gær afhjúpar vel sýn hans á hagsmuni og frelsi þjóðarinnar. Fyrir þeim skipta hagsmunir þjóðarinnar engu máli og fyrir þeim er frelsi þjóðarinnar og áhrif hennar á stjórnarfar bara til trafala.
mbl.is Geta setið fram að kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína Ingunn

Ótrúlegt að svona vel menntuð kona eins og þú virðist vera skuli halda því fram að sjálfstæðismenn vilji kúga fólk og að hagsmunir þjóðarinnar skipti þá ekki máli. Vonandi viltu að þú sért tekin alvarlega en með svona skrifum virkar það ekki. Ég veit ekki um neinn sem var t.d. kúgaður til að taka þá í "góðærinu" allir vildu græða ekki satt. Því miður vorum við öll leikin grátt og erum að súpa seiðið af því. Ég fullyrði það að sjálstæðismenn jafnt sem aðrir stjórnmálaforkólfar hefðu gert allt til að koma í veg fyrir þetta ef þeir hefðu ekki eins og aðrir látið blekkjast. Við komum til með að kjósa okkur þingmenn nú í vor og ég treysti þeim vel til þess að skoða stjórnarskrána. Stjórnlagaþing mun ekki skila neinu. Menn vita ekki einu sinni hvernig á að velja á þingið.

Kv. Helgi

Helgihall (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgihall þú ert greinilega einn af þeim sem vilt meina að þjóðin hafi verið að stjórna landinu undanfarna áratugi. Ég vil leiðrétta þennan misskilning þinn. Það var sjálfstæðisflokkurinn sem fékk umboð (því miður) til þess að stjórna landinu.

Það var sjálfstæðisflokkurinn sem kom bönkunum í eigu misindismanna sem þeir voru í raun bara leppar fyrir. Í sjálfstæðisflokki eru í raun fáir stjórnmálamenn heldur eru flestir þeirra leppar.

Mjög stór hluti þjóðarinnar var skattpíndur og skuldum vafinn í tíð svokallaðs "góðæris" og tók engan þátt í því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband