Stjórnmálamenn með hauspoka

Sífellt berast fréttir af því að ástandið sé í raun mun verra en áætlað hefur verið. Orðræða undangenginna mánuða hefur hafnað alvöru þess ástands sem ríkir í landinu. Sífellt er gefið í skyn að einhverjar reddingar séu handan við hornið en enn hafa þessar reddingar ekki tekið á sig skýra mynd. Yfirvöld eru í raun ráðþrota.

Frétt í Mbl:

Atvinnuhorfur í landinu eru nú nokkru verri en áætlað var samkvæmt efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Samkvæmt henni var því spáð að atvinnuleysi yrði mest um tíu prósent, eftir að fólk úr skólum kæmi út á vinnumarkaðinn að loknum skóla. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi nú rúmlega tíu prósent en þar af eru um 20 prósent í hlutastarfi á móti bótagreiðslu. Ljóst er því að staðan eftir að nemar koma út á vinnumarkaðinn úr skólunum verður verri en reiknað hafði verið með.


mbl.is Horfurnar verri en áætlað hafði verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir eru ótrúlega veruleikafirrtir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband