Væri ekki nær að fólk fengi vinnu

en ölmusugjafir og hreppaflutninga í boði sjálfstæðisflokks og samfylkingar.

Frjálslyndi flokkurinn vill rífa niður einokun, samráð, höft, gjafakvóta og ofríki sem drepur niður sjálfstætt framtak einstaklinga, frelsi til atvinnusköpunar í byggðalögum landsins og nýliðun í atvinnugreinum

Fjölbreytt atvinnulíf eykur valkosti fólks og áhugaverð atvinnutækifæri.

Verðmætasköpun í stað skuldasöfnunar getur bjargað framtíð barna okkar og skapað velsæld á ný á Íslandi


mbl.is Styrkir stórfyrirtækja til nauðstaddra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú það væri gott ef fólk fengi vinnu og á það að taka því starfi sem býðst. En þessir peningar fara langt til aðstoðar þeim sem virkilega þurfa hjálp núna ekki eitthvað seinna. Þetta eru engar ölmusugjafir heldur aðstoð til þeirra sem hjálpar þurfa.

Guðmundur H Halldórsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Jakobína.

Ég hef starfað sem sjálfboðaliði hvern miðvikudag í Fjölskylduhjálpinni nú á annað ár og veit vel um þörfina sem fyrir hendi er í þessu efni, fyrir og eftir hrun okkar þjóðfélags.

Örorku og ellilífeyrisþegar hér á landi sáu aldrei góðæri, frekar en einstæðar mæður/feður á almennum vinnumarkaði.

Aðstæður þessara hópa hafa því einungis versnað.

Því til viðbótar er það þannig að hér er atvinnuleysi komið í tveggja stafa tölu og stór hluti fólks sem fluttist hingað til lands af erlendu bergi brotið, til vinnu, er nú atvinnulaus, fólk sem á ef til vill ekki mikil réttindi á vinnumarkaði.

Það er því ekki hægt að tala um að " fólk skuli bara fá sér vinnu " þegar vinnumarkaður er frosinn.

Fyrir þá sem þiggja þá aðstoð sem í boði er, er það sárt að sjá rætt um " ölmusu " í þessu sambandi.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2009 kl. 02:56

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Var ekki Guðrún María í hóp þeirra sem sögðu að blómin þrifust ílla innan um arfann. Nú eru blómin farin og eftir situr arfinn.

Sigurður Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hef ekki fengið svar við athugasemd frá Jakobínu.

 kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2009 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband