Leynimakk fyrir kosningar

Fjórflokkurinn ber ekki meiri virðingu fyrir almenningi en svo að almenningi er gert að ganga til kosninga með bundið fyrir augun.

Hvers vegna öskrum við ekki á þetta fólk sem er að dylja slóð mistaka í ráðherratíð samfylkingar og sjálfstæðisflokks?


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skiljanlegt að stöku atriði í rannsókn sé ekki hægt að skýra frá ef það kynni að spilla frekari rannsókn. En það á tæpast við um öll þessi "trúnaðarmál á viðkvæmu stigi sem ekki er tímabært að tala um " ! !

Burt með leyndarmálin, Jakobína. Er nóg að einhverjir útlendir eða sekir segi uss ?

Þrátt fyrir að hafa stuggað sjálfstæðisflokknum á braut til að geta "slegið skjaldborgina og snúið hjólunum" þá virðist ganga hægt. Samf. og Grænir ákváðu sjálfir nýjan kjördag (25.4.) og maður hefði ætlað að þá ætti a.m.k. vandinn að liggja fyrir útlistaður í smáatriðim og allur vafi tekinn af bótaskyldu Íslendinga, semsagt tímabært að kjósa. Það er langt í frá. Hvernig eiga framboðsflokkar að geta boðið þjóðinni vitsmunalegt val um lausnir meðan svo er. Það eina rétta hefði verið að hætta við kosningarnar, þar til staðreyndirnar liggja fyrir.Fyrst hálft ár hefur ekki þokað okkur lengra fram á veg er greinilegt að gefa þarf alþingi og ríkisstjórn frí og fá fagmenn til að vinna úr vandanum og skýra hann fyrir þjóðinni ásamt og með valkostum í lausnum

Val á kjördegi hentar ágætlega til að gefa nýjum flokkum EKKI tíma til að myndast og kynna sig og er um leið síðustu forvöð fyrir þá gömlu að hljóta kosningu áður en hyldýpið verður ekki lengur falið. Þar með tryggja þessir ráðleysingjar sér fjögur ár í valdastólunum.

Héðan af er það líklega aðeins Forseti Íslands sem getur gripið í taumana - og hann hefur svo sem gert það áður af minna tilefni.

B.

PS. Sjá grein mína "Opið bréf . . ." á www.landsmenn.is

Baldur Ágústsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband