Frekjur sem vilja frítt far

Ég held satt að segja að þessir Hollendingar hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Þeir lögðu peninga inn á Icesave. Þeim var fullkunnugt um hvað þeir voru að gera og tóku greiðslu fyrir þá áhættu sem þeir tóku með því að leggja peningana inn á þessa reikninga.

Vitsmunaþroski þessara Hollendinga er eins og hjá smákrakka. Þeir heimta núna að Íslenskir skattborgarar taki að sér að standa undir áhættunni sem þeir tóku sjálfir og töpuðu. Þeir völdu sjálfir að eiga viðskipti við Björgólf Thor!

Nú heimta þeir að ríkissjóður sem þeir hafa aldrei greitt neinn skatt í veiti þeim sömu þjónustu og íslenskum borgurum sem bera hér þó skatta. Ef við líkjum Íslandi við tryggingafélag þá hefur tryggingafélagið gefið út að þeir sem greiddu iðgjöld og voru tryggðir hjá þeim fái bætur en aðrir fái ekki bætur. Er það mismunun?

Ef þeir ætla að halda fram jafnræðisreglu hljóta þeir að innt af hendi þær skyldur sem skjólstæðingum ríkissjóðs Íslands ber að gera, þ.e. greitt skatta á Íslandi.

Telja Hollendingarnir, að þar sem íslensk stjórnvöld hafi ábyrgst innistæður sparifjáreigenda á Íslandi felist í því mismunun og þar með brot gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ef reikningseigendur íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum njóti ekki sama réttar. 

Er ekki eitthvað frekjulegt við þetta?

Allt ferlið í kjölfar bankahrunsins bar vott um vanhæfni ríkisstjórnarinnar, vonda ákvarðanatöku og taugaveiklun en...

...eftir stendur að þessum Hollendingum kemur ekkert við hvernig heimskum stjórnmálamönnum á Íslandi dettur í hug að verja peningum skattgreiðenda.

Ríkissjóður Íslands ber enga ábyrgð á þeim sem greiða skatt sinn í annarra manna ríkissjóði.


mbl.is Kæra Ísland vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kann mjög vel við alla þá Hollendinga sem ég hef kynnst.  Þeir passa bara alls ekki við lýsingu þína.

Ég hlustaði á Jón Baldvin útskýra þessi mál hjá Inga Birni og er sammála þeim.

Voru ekki innistæður allra Íslendinga tryggðar uppí topp.  Þar gætu sennilega nokkrir útrásarvíkingar, kvótakóngar og aðrir "auðmenn" átt mikið fé af þeim ca. 600 milljörðum eins og talað var um.  Jafnvel Samson, sem stakk af með Evrur þeirra hollensku, sem voru auðvitað tryggðar af íslenska ríkinu   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var algjörlega á móti því að innistæður Íslendinga umfram það sem tryggingasjóður átti að standa undir skildi bættur.

Ég kann líka ágætlega við alla Hollendinga sem ég hef kynnst en þessir Hollendingar eiga sjálfir að standa skil á gjörðum sínum og þeirri áhættu sem þeir taka.

Eftir stendur að þessum Hollendingum kemur ekkert við hvernig heimskum stjórnmálamönnum á Ísland dettur í að verja peningum skattgreiðenda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er ekki einmitt mergurinn málsins sá, að við erum nú að súpa seyðið af vanhæfni eigin stjórnvalda ?

Að ósekju ?  Já, vissulega flest okkar.

Lái Hollendingum, Bretum, Þjóðverjum og öðrum erlendum fórnarlömbum svikamyllu útrásarinnar, að þeir beiti öllum tiltækum ráðum t.þ.a. ná til sín sem mestu af því sem af þeim var haft.   Þeim er nokk sama hvaðan það kemur.

Þegar búið er að setja heilt land á hausinn, er engin elsku mamma eftir í alþjóðasamfélaginu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Því má bæta við að ef Bandaríkin ættu í hlut myndi þessum mönnum ekki detta í hug að hafa sig svona í frammi.

Bretar og Hollendingar eru að gera kröfur til íslensku þjóðarinnar sem þeim myndi aldrei detta í hug að gera til stærri þjóða. Þeir þrýsta á að fá að hirða sem mest af þjóðinni og þeir láta sig þessa þjóð engu varða.

Það gera þeir ekki heldur sem réttlæta þetta framferði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 01:51

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hildur Helga þeim er einmitt sama hvaðan það kemur bara ef þeir fá sitt.

Mergur málsins er að rökin í málinu eru út í hött.

Það er venjan í viðskiptum að aðilar málsins beri ábyrgð en ekki aðrir sem ekki komu að viðskiptunum.

Það eru ekki einu sinni til reglur eða lög sem styðja þetta atferli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 01:55

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Það er venjan í viðskiptum að aðilar málsins beri ábyrgð en ekki aðrir sem ekki komu að viðskiptunum".

Nákvæmlega Jakobína.  Þess vegna væri áhugavert að vita hvers vegna íslenska þjóðin ber ábyrgð á fjármálaklúðri löngu einkavæddra banka og eigenda þeirra, sl. ár.

Því miður höfum við enga staðfestingu á því að svo sé ekki.   Sjö mánuðum eftir hrun erum við engu nær. 

Menntaðasta, hamingjusamasta, fegursta og algáfaðasta þjóð í heimi er gjörsamlega úti á túni !

Hvað gerðist ?   (Sjálfsblekking ?  Kannski örlítil spilling í bland ?)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 05:02

7 Smámynd: Einar Karl

Voðalega ertu pirruð út í þessa Hollendinga, Jakobína. Þeir voru ekki í neinum vafasömum viðskiptum heldur lögðu pening inn á bankabók.  Nú er stór hlut þess horfinn. Hvað varð um peningana? Af hverju fær fólkið ekki peninginn sinn? Er þetta ekki þjófnaður?

Einar Karl, 1.5.2009 kl. 08:08

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er eðlilegt að svona deilumál fari fyrir dómstóla, til þess eru þeir að leysa úr deilum. 

Það getur verið að Hollendingar séu smákrakkar fyrir að hafa lagt fé inn á íslenska banka.  Þessi mistök verða ekki endurtekin af útlendingum næstu áratugina.  Þeir munu heldur ekki haga sér eins og smákrakki og lána íslendingum peninga. 

Vandamálið er að það er erfitt fyrir útlendinga að gera sér grein fyrir hvar "Björgúlfur Thor" eða hans líkir leynast.  Eru svona karakterar út um allt eða hefur þeim verið útrýmt?  Nei brennt barn forðast eldinn svo betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og stimpla allt íslenskt "toxic". 

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.5.2009 kl. 08:12

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sé ekkert að því að Hollendingarnir séu arfavitlausir út í Björgólf Thor. En þangað eiga þeir að snúa sér vegna þess að þeir gerðu viðskipti við hann en ekki heimta að ég og fleiri bæti þeim þetta.

Ef þessum Hollendingum verður illa við mig og vantreysta mér vegna þess að þeir hafa kynnst viðskiptum Björgólfs Thors þá eru þeir annað hvort sérlega heimskir eða hitt sem ég trúi betur þeir halda að ég sé sérlega heimsk og taki þetta á mig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.5.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband