Bræðralag gegn kúgun

Fjármálakerfið er mælingakerfi sem mælir stöðu fólks í samfélaginu með tilliti til peningaeigna/skulda.

Bankakerfið er tæki sem mælir sumum eignir og öðrum skuldir og í mörgum tilvikum fólki eignir og skuldir.

Þegar banki verður gjaldþrota eru það þeir sem eiga peninga í bankanum sem tapa. Þannig er það og þannig er það alls staðar í heiminum nema á Íslandi. Vegna þess að á Íslandi láta valdhafarnir skattgreiðendur og skuldara bjarga hinum sem eiga mikla peninga.

Ríkisstjórnin bjargaðiverkfæri (fjármálakerfinu) sem mælir peningaeignir til baka til þeirra sem töpuðu í bankahruninu þeim á kostnað skuldara og skattgreiðenda.

Ríkisstjórnin notar tvö tæki til þess að bæta þeim sem áttu mikla peninga tap sitt:

Hún hefur skuldbundið ríkissjóð um 1.420.000.000.000.000 sem er ólöglegt og leggur það til taparanna á kostnað skattgreiðenda. Síðan á að slátra velferðakerfinu og hækka skatta. Þetta hefur svokölluð vinstri stjórn samþykkt.

Í öðru lagi er hið alræmda verðtryggingarapparat og okurvextir notað til þess að gera tap fjármagnseigenda að tapi skuldaranna.

Hver vill búa í heimi sem boðar slíkt óréttlæti, ójöfnuð og mismunun?

Ekki ég. Ég hef því ákveðið að stofna nýtt lýðveldi Íslands. Fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í mótun í hins nýja lýðveldi bendi ég á þessa síðu. Hið nýja lýðveldi er fyrir borgara sem hafa áhuga á réttlæti og bræðralagi gegn kúgandi valdkerfi.


mbl.is Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Frábær hugmynd - hvar á ég að skrifa ?

Það er reyndar alveg frábær hugmynd að stofna lýðveldi í lýðveldinu. Ísland 2.0 sagði einhver.

Ég verð að viðurkenna að þegar maður horfir á allt það órétti sem er í gangi og birtist grímulaust núna í fjölmiðlum þá langar manni bara að gubba. Þetta er svo sorglegt. Á sama tíma kemur fram svo mikið af frábærum Íslendingum sem eru með heilbrigða réttlætiskennd.

Axel Pétur Axelsson, 6.5.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú ferð inn á þennan link. Velkomin í hópinn. Ekkert lýðveldi vex hlutfallslega eins hratt og þetta litla lýðveldi okkar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. þú kommenterar bara eða sækir um bloggvináttu og þá ertu kominn í hópinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband