Hypjið ykkur úr fílabeinsturninum og reynið að skilja ástandið

Fólkið sem streymdi út á göturnar í vetur voru að mestu ungir andófsinnar með potta og pönnur.

Hvað skeður í haust?

Hverjir streyma þá út á göturnar?

Feður sem hafa misst allt og jafnvel fjölskyldur sínar líka. Forsmáðar mæður sem geta ekki uppfyllt grundvallarþarfir barna sinna.

Hryllingurinn sem blasir við þjóðinni er flestu fólki óskiljanlegur. Gjaldþrot bankanna eru gjaldþrot á heimsmælikvarða og þessi gjaldþrot voru í boði Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

Ingibjörg Sólrún valdi sinn lepp sem nú situr í sæti forsætisráðherra og framfylgir vilja Ingibjargar Sólrúnar sem er að:

Smyrja áróðursmaskínuna og forheimska lýðinn þangað hann fer að þjóna auðvaldinu

Beigja sig undir vilja alþjóðafyrirtækja og efla stóriðju í landinu

Halda áfram arðráni sem viðgengist hefur í áratugi

Framselja vald á Íslandi til þeirra sem hafa fjármálakerfi og alþjóðafyrirtæki í fyrirrúmi

Festa í sessi veru handrukkara auðvaldsins (AGS)


mbl.is Það versta mögulega afstaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ertu að reyna segja að það sé ekkert að marka það sem fram kemur í fréttinni?

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í fréttinni er talað frá sjónarhorni fjármagnseigenda og alþjóðafyrirtækja en hvað þýðir þetta fyrir fólkið í landinu. Sé ekki að það séu bjartir tímar fram undan hjá mörgum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Í fréttinni er talað frá sjónarhorni fjármagnseigenda og alþjóðafyrirtækja"

 Hvað áttu við?  Er ekki bara verið að lýsa ákveðinni spá varðandi efnahagsástandið?

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað er efnahagsástand?

Hvað er gott efnahagsástand?

Gott fyrir hverja?

Aðgerðir geta skilað sér ágætlega inni í mælikvarða ný-frjálshyggjuhagfræðinnar án þess að fela í sér umbætur fyrir almenning.

Hvernig væri að fá fréttir af fjölskyldum og líðan þeirra?

Er verið að gera einhverjar umbætur sem bæta nýliðun í atvinnugreinum og efla atvinnusköpun á forsendum fólksins í landinu t.d. búsetuskilyrðum?

Er verið að gera einhverjar umbætur sem bæta lífskilyrði í landinu t.d. efla matvælaöryggi eða að verðmætasköpun skili sér í bættum kjörum almennings.

Nei það er bara verið að hugsa um að þjóna erlendum fjárfestum og ná hagvexti upp á þann hátt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Hvernig væri að fá fréttir af fjölskyldum og líðan þeirra?"

Ertu að grínast?

Hafa fréttir af fjölskyldum og líðan þeirra farið framhjá þér?

> "Nei það er bara verið að hugsa um að þjóna erlendum fjárfestum og ná hagvexti upp á þann hátt."

Ég get ekki að því gert, en ég held þetta séu bara fordómar í þér.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Núna skil ég hlutina miklu betur eftir að lesa samtal þitt við Matthías.

Þegar Íraski grínarinn, sem bar titilinn upplýsingaráðherra, sagði "no american tanks in Bagdad" þá var hann ekki að djóka.  Hann var að leita sér að vinnu, t.d við efnahagsspá hjá íslenska fjármálaráðuneytinu.

Þetta var sem sagt spá, ekki staðhæfing.

Aldrei of seint að fatta hlutina.

Skyldi hann hafa komið að gerð þessarar efnahagsspáar??????

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 12.5.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem er merkilegt við þessa spá er fjölþætt.

Þegar Össur var spurður á borgarafundi fyrir kosningar hvort samfylkingin vildi byggja álver iðaði hann eins og hann væri með njálg.

Hann gat hvorki verið með né á móti enda málið umdeilt meðal kjósenda en hann hefur kannski bara viljað höfða til þeirra allra, t.d. með því að fara með galdraþulu samfylkingarinnar.

Hvernig er þessi spá fengin fram jú með því að setja eina eða tvær álversforsendur inn í spálíkanið.

Svo virðist vera sem njálgurinn sé horfinn úr Össuri.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband