Stoppar í göt með tíu milljónum

Götótt listasafnið má þakka sínu sæla að hafa hugmyndaríkan stjórnanda sem kann ráð við dragsúginum. cwa0024

Hugsunarháttur nýfrjálshyggjunnar:

Stórir peningar

„Á þeim tíma hafði fólk einfaldlega ekki séð aðra eins prísa áður. En jú, ég fullyrði að Mountain er dýrasta verk sem safnið hefur keypt til þessa.

Alþjóðavæðing

Málið er nefnilega það að við erum farin að höndla með verk í alþjóðlegu samhengi í æ ríkari mæli. Íslenskir listamenn eru farnir að tengjast meir og betur inn í hinn alþjóðlega heim listarinnar og við það hækka verðin á verkunum.

Spákaupmennska

Ef við ætlum að vera samkeppnisfær á þessu sviði, ef við ætlum ekki að missa merkilega íslenska myndlist úr landi, þá verðum við að borga. Svo einfalt er það. Þetta er afleiðingin af þessari alþjóðavæðingu.“

segir Halldór Björn Runólfsson

Ekki furða þótt 30% fjölskyldna stefni í þrot á Íslandi þegar úreltur og margþrota hugsunarháttur lifir góðu lífi meðal þeirra sem vasast með fjármuni skattborgaranna.


mbl.is Dýrasta verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið rétt hjá þér og þess utan finnst mér viðkomandi "listaverk"forljótt og mundi aldrei gera mér ferð til að skoða þetta, held að listasafnið hefði átt að byrja með lægra tilboð og sjá hvort einhver annar hefði áhuga,efast um það..svo einsog þú bendir svo réttilega á er þarna verið að bruðla með almannafé (sem ekki liggur nú beint á lausu þessa stundina)og svona ábyrgðarleysi á ekki við,í okkar samfélagi í dag.

zappa (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband