Spádómsgáfa valdhafanna

Fjárlög sem samin voru í lok 2008 undir forystu samfylkingar gerðu ráð fyrir 150 milljarða ríkishalla. Fjárlögin voru í dæmigerðum afneitunarstíl og horfði framhjá augljósum staðreyndum í efnahagslífi þjóðarbúsins.

Ekki var gert ráð fyrir tekjufalli sem mátti vera ljóst þegar tekið er mið af því hvernig áætlun AGS hefur miðað að því að drepa niður verðmætasköpun og atvinnulíf í landinu með háum stýrivöxtum. (vek athygli á að mér (einfaldri almúgakonu) skeikaði um -3,5% en fjárlaganefnd (með alla sína sérfræðinga) um +22%).

Ríkisstjórnin vinnur eftir leiðum sem stefnir þjóðarbúinu í algjört hrun en virðist ekki "fatta" afleiðingarnar sem eru t.d. tekjufall til ríkissjóðs. Unnið er að því að tæma sjóði almennings t.d. með því að setja fjármuni lífeyrissjóðanna í byggingaframkvæmdir sem gera ekkert til þess að auka verðmætasköpun í landinu.

 Nú stendur Ríkisstjórnin frammi fyrir því sem var fyrirséð í janúar þ.e. að fjárlagahallinn stefni í 193 milljarða í stað 153 milljarða. Feiluðu sig um 40 milljarða vegna þess að þeir hafa ekki yfirsýn yfir virkni kerfisins og orsakasamhengi í því.

Þessir sömu spekingar hafa nú talið sig til þess bæra að spá ríkistekjum fimm ár fram í tímann. Fjárhagskreppan á eftir að harðna um heim allan. Þrátt fyrir það telja spekingar fjárlaganefndar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 180 milljarða næstu fjögur ár.

Þessu spá þeir þrátt fyrir það að Ríkisstjórnin er að gera nákvæmlega EKKI NEITT til þess að auka verðmætasköpun, auka sjálfbærni og draga úr fjármagnskostnaði.

Þessi tafla er í nýju frumvarpi sem verið er að kynna:

.

 200820092010201120122013
Heildartekjur 472,8 397,7 433,6 481,7 532,0 571,8
Heildargjöld 483,2 575,3 545,1 534,1 537,1 521,6
Tekjujöfnuður-10,4 -177,6 -111,5 -52,5 -5,1 50,1
       
Fjármagnstekjur 40,2 22,6 20,4 17,3 16,0 17,0
Fjármagnsgjöld 39,4 83,5 90,0 97,3 104,8 90,1
Fjármagnsjöfnuður0,8 -60,9 -69,6 -80,0 -88,8 -73,1
       
Frumtekjur 432,5 375,2 413,2 464,3 515,9 554,8
Frumgjöld 443,8 491,8 455,1 436,8 432,3 431,5
Frumjöfnuður-11,3 -116,7 -41,9 27,5 83,7 123,3

 Ég hef orðið verulega vantrú á því að menn í æðstu embættum kunni að reikna. Það má t.d. benda á að vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins er 15 milljarðar. Kostnaður vegna vaxta af erlendum lánum er sennilega hátt í 200 milljarðar fyrir þjóðarbúið en upp í það eru eingöngu til 60 milljarðar í erlendum gjaldeyri.

Ef eitthvað vit væri í þessari Ríkisstjórn myndi hún einfaldlega segja, "við getum ekki tekið meiri lán vegna þess að við erum ekki borgunarmenn fyrir þeim" Þeir myndu segja við verðum að fara að auka verðmætasköpun og afla gjaldeyris til þess að greiða skuldir okkar.

Þannig ávinnur Ísland sér trausts og virðingar en ekki með því að stefna þjóðarbúinu í þrot.


mbl.is Hallinn stefndi í 193 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Draumaheimurinn er alger. Vonandi gengur núverandi meirihluta í fjárlaganefnd betur en forverum hennar, þó vonin sé lítil finnst mér samt eins og þar sé fólk sem er móttækilegt fyrir rökum.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Var að koma heim eftir smá ferð með eignahalann ( á hann skuldlausann).  Ég er að renna yfir bloggið hjá þér, beinskeytt eins og venjulega og þessi pistill er mjög góður.

Hann er sannur, bendir á einfalt orsakasamhengi sem ætti að vera öllu hugsandi fólki augljóst.  Og ég man þegar þú varst að vara við þessu strax eftir fjárlögin í haust.  Og ég man alla þína góðu pistla um það sem þyrfti að gera í atvinnusköpun og sjálfbærni þjóðarbúsins. 

Og þetta sorglega dæmi um vöruskiptajöfnuðinn það sem af er þessu ári og síðan vilja hins venjulega manns að styðja sinn flokk og sína ríkisstjórn í frekari lántökum, hvort sem það er lán IFM eða heiðursmannalánið frá bretum.  Það mætti halda að fólk héldi að Steingrímur Joð byggi yfir meiri mætti en Jesú sjálfur á sinni tíð.  Þessir 15 milljarðar eiga víða eftir að koma að notum, aftur og aftur.

Og svo vill fólk borga meira og meira, svo allir verði vinir okkar út í Evrópu.  Eins og nokkur vilji þekkja gjaldþrota einfeldninga.

En það sem hryggir mig mjög er að sjá hvað lítil undirtektin er.  Ég sá að þú sendir skilaboð á bloggvini þína sem eru margir, og Héðinn einn tók undir.  Samt er þessi vandi grafalvarlegur og það kemur pólitík ekkert við að benda á þann einfalda veruleika að vandinn sé stórlega vanmetinn og þau ráð sem eru notuð, auka hann en ekki minnka.

Vítahringur samdráttar og atvinnuleysis er að verða algjör.  Hve lengi geta bankarnir haldið gjaldþrota atvinnulífi á floti?  Hve lengi er hægt að hafa vexti sem eru ekki borgaðir?  Hve lengi halda nýju bankarnir þetta út?

Af hverju er engin alvöru umræða um þetta?  Hvar eru hagfræðingarnir og allir viðskiptafræðingarnir, hvar eru öll alvöru skoðanaskiptin?

Og hvar er fólkið sem þjáist vegna atvinnuleysis og skuldaklafa sem það ræður ekki við?

Auðvita út um allt en raddir þess eru fáar.  

Því er þín rödd svo mikilvæg og amma gamla trúði alltaf á hið góða.  Samt sveitaómagi í æsku og bjó við fátækt og heilsuleysi sem hún hlaut af vosbúð æskuáranna, en samt svo borsmild í ellinni því það var það góða sem gaf lífinu tilgang.

Mér finnst blogg þitt vera eitt af því góða í dag.  Hluti af því góða sem mun smán saman fá hljómgrunn og hrekja heimskuna í felur, og landráðin.  Ég á tvo, þrjá ICEsave pistla eftir  og svo tek ég mér smá heilsufrí, reyni samt að fylgjast með og mun alltaf senda ykkur baráttuliðinu jákvæða strauma.

Þannig að þegar athugasemdir eru 0 þá veistu alltaf af einni óskrifaðri frá mér;

"Takk fyrir góðan pistil Jakobína og megi guð gefa þér eilíft þrek til að lemja á öllum þursum landsins"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.6.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband