Spillingin heldur áfram ef dólgarnir sleppa

Svo einfalt er það

Hugmynd Þorgerðar Katrínar að hvítþvottabók er gagngerð hindrun gegn samfélagslegum umbótum.

Rannsóknarnefnd Alþingis er peningaeyðsla og í raun hlægileg.

Ég treysti aðeins einni manneskju í þeirri nefnd og það er Sigríður Benediktsdóttir.

Það er aðallega vegna þess að Jónas Fr Jónson reyndi að sjá til þess að henni yrði bolað úr nefndinni. Virðist líta svo á að hún geti orðið til óþæginda fyrir þá sem vilja viðhalda spillingunni.

Eva Joly með fyrirlestur í Tromsö


mbl.is Eva Joly: Botninum ekki náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Halelúja! fyrir þessum titli.

Veit ekki um Rannsóknarnefndina - Er of fjarri til að hafa yfirsýn.

Aðgerðir gegn fjárglæpamönnum þurfa að vera harðar og hraðar og miskunnarlausar (þó ekki ósanngjarnar).

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.6.2009 kl. 21:13

2 identicon

já og nú er "lögmannafélag íslands" farið að setja ofaní við Evu Joly... 

zappa (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ætli félga endurskoðenda byrji þá ekki fljótlega líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þið vitið að það gerist ekkert af viti nema það er búið að skipta um stjórn.

Eva Joly er að gera fína hluti en hún þarf að vinna í friði fyrir þessu liði. Aðeins fær hún frið ef það er í stjórn fólk sem er fyrir alvöru tilbúið og þorir að framkvæma hlutina! Treystir henni 100% og fer nákvæmlega eftir hennar ráðleggingum!

Við getum ekki blekkt okkur að hlutirnir munu gerast þegar að SF og VG eru við stjórnvölinn.

Guðni Karl Harðarson, 24.6.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já? Kannski hefurðu rétt fyrir þér en hverjir þá?

Sjálfstæðisflokkurinn = Spillingarpakk á spena þjóðarinnar (25% fylgi)

Framsóknarflokkurinn = Eiginhagsmunaseggir á spena þjóðarinnar (10%)

Borgaraflokkurinn = Popúlistar á spena þjóðarinnar (8% fylgi)

...og þar með er það búið. Eruð þið að agitera fyrir einum af þessum flokkum?

Í heildina er meira vit í því liði sem Egill Helgason hefur haft hjá sér í Silfrinu en í fimmföldum þessum skríl (ég hef reyndar trú á nokkrum einstaklingum sem eru á þingi, en þeir eru bara helvíti fáir).

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband