Uppgjöf Steingríms Joð

Skaðinn er skeður segir Steingrímur í uppgjafartón og sakar síðan aðra um uppgjöf. Við getum vel borgað segir Steingrímur. Hvaða "við" er Steingrímur að tala um? Varla er hann að tala um sjálfan sig. Er hann ekki bara ágætlega settur?

Ekki er hann öryrki. Ekki er hann ellilífeyrisþegi á sléttum bótum. Ekki er hann skuldugur heimilisfaðir.

Nei Steingrímur þú ert ekki einn þessara "við" sem þú sakar um uppgjöf og nennir ekki að berjast fyrir.

Ísland er þegar komið í þrot og það er sorglegt að sjá að þú skulir beygja þig undir ESB-áráttu samfylkingarinnar sem nú er í felum og lætur þig um skítverkin.

Ísland er þegar komið í þrot og það er skelfilegt að horfa upp á hvernig samfylkingin og hluti vinstri grænna ætlar að gera það versta úr stöðunni.

Ísland er þegar komið í þrot og það er NÚNA sem rétti tíminn er til þess að horfast í augu við það.

...Og svo ættu Geir Haarde og Davíð Oddson bara að koma sér aftur ofan í holuna sem þeir eru að skríða upp úr.

Ábyrgð þeirra á þeim hörmungum sem dunið hafa yfir þjóðina er óvefengjanleg.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að samþykki yfirvöld Icesave samninginn eru það verstu mistök frá gamla sáttmála árið 1262.


mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir alþingismenn og konur sem samþykkja icesave nauðungarsamninginn verða stimplaðir landráðamenn og að þeim sótt sem slíkum. " Quislingar Íslands" verða þeir kallaðir, sem leiða landið undir erlenda stjórn, sem þeir gera með þessarri  samþykkt+ Innganga í ESB undir nauðung.

J.þ.A (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 06:51

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Samþykki yfirvalda á Icesave samningnum eru NÆST verstu mistök frá 1262. Verstu mistök frá 1262 eru síðustu 8 ár Davíðs við völd á þingi og í Seðlabankanum.

Davíð er ómerkingur sem er nú að nýta sér ástandið til þess að slá sig til riddara. Mjög pólitískt, en ekkert minna ömurlegt fyrir vikið.

Baldvin Jónsson, 5.7.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband