Geta stjórnmálamenn ekki lært

Umhverfissóðaskapur, græðgi og mútuþægni hefur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina. Þeir sem líða fyrst og fremst vegna þess að óæðri hvatir hafa náð yfirtökum hjá tiltölulega fámennum hóp einstaklinga í stjórnmálum, embættismannakerfi og viðskiptum eru ekki þeir hinir sömu og báru ábyrgð á hruninu.

Þegar allt hrundi í haust hugsaði ég með mér, já nú verða breytinar, menn hljóta að læra af þessu. Jú að hluta til hafði ég rétt fyrir mér. Almenningur hefur lært eða að minnsta kosti stór hluti hans að treysta ekki yfirvöldum, að treysta ekki embættismönnum og að fyrirlíta hina svokölluðu útrásarvíkinga.

En hverjir hafa þá ekki lært. Jú stjórnmálamenn, a.m.k. margir þeirra virðast hafa lítið lært. Þeir virðast enn hafa trú á því að forsendur fjármálakerfisins, forsendur alþjóðafyrirtækja og forsendur stóriðjunnar eigi rétt á sér.

Það virðist fara fram hjá stjórnmálamönnum að sú stefna sem unnið hefur verið eftir síðustu 20 árin er gjaldþrota stefna sem leiðir til mismununar og ójöfnuðar en jafnframt fátæktar stórs hluta almennings.

Stjórnmálamenn virðast vera haldnir þeirri algjöru ranghugmynd að útrásarhyskið hafi verið viðskiptasnillingar og því séu þeir ómissandi í viðskiptalífinu. Viðskipti útrásarhyskisins byggði alls ekki á snilld heldur misnotkun þeirra á fjármunum almennings, á einokunaraðstæðum á íslandi og aðgengi að spilltum stjórnmála- og embættismönnum.

Sé duglegu, venjulegu fólki gefin kostur á því er það fullburðugt til þess að byggja upp atvinnulíf á Íslandi en stjórnmálamenn virðast vera algjörlega lamaðir þegar það kemur að þeim bráðnauðsynlega hluta endurreisnarinnar sem felst í því að byggja upp atvinnulíf í byggðarlögum landsins.

Ég rakst á skemmtilegt blogg á New York Times þar sem fjallað er um umhverfismál og stóryðju á Íslandi.

þessi ameríski bloggari segir m.a. að Ísland hafi einstakt tækifæri í ljósi nýlegra efnahagslegra atburða. Það er að hafna skyndihagsmunum af umhverfis og auðlinda óvinveittri stóriðju og nota auðlindir landsins til þess að gera landið betra fyrir komandi kynslóðir.

Núverandi stjórnvöld hafa því miður valið að taka upp stefnu sem er óvinveitt komandi kynslóðum á Íslandi. Hrikaleg skuldasöfnun, sala auðlinda og uppbygging stóriðju auk þess arðráns sem fram fer í boði hennar lýsir miklu ábyrgðarleysi gagnvart komandi kynslóðum.

Iceland has an unprecedented opportunity, one that recent economic events in that country makes even more attractive: reject the immediate economic benefit of an environmentally and resource unfriendly industry and use those resources to make the country a better place for subsequent generations.
As someone who has visited Iceland twice, and has visited geysers, waterfalls and thermally heated pools and has experienced the warmth and friendliness of the Icelandic people, I hope they choose the latter.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnin faldi faldi hótun Breta um að kalla EU til efnahagsstríðs geng Íslendingum ef ekki yrði samið. Rúv kl. 10. Guð sé lof við vorum ekki innlimað innanríkismál.

Bjarni Ármannsson sagði óbeint að valdmiklir aðilar innan kerfisins hefðu hindrað eðlilega bankastarfsemi. Menntakerfið útskrifar hjarðeðli úr háskólum og eftir höfðinu Dansa limirnir.

Jón Thoroddsen verðbréfasali á góðar frænkur hann lærði allt annað í vinnunni en í náminu. 

Ég segi að menn hafa stundað blackmail áður en hjarðeðlið fór að segja til sín.

Nýútskrifafólk úr háskólum er eins og nýfædd börn í Höllum Mammons. Láta freistast fyrir væntinga hjali VIP.   Síðan koma dúsur og (blackmail).

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er gjörsamlega á móti þessum álverkum og orkuhjali stjórnvalda.

Í stað auðlinda óvinveittri stóriðju þurfum við að setja í gang og nota aðrar auðlindir okkar sem við eigum fullt af!

Það þarf að snúa við þessari þróun og það strax. En það er greinilegt að þessi SF er fylgjandi öllum Álverkum og óvinveittri stóriðju. Halda á áfram fyrri áformum í Álverksmiðjum eins og við vitum.

Þessi svarta saga Íslands fer bráðum að vera búin. En til þess þurfum við að vera vakandi og koma í veg fyrir þessi óaldarverk öll sömul endurtaki sig!

Snúum þróunni við. 

Guðni Karl Harðarson, 8.7.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband