Útrásarhyskið verst af grimmd

Finnur Sveinbjörnsson sem situr í boði "vinstri" Ríkisstjórnar í stól bankastjóra Kaupþings á sér skrautlega fortíð í fjármálaviðskiptum. Þegar hann var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrarsýslu lánaði hann litla 8.6 milljarða til amerískara fjárglæfarmanna. Finnur braskaði einnig með eignarhaldsfélag þegar hann var bankastjóri Icebank og lét sparisjóðina lána félaginu 850 milljónir króna.

Ég bloggaði ofursakleysislega um hótanir í garð Finns  og ekki stóð á trakteringum frá vinum útrásarhyskisins.

Ég hef oft orðið fyrir andófi af hálfu þeirra sem styðja hin ýmsu öfl sem eru að rífa samfélagið í sig en ég held að komment við bloggi mínu um Finn sé óvenju rætið. Þetta skýrist kannski af því að um alvöru fjárglæframenn er að ræða og alvöru peninga að verja. Hverjum langar jú ekki að fá afskrifaða 3 milljarða.

Þegar Finnur var spurður um brask sitt með fjármuni sparisjóðanna svaraði hann:

 “Við getum alveg verið hreinskilnir við hvor annan. Auðvitað hefur margt breyst í þjóðfélaginu; stemnningin, viðhorf og gildismat í samfélaginu er öðruvísi en áður. Ég held að við getum bara horft í eigin barm og viðurkennt hreinskilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var.”

En í dag kemur fram að "Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð þeirra feðga talið raunhæft innan Kaupþings, og reiknað með að það verði lagt fyrir stjórn bankans."

Það er einfaldlega þannig að þeir sem hafa tamið sér það hugarfar að þeir geti leyft sér að leika með fjármuni almennings breytast ekki.

Hér á eftir að þróast vargöld ef það líðst að menn á borð við Finn Sveinbjörnsson stjórni bönkunum og ef það líðst að menn á borð við Björgólfsfeðga borgi ekki skuldir sínar.

Þessir menn keyptu banka fyrir lánsfé frá öðrum banka sem verið var að einkavæða. Þeir notuðu bankann til þess að mergsjúga samfélagið og skiluðu bankanum með þúsunda milljarða kröfum í þrotabúið.

Hugmyndin ein um að afskrifa skuldir við Björgólfsfeðga er sjúkleg og ber vott um sjúkan hug þeirra sem fara með völd nú í bankakerfinu.


mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Tvö orð. Hrikaleg lesning.

Baráttukveðja til þín..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur hin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2009 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband