Spánverjar í baráttu við Landsbankann en ekki við Íslendinga

Ríksisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skautar fram hjá því hverjir eru hinir raunverulegu sökudólgar í Landsbanka og Icesavemálum. Gott að Spánverjar fatti að þeir eiga í baráttu við glæpasamtökin Landsbankann en ekki við þjóðina Íslendinga.

Ríkisstjórnin vill borga skuldir Björgólfs með blóðugum niðurskurði í velferðarkerfinu.

Reynsa frá öðrum löndum sýnir að heiftarlegur niðurskurður á borð við þann sem fyrirhugaður er á Íslandi í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kostar mannslíf. Gríðarlegar fórnir fylgja því þegar hundruðir milljarða eru teknar út úr velferðarkerfinu.

Ríkisstjórnin hefur valkosti og ríkisstjórnin ber ábyrgð.

Ríkisstjórnin hefur tekið þá afstöðu að þjónkun við heimsvaldasinna hafi forgang fyrir íslenskum mannslífum og lífsgæðum


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Spánverjar tóku sína bankaræningja duglega í karphúsið eftir daga Franco og láta ekki hafa sig að fíflum.

En það mun reynast Íslendingum dýrkeypt að hrunið í heild sinni hefur ekki verið rannsakað sem glæpamál. Enginn treystir Íslandi frekar en Haíti Papa Doc.

Stjórnvöld standa vörð um auðhringina af því að þeim hefur verið borgað fyrir. Ég hef aldrei verið sannfærðari um það en núna þegar ekkert er gert til að hafa upp á hundraða milljarða eignum ræningjanna en hamast við koma ábyrgðum á þjóðina.

TH (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spánverjar kunna að þýða úr Frönsku og eru almennt læsir; ekkert að lögfræðiskilning þar. Einkabanki er persona að lögum. Spánverjar telja sig hafa orðið fyrir svikum eins og margir Íslendinga loforð um ávöxtun sem ekki staðist [almennt]. Bretar gerðu enga athugasemd fyrstu árin við vöxtin þegar um svif bankans voru 90% í Bretlandi.

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara,

úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa

sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar

og

sem tryggja skaðbæturnar eða vernd innlánaranna

í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;     

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afsögn Jóhönnu strax áður allur málstaður Íslendinga er uppurinn. Þeir sem fyllast ágirnd láta freistast. Einu sinn fallinn tryggir ekki að viðkomandi geti ekki fallið aftur við næsta tækifæri. Ísland má ekki við mistökum vegna meintra hugmynda um snilli.

Icesave er til að Bretar sleppi við skömmina samstarfsmenn einkabankans að aðal umsvifa svæði hans.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband