Gaspur samfylkingarinnar

Ég var að hlusta á þingmenn í Kastljósi og fannst nýjasti frasi samfylkingar frekar hallærislegur.

Helgi Hjörvar sagði "eigum við halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu"?

Skammast þingmenn sín aldrei fyrir að láta út úr sér bull á borð við þetta?

Skammast þingmenn sín aldrei fyrir tilburði til þess að forheimska þjóðina?

Tvöföld atkvæðagreiðsla þýðir að þjóðin fær að taka afstöðu til þess hvort sækja eigi um aðild að ESB. Ef þjóðin segir nei í atkvæðagreiðslu ætlar samfylkingin þá samt sem áður að sækja um aðild? Ég sé ekki betur en að túlka megi orð Helga þannig.

Samfylkingin ásamt sjálfstæðisflokki setti þjóðarbúið í þrot. Nú er samfylkingin að nýta sér ringulreiðina sem hún sjálf hefur skapað til þess að keyra þjóðina inn í ESB.

Samfylkingin hefur vanrækt um uppbyggingu eftir hrunið enda er hún með ESB á heilanum.

Það eru skelfilega erfið ár framundan hjá þjóðinni og engin umræða fer fram í fjölmiðlum eða meðal stjórnmálamanna um það hvernig leiða megi þjóðina í gegn um þetta.

Þingmenn samfylkingarinnar hugsa nú eingöngu um r$%"%# á sjálfum sér.

 


mbl.is Efnahagsleg óvissa verri en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jakobína þú mátt aldrei, aldrei, aldrei, aldrei sleppa hlut manna eins og Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar, Alfreðs Þorsteinssonari, Valgerðar Bjarnardóttur og öðrum Framsóknarblóðsugum út úr skýringum þínum. Ég er sammála þér með þessa tvo flokka en hækja íhaldsins hefur verið dýr í rekstri. Rándýr hvernig sem þú lýtur á orðið.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.7.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband