Í þágu Hollendinga og Breta að viðhalda leynd

"Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést."

Það má byrja á því að spyrja hvort að 27 þjóðum ESB yfirsjáist eitthvað eða hvort einhverjar þessara þjóða hafi hagsmuni af því að sópa staðreyndum málsins undir teppið.

Það má einnig skoða þá skýringu að Gordon Brown gekk fram með offorsi eftir bankahrunið og laug upp á íslensku þjóðina. Ferðaðist um alla álfuna í þeim tilgangi einum.

Hvernig væri að skoða þá skýringu að þáverandi utanríkisráðherra (í afleysingum) Össur Skarphéðinsson gerði nákvæmlega EKKI NEITT til þess að leiðrétta þennan áróður. Hann ásamt klíkuráðnum kerfiskörlum í sendiráðum erlendis sýndu algjöra vanburði til þess að takast á við það áróðursstríð sem þá hófst.

Icesave málið hefur frá upphafi verið áróðursstríð. Sífellt eru tínd til rök í málinu sem eru langt utan við kjarna málsins. Íslensku ráðherrarnir hafa látir Breta og Hollendinga ráðskast með sig og leyft þeim að skilgreina þann "sannleika" sem þeim hefur hentað.

Samkvæmt tilskipun ESB er ríkissjóðum aðildarlandanna ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum innistæðna, í viðkomandi löndum ríkisábyrgð. Sjá hér.  Þetta ákvæði hefur trúlega verið sett til þess að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðildarlandanna. Textinn á ensku segir: "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities." Sjá nánar

Þetta þýðir að samkvæmt tilskipun ESB mega hvorki Íslendingar né aðildarlönd ESB veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð. Það er í hrópandi andstöðu við tilskipun ESB að krefjast þess að ríkið ábyrgist innistæður banka í einkaeigu. Það er alveg sama hvaða rökum er beitt. Þetta er grundvöllur reglna ESB og við það situr.

Íslendingum var skylt að stofna tryggingarsjóð innistæðna og það gerðu þeir og uppfylltu því að fullu kröfur ESB svæðisins.

Tilburðir ríkisstjórnarinnar til þess að viðhalda leynd yfir Icesave samningnum og gögnum hans virðast skýrast af því að eftir því sem meira kemur upp á yfirborðið því ljósara er að þessi nauðungarsamningur er stórhættulegur fyrir allan almenning. Það er í þágu Hollendinga og Breta sem þessari leynd er viðhaldið

Hann þjónar því fyrst og fremst að koma á hér á landi "2007" þar sem útrásar- og innrásarvíkingar geta valsað í einkabanka í eigu áhættufjárfesta eftir lánum og keypt hér upp rústirnar sem þeir skildu við.

Mörg ákvæði samningsins eru árás á velferð íslensks almennings, brot á allri hefð í alþjóðasamskiptum og brot á ákvæðum íslenskrar stjórnarskrár.

Íslensku ráðherrarnir skilja einfaldlega ekki það sálfræðilega áróðursstríð sem er í gangi og í stað þess að bregðast við því þjóna þau því.

Það má benda á að í  77. gr. íslensku stjórnarskrárinnar stendur það skýrum orðum: "Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu."

Þessi Icesave eftirásamningur getur því aldrei orðið grundvöllur að ríkisábyrgð nema ríkisstjórnin skýri hvernig hún ætlar að afla tekna til þess að standa skil á honum.

Með því að hunsa tilskipanir ESB, íslensku stjórnarskránna og íslensk landslög er verið með fordæmi að skapa réttarfarslegan glundroða.

Hvernig ætlast íslensk, bresk eða hollensk yfirvöld að borin sé virðing fyrir regluverki þegar þessir aðilar gera allt til þess að hunsa það og gefa fáránlegum þvættingi úr eigin munni forgang yfir innihaldi laga.


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband